Grand cherokee pæling


Höfundur þráðar
sigurdur06
Innlegg: 1
Skráður: 05.mar 2012, 09:47
Fullt nafn: Sigurður Jens Sigurðsson

Grand cherokee pæling

Postfrá sigurdur06 » 05.mar 2012, 10:08

Sælir
Ég er nýr hérna inni en sé fyrir mér að nýta vefinn mun meira þar sem ég er að velta fyrir mér kaupum á jeep.
Ég lærði að keyra á wrangler og átti hann í um 2 ár en það voru aldrei nein vandamál með þann bíl. Mörgum bilanagjörnum bílum síðar langar mig að fá mér aftur jeep og er að hallast að grand cherokee. Hvaða reynslu hafa menn af þessum bílum þegar kemur að bilanatíðni, eyðslu og hvað eru menn almennt að keyra vélarnar langt. Ég er mellufær þegar kemur að viðgerðum en hef í kringum mig töluvert af fagfólkið sem ég get virkjað ef þörf er. Til þess að skýra betur mál mitt þá er ég með í sigtinu bíl frá 93 sem er ekinn hátt í 300.000 km með 4 lítra vélinni, og ég er ekki að leita mér að fjallajeppa heldur snyrtilegum 31" bíl og ég set mörkin við 500.þús þar sem að þetta verður bíll nr 2. Öll komment vel þegin og ekki sakar ef menn vita um gott eintak.




birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Grand cherokee pæling

Postfrá birgthor » 05.mar 2012, 12:29

Ég seldi svona bíl fyrir nokkrum mánuðum. Hann var 1996 árgerð ekinn rétt um 200000km, laredo útgáfa (semsagt pluss áklæði), mjög góður bíll og á góðu standi. Hann seldist á 300000kr svo ég held að fyrir 500000kr ættirðu að mjög góðan bíl.

Passaðu þig samt á því að bíllinn sem verður fyrri valinu sé með möguleika á að keyra bara í afturhjóladrifinu. Minn var með quatra trac kassa þ.e. sídrifinn, það er ekki til þess að halda eyðslunni niðri eða sliti.

Hjá mér var bíllinn að eyða um 12 l á 100 km í langkeyrslu og um 17 í snatti. Hann var á 31" dekkjum og óbreyttur.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir