Síða 1 af 1

Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 15:27
frá Jói ÖK
Jæja, ég er í smá veseni, ég keypti mér 88mdl af Cherokee í gær með 4.0. Þokkalega góðan bíl fyrir utan smáááaaa rafmagnsbögg. Þetta lýsir sér svoleiðis að rétt áður en ég kaupi bílinn detta út miðstöð, allt í sýri (rúðuþurkur, stefnuljós og jafnvel flautan, veit ekki hvort hún virkaði áður), og mælaborðið sýnist mér eins og það leggur sig...Hazardinn virkar samt :?
Svooo var ég að keyra áðan og allt í einu duttu út parkljósin en aðaljósin virka.

Svo ég spyr ykkur...hvaaaaað er í gangi með bílinn minn? :lol:
með fyrirfram þökk og von um að lausn fynnist!

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 15:35
frá jeepson
Hmm. Ertu búinn að fara yfir öll öryggi. Mér dettur í hug að það sé kanski að það geti verið spanskrænur á öryggjum eða jafnvel tengjum. Ég lenti í því með cherokee sem að ég átti. Fékk alt til að virka með því að þrífa þetta alt upp.

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 16:48
frá HaffiTopp
Jarðtengi að losna eða lélegur vír. Athuga mínuspólin á rafgeyminum vel og tengingar á honum í hvorn endann á kaplinum. Gæti hugsanlega verið að ljósarofinn sé orðinn slappur, hef heyrt að það sé gjarnt á svona eldri Ammeriskum Jeppum :D
Kv. Haffi

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 17:29
frá púkinn
Athugaðu hvort ljósarofinn sé brunninn yfir sem og jarðtengingu frá aftasta heddbolta í hvalbak, það er algengt að þessir hlutir sé til vandræða í svona renix Cherokee

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 18:31
frá AgnarBen
Ég á svona ljósarofa í Cherokee, ónotaðann og enn í pakkningunum ef þig vantar.
agnarben@gmail.com
893 0557

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 11.feb 2012, 21:26
frá Óskar - Einfari
Ef þér vantar rafmagnsteikninga þá er hér eitthvað samansafn frá Ellaofur ennþá á hýsingunni minni, veit ekki hvort það gagnist þér í þetta vandamál

Rafmagnsteikningar ZIP

Re: Rafmagnsbögg...88 Cherokee

Posted: 13.feb 2012, 23:21
frá Jói ÖK
takk fyrir skjót svör...en þetta var svissbotninn og núna er indjáninn kominn í lag og er til sölu á gjafaverði!! 150k eða tilboð!