Síða 1 af 1
vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 16:55
frá gaz69m
mig vantar að vita um drif í willys jeppum , það er hvort að drif sem er úr td sj 7 passi í staðin fyrir drif úr 1950 modeli af willys jeppa ég er aðalega að spá í drifið sjálft hvað drifkúllan rúmar
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 16:57
frá -Hjalti-
Prufaðu þessa síðu
Www.google.com þarna færðu svör við öllum heimsins spurningum :)
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 17:10
frá gaz69m
-Hjalti- wrote:Prufaðu þessa síðu
http://Www.google.com þarna færðu svör við öllum heimsins spurningum :)
ég er nú að setja spurningar hér inn á af því að google svarar ekki því sem mig vantar
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 17:53
frá Þorri
það fer eftir því á hvernig hásingum þeir eru. Willys er hóra þegar kemur að íhlutum og eigendur þeirra hafa verið duglegir að ýta undir það.
Það eru mjög fáir Willysar hér á landi sem eru með meira orginal en hvalbakinn og kannski smá huta af grindinni.
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 17:58
frá gaz69m
Þorri wrote:það fer eftir því á hvernig hásingum þeir eru. Willys er hóra þegar kemur að íhlutum og eigendur þeirra hafa verið duglegir að ýta undir það.
Það eru mjög fáir Willysar hér á landi sem eru með meira orginal en hvalbakinn og kannski smá huta af grindinni.
þá er ég að spá í orginal hásingar , en jeppamenskan er nú líka svolitið svoleiðis að menn setja það undir og ofaní sem þeim þykir best
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 18:13
frá gaz69m
er komin með upplýsingar og þarf núna bara að koma höndum yfir afturköggul úr cj7 bíl elsta bílnum 76 modelinu
sama var í wagoner ef ég skildi vitringin sem ég talaði við rétt
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 18:26
frá Þorri
Eins og sagð þá er willyshóra hvað varðar íhluti sem þýðir að þeir komu með í gegnum tíðina margar tegundir af hásingum.
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 18:33
frá jeepcj7
Orginal kemur willys með dana 44 að aftan frá upphafi til 1976 en eftir það koma þeir með amc 20 hásingu að aftan til 1986.
1987 kemur wrangler og hann er með dana 35 aftan og er enn að ég held.
Reyndar komu allra fyrstu willysarnir með dana 41 aftan stundum fljótandi eitthvað með það að gera hvort þetta voru her eða landbúnaðarjeppar ekki sniðugt dót sem erfitt er að fá hluti í.
Fyrstu framhásingarnar voru dana 25 lokuð liðhús/spindillegur og svo ca.1955 koma þeir með dana 27 lokuð liðhús/spindillegur líka og eru með þá hásingu alveg til ca.1972-3 þá koma þeir með dana 30 opin liðhús/spindilkúlur og eru með þá framhásingu til 1986.
Wranglerinn kemur svo með dana 30 framhásingu sem er gjörólík willyshásingunni með yfirliggjandi pinjón minnir mig stærri liðhús og unit bearing legubúnaði og engar driflokur (líkt og cherokee)
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 20:17
frá gaz69m
þetta er úr cj7 sem væri framleiddur 1976 . sama og einhverjum af wagonerbílunum sagði hásingaföndrarin
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 20:19
frá Stebbi
gaz69m wrote:þetta er úr cj7 sem væri framleiddur 1976 . sama og einhverjum af wagonerbílunum sagði hásingaföndrarin
Það er Dana 44
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 20:20
frá StefánDal
Umræðan er alltaf af hinu góða en það er í alvörunni ekki erfitt að fá svör við öllum þínum spurningum á google.com.
http://lmgtfy.com/?q=Jeep+CJ7+rear+axles
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 20:22
frá gaz69m
ok takk fyrir það stebbi . þá vantar mig dana 44 drif að aftan í smá láni og líklega til kaups ef plan a gengur ekki upp þá er dana 44 drif plan b
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 21:25
frá jeepcj7
Willys cj5,cj7,cj8 kom ekki með dana afturhásingu eftir 1976 bara amc 20 sem er með 8 3/4 drif og 29 rillu öxla.
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 19.jan 2012, 23:59
frá gaz69m
ok þá er ég jafn týndur , málið í raun snýst um það að erfitt er að finna aftur drifið í hásinguna undan rússajeppanum mínum
maður mér málkunugur seigist hafa sett aftur drif úr cj7 bíl í hásinguna á rússajeppanum sínum hann fékk sterkara drif en hélt rússa hásingunum , ég vil halda hásingunum en drifin er ég til í að skipta um ef ég finn ekki orginal rússadrif , þar sem ég er að sigla milli þess að eiga smá jeppa og að gera upp útlitslega orginal rússajeppa , og að reyna að finna útúr þessu hvort að dana 44 eða hvaða drif hann var í raun með .
Re: vantar upplýsingar um willys drif 1950-1990
Posted: 20.jan 2012, 00:23
frá StefánDal
Það yrði líklega langeinfaldast að skipta komplett um hásingar. Ég get látið þig hafa dana44 og dana30 undan CJ7 fyrir mjög lítið.