Síða 1 af 1

Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.sep 2011, 14:23
frá AgnarBen
Góðan dag,
hefur einhver sett framgorma undan Grand Cherokee V8 (eru væntanlega burðarmeiri) í XJ til að fá stífari fjöðrun ? Passa þeir ekki örugglega á milli ? Giska á að XJ orginal gormarnir standi í kringum 33-35 cm undir bílnum án þess að hafa mælt það en kannski ca 45 cm án álags.

Ef einhver á svona gorma upp í hillu hjá sér sem ég get fengið fyrir slikk þá endilega senda á mig línu.

kv / Agnar
agnarben@hotmail.com

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.sep 2011, 14:59
frá Gummi Árna
það passar ekki enn ég á framgorma undan v8 sem þú mátt fá fyrir 5000þús svo á ég fína gorma undan 97 grand sem eru eins og nýjir

kv Gummi 6976713

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.sep 2011, 15:04
frá Kiddi
Á nýja prógressíva gorma. Kiddi S: 869-7544.

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.sep 2011, 16:12
frá AgnarBen
Gummi Árna wrote:það passar ekki enn ég á framgorma undan v8 sem þú mátt fá fyrir 5000þús svo á ég fína gorma undan 97 grand sem eru eins og nýjir

kv Gummi 6976713


Svo ég skilji þig rétt, þá ertu að segja að gormar undar V8 grand passi ekki í XJ ?

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.sep 2011, 16:35
frá Gummi Árna
það fer eftir árgerð. það sem ég var að meina er að gormar undan 99-04 v8 grand eru ekki með þrengingu að ofan, þeir eru alveg hringlaga
enn ef þú ert að tala um V8 grand 98 og eldra þá ætti það að passa. þeir hafa þrengingu að ofan eftir því sem ég veit best

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 10.des 2011, 19:59
frá Freyr
Framgormarnir sem voru í mínum XJ standa 43 cm álagslausir, voru 28-29 cm undir honum ef ég man rétt, Moog gormarnir eru 31 cm minnir mig undir honum og eru 45-46 cm álagslausir.

Þekki einn sem prófaði framgorma úr v8 grand í '91 xj og þeir voru mýkri en orginal gormarnir sem kom mjög á óvart. Gormarnir passa á milli xj, allra árgerða og grand '98 og eldri.

Freyr

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 10.des 2011, 20:16
frá Kiddi
Það er einmitt nokkuð magnað hvað þetta sex sílindra akkeri er þungt :-) Það er alls ekki ólíklegt að sexan sé þyngri en 318.

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 10.des 2011, 20:18
frá HaffiTopp
Það eru væntanlega demparar undir þessum bílum líka, sama hvor þetta heiti 318 eða 4lítra ;) XJ eða Grand hehe.
Gætu haft sitt að segja með virknina í samspili með gormunum. Vonandi eru menn að fatta hvað ég á við.
Kv. Haffi

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 10.des 2011, 20:40
frá Kiddi
.

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 10.des 2011, 22:58
frá Freyr
Þó sexan sé hugsanlega þyngri vél en 318 (grand gormarnir komu úr v8 bíl) er grandinn samt yfir 300 kg. þyngri bíll.

Kv. Freyr

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 00:16
frá AgnarBen
Er búinn að panta mér Moog CC782 progressíva gorma af EBAY og eru þeir á leiðnni til landsins - verður gaman að prófa þá í stað orginal gormanna, þeir ættu að gefa mér smá hækkun að framan sem er allt í lagi og að vonandi hverfur þá þessi samsláttur hjá mér að mestu ! Ef ekki þá þarf ég að fara að skoða dempara líka :)

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 00:43
frá Elmar Þór
Hver er þvermálið svona gormum, veit það einhver ?

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 01:04
frá Freyr
Utanmálið er tæplega 13,5 cm og innanmálið er 10,2 cm. Þvermálið á stálteininum sjálfum er 15 mm.

Kv. Freyr

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 01:05
frá Freyr
Agnar, hver er hækkunin að framan hjá þér í dag?

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 01:12
frá Elmar Þór
Takk fyrir það :)

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 11.des 2011, 21:53
frá AgnarBen
Freyr wrote:Agnar, hver er hækkunin að framan hjá þér í dag?


Total hækkun er 13 cm - gormasæti hækkað 10 cm og svo 3 cm kubbur ofan á gormunum. Ég setti lengri samsláttarpúða sem eru framleiddir í Gúmmísteypunni í Grafarvogi, eru þeir ekki kallaðir Benz púðar.

Heldur þú að ég lendi nokkuð í vandræðum með orginal demparana Freyr, að þeir þoli ekki sundursláttinn ? Ég hef svo sem alltaf möguleikann á því að minnka hækkunina ofan á gormunum ef þetta verður of mikil hækkun með nýju gormunum.

Re: Gormar undan Grand V8 í XJ

Posted: 12.des 2011, 00:20
frá Freyr
AgnarBen wrote:
Freyr wrote:Agnar, hver er hækkunin að framan hjá þér í dag?


Total hækkun er 13 cm - gormasæti hækkað 10 cm og svo 3 cm kubbur ofan á gormunum. Ég setti lengri samsláttarpúða sem eru framleiddir í Gúmmísteypunni í Grafarvogi, eru þeir ekki kallaðir Benz púðar.

Heldur þú að ég lendi nokkuð í vandræðum með orginal demparana Freyr, að þeir þoli ekki sundursláttinn ? Ég hef svo sem alltaf möguleikann á því að minnka hækkunina ofan á gormunum ef þetta verður of mikil hækkun með nýju gormunum.


Mig minnir að gormasætin að framan séu færð upp um 8 cm, svo eru 3 cm klossar + Moog gormarnir. Minnir að Moog hafi hækkað hann um 2-3 cm svo heildarhækkunin er þá um 13 cm. Eftir að ég er búinn með afturfjöðrunina hjá mér geri ég ráð fyrir því að hækka hann um 1 eða jafnvel 2 cm að framan til að auka aðeins samfjöðrunina, hann er helst til lágur hjá mér þegar tveir sitja í honum og 60 l. tunnan er framaná.

Í sambandi við demparana hjá þér þá eru þeir of mjúkir bæði að framan og aftan, sérstaklega eftir að Moog fara í hann. En ekki örvænta því ég er með lausnina fyrir þig, þú kaupir af mér demparana sem koma úr mínum við breytingarnar ;-) Að framan er ég með KONI 30-1348 sem eru stillanlegir gasdemparar og að aftan eru gasdemparar frá Garbriel. Þetta sett hefur virkað mjög vel hjá mér en að sjálfsögðu þarf að skipta út afturdempurunum vegna gormana og vegna aukinnar þyngdar á framhásingu vil ég einnig stífari dempara þar. Þú getur fengið demparana lánaða og prófað hvernig þér líkar við þá. Svo ræður þú hvort þú kaupir þá af mér eða skilar dempurunum. Þessir demparar passa beint í orginal festingar og þú getur fengið afturdemparana strax en þarf aðeins að skoða með framdemparana.

Vertu í bandi ef þú hefur áhuga

Kv. Freyr