Síða 1 af 1
Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 07.sep 2011, 22:55
frá AgnarBen
Góða kvöldið
Er með Cherokee XJ ´95 sem sýnir óeðlilega lága hleðslu, yfirleitt er hann rétt undir 14V og það ber aðeins á því að hann sé óreglulegur í ganginum en hann startar fínt þó hann sé ekki alveg jafn sprækur og áður.
Hvað giska menn á að sé að ?
Getur verið að útleiðsla valdi þessu eða er þetta kannski bara þetta klassíska, bilaður alternator ?
Ég hef ekki trú á að rafgeymirinn sé að gefa sig (á eftir að mæla hann) og mér sýnist á googlinu að spennustillirinn gefi sig sjaldan í þessum bílum.
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 07.sep 2011, 23:04
frá Izan
Sæll
Ég væri ekki að fara á taugum yfir alterantor ef þú mælir 13,6-13,8V. Ég er ekkert hrifinn af því að þeir hlaði nein ósköp meira en þetta, þó að margir alternetorar geri það.
Ef alternatorinn hækkar spennuna úr 12V í eitthvað yfir 13,3V myndi ég halda að hann væri í lagi, að því gefnu að ekkert annað bendi til þess að hann sé að gefa sig. Ef spennan er ekki hærri en 13,5V gæti verið að það sé mikið álag á honum en til að fullprófa þetta þarf aðeins að gefa bílnum, láta hann ganga á 1500 snúningum á meðan þú mælir.
Ef það er óreglulegur gangur í bílnum myndi ég ekki tengja það við bilun í alternator frekar en kraftleysi. Helvíti mætti hann ganga undir miklu álagi til að draga niður í vélinni.
Fyrstu merki um að alternator bili þannig að hann hlaði ekki er rafmagnsleysi og það er fljótt að gerast með starti og ljósanotkun.
Hvaða spennu mælirðu með bílinn í gangi á 1500 snúningum?
Kv Jón Garðar
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 07.sep 2011, 23:14
frá Stjáni Blái
Hvað hleður hann mikið núna ?
Jókst hleðslan einhvað áður en hann fór að láta svona (klassískt dæmi um að regulatorinn sé farinn)
Ég átti svona Cherokee Jeppa, að vísu með renix vélatölvu/loomi eitt skiptið fór hann að láta óeðlilega, hleðslumælirinn fór að flökta, þá var mér bent á að yfirfara allar jarðtengingar og þá sérstaklega þá sem fer frá hvabak og undir hedd pinnbolta aftast á vélinni. Þetta vandamál var hinsvegar úr sögunni þegar ég skipti um rótor í alternatornum.
Þeir í Rafstillingu ættu að eiga varahluti í alternatorinn. Ásamt því að veita toppþjónustu, get ekki annað en mælt með þeim.
Gangi þér vel.
Kv.
Stjáni
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 08.sep 2011, 08:26
frá AgnarBen
sælir
Takk fyrir góð svör.
Í morgun eftir að ég startaði honum þá sýndi mælirinn yfir 14V hleðslu og hélt því til að byrja með. Þegar ég kom svo í vinnuna (12 km akstur) þá var hann kominn undir 14V eins og hann er búinn að vera í allt sumar.
Ég hef ekki lent í neinum rafmagnsvandræðum og allt virkar eðlilega nema að hann er aðeins latari í startinu en hann var áður (reyndar fannst mér hann góður í morgun). Ég er farinn að hallast að spennustillinum.
Það var kannski fullmikið hjá mér að segja að hægagangurinn sé óreglulegur, það er meira svona eins og hann tifi aðeins upp og niður og kemur það þessu líklega ekkert við.
Ég læt vita þegar ég er búinn að spennumæla hann nákvæmlega með mæli.
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 09.sep 2011, 08:49
frá AgnarBen
Jæja, lét mæla geyminn í morgun, hann er í lagi og alternatorinn hleður fínt, mældist 14,4V á meðan mælirinn inn í bíl sýndi rétt undir 14V. Niðurstaðan er því að mælirinn sé einfaldlega rangur, get ekki séð neina aðra ástæðu. Takk fyrir góð svör samt.
kv / Agnar
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 11:14
frá AgnarBen
Ég er ennþá að velta vöngum yfir alternatornum, það dregur verulega niður í spennunni á þegar ég er kominn í snjó og á fjöll og mér finnst einnig draga aðeins niður spennunni þegar það er mjög blautt úti en það er þessu kannski alveg ótengt. Væntanlega dregur niður í kerfinu á fjöllum með aukinni tækjanotkun þannig að ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi að stækka alternatorinn. Veit einhver hvað er stór Alternator í honum, er það 90 amp ?
NB. ég hef ekki lent í neinum miklu rafmagnsvandræðum ennþá, ég næ að starta á morgnanna á skála og allt í góðu en þegar dregur svona niður í spennunni þá verða td rúðuþurrkur slappar, er ekki alveg sáttur við þetta.
Er hægt að stækka org alternatorinn eða verð ég fá mér replacement, veit að það hægt að koma 136A alternator úr V8 Dakota í með smá breytingum en ég myndi kjósa að stækka bara minn ef það er hægt ! Þarf svo ekki líka að svera víra með svona breytingu.
Hvað segið þið snillingarnir sem hafið vit á bílarafmagni :)
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 11:54
frá Izan
Sæll
Mér dettur bara í hug hvort það sé ekki bara kominn tími á nýja viftureim.
Auðvitað getur eitthvað í þessum dúr verið að gerast en mér finnst það skrýtið að þetta sé ekki viðvarandi vandamál ef eitthvað er í ólagi á annað borð, virkar mv þessar lýsingar á mig eins og alternatorinn sé að feila á raka og vatni. Einangrun á statorspólum o.s.frv. kemur þá til greina.
Þú talaðir um að spennumælirinn inní bíl sé að sýna þér þetta og þá dettur mér í hug hvernig hann er tengdur, hvort það sé ekki bara eitthvað tengt við hann sem tekur straum og veldur spennufalli í vírnum. Þú þarft að vera viss um að mælingin sé rétt með alvöru mæli og átta þig á hversu mikið spennan er að falla, hvort hún fari langt viður o.s.frv.
Kv Jón Garðar
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 13:19
frá Freyr
Ég man nú ekki nákvæmlega amperin sem alternatorinn á að hlaða hjá þér, en ég er nokkuð viss um að það sé hærri tala en í t.d. 80 cruiser og eldri patrolum = meira en nóg ef hann er í lagi. Fyrst þú ert ekki 100% sáttur myndi ég kippa honum úr og fara með hann í PG þjónustuna í yfirferð, þeir eru mikklu ódýrari en Rafstilling og þræta ekki fyrir það þegar þeir gera mistök eða selja gallaða vöru heldur eru bara mjög sanngjarnir.
Freyr
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 13:29
frá jeepson
Sæll. Ég átti cherokee Xj á 38" einusinni. þrælskemtilegir bílar og virkavel. Hinsvegar var þetta altaf svona hjá mér líka með þennan blessaða mælir. Og mér fanst altaf eins og vélin snérist ekki nógu hratt í starti. En altaf fór hann í gang. Svo ég keyrði kanski í hálftíma ljóslaus þannig að hann ætti að vera búinn að hlaða þokkalega. En hann datt altaf niður. Við mældum hleðsluna á honum, En ég bara man ekki hvernig hún kom út. Enda 5 ár síðan að ég seldi bílinn. En allavega að þá virtist þetta bara eiga að vera svona miðað við þau svör sem að ég fékk frá sérfræðingum.
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 14:33
frá DABBI SIG
AgnarBen wrote:... það dregur verulega niður í spennunni á þegar ég er kominn í snjó og á fjöll og mér finnst einnig draga aðeins niður spennunni þegar það er mjög blautt úti en það er þessu kannski alveg ótengt. Væntanlega dregur niður í kerfinu á fjöllum með aukinni tækjanotkun þannig að ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi að stækka alternatorinn...
NB. ég hef ekki lent í neinum miklu rafmagnsvandræðum ennþá, ég næ að starta á morgnanna á skála og allt í góðu en þegar dregur svona niður í spennunni þá verða td rúðuþurrkur slappar, er ekki alveg sáttur við þetta.
Hef einmitt séð svipaða hluti í bílnum hjá mér sem er með orginal spennumæli í mælaborðinu, hef aðeins velt þessu fyrir mér en það hefur aldrei verið neitt rafmagnsvesen með þennan bíl, þ.e. startar fínt í öllum veðrum og frosti og aldrei misst niður geymana eða álíka þrátt fyrir töluverða notkun.
Ég tók eftir því um daginn að volt talan var orðin frekar lág þegar ég var með útvarp, talstöð, xenonkastara, loftlæsingu og lág ljós í gangi í snjó, svo hækkaði hún örlítið ef ég slökkti á einhverju af draslinu. Sömuleiðis tek ég eftir því að í miklu frosti við fyrsta start á morgnana þá virðist spennumælirinn rísa úr 0 og fer mjög hátt, ca 15V eða álíka rétt eftir að bíllinn fer í gang en eftir smá keyrslu fer hann svo að leiðrétta sig og hangir í ca. 13V.
Getur ekki bara verið að þessir mælar séu það ónákvæmir að það sé varla hægt að marka þá svona nokkur Volt til eða frá?
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 19:57
frá AgnarBen
Viftureimin er nýleg þannig að ekki er það málið held ég og þetta er góður punktur hjá þér Freyr að ef hann er 90A þá ætti það að duga, ég man ekki betur en td Patrol sé með 60 eða 70A, amk ekki hærri en 90A og aldrei var ég neinum vandræðum með minn gamla.
Á fjöllum þá er hann alltaf miklu lægri en hérna í bænum en það er eins og áður sagði væntanlega út af allri tækjanotkuninni. Ég er farinn að hafa það fyrir vana að slökkva bara á aðalljósunum á fjöllum en þá er hann all miklu hressari. Mælirinn er ekki alveg réttur en ég held að þetta sé ekki bara það, ég merki það greinilega á þurrkunum að það vantar kraft þegar hann lækkar svona.
Ég er farinn að hallast að því að taka alternatorinn úr og láta kíkja á hann.
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 20:28
frá HaffiTopp
Er geymirinn ekki bara farinn að slappast eða geymasamböndin já eða þá aðaljarðsambandið (kapallinn) sem kemur beint frá mínuspól á geyminum orðið laust eða lélegt vegna einangrunar eða elli. Segir sig líka sjálft að á fjöllum er kannski meiri kuldi/frost en í þéttbýlri siðmenningunni og það gengur hraðar á rafmagn í frosti heldur en hlýju, eins og flestir vita.
Kv. Haffi
Re: Lág hleðsla á Cherokee XJ
Posted: 15.jan 2012, 20:49
frá AgnarBen
HaffiTopp wrote:Er geymirinn ekki bara farinn að slappast eða geymasamböndin já eða þá aðaljarðsambandið (kapallinn) sem kemur beint frá mínuspól á geyminum orðið laust eða lélegt vegna einangrunar eða elli. Segir sig líka sjálft að á fjöllum er kannski meiri kuldi/frost en í þéttbýlri siðmenningunni og það gengur hraðar á rafmagn í frosti heldur en hlýju, eins og flestir vita.
Kv. Haffi
Já allt góðar hugmyndir en ég er búinn að hreinsa geymafestingar, láta mæla geyminn (hann mældist í lagi hjá Skorra í haust en þó ekki eins og nýr) og svera upp jarðsamband úr mínuspól í boddý. Það sem ég er ekki búinn að gera er að skoða loom-ið frá geyminum í alternator-inn. Fer væntanlega í það ef ég tek alternator-inn úr.