Cherokee breyting - myndir og texti

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 02.feb 2010, 01:43

Er að setja '97 XJ Cherokee á 38" dekk. Það eru myndir með skýringartexta á facebook sem eru opnar öllum og hér er linkur inn á þær. ATHUGIÐ, þið þurfið ekki að vera skráðir á Facebook til að skoða þessar myndir, eru opnar öllum.


http://www.facebook.com/album.php?aid=5 ... fb39a7fd05


Freyr
Síðast breytt af Freyr þann 12.sep 2010, 00:40, breytt 7 sinnum samtals.



User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá ofursuzuki » 02.feb 2010, 11:34

Þetta er bara glæsilegt hjá þér, ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir þessum bílum og álitið að þeir væru góðir til breytinga.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá jeepson » 04.feb 2010, 18:56

Þeir eru sérstaklega góðir uppá léttleikan og aflið. Ég átti 90 árgerð af svona XJ bíl með 4L vél. og skiptingu. Hann var með 4:88 hlutföllum og diskalæstur að aftan. Hann var skráður 1660kg á 38" samkævmt skráningavottorðinu. Þetta var ótrúlega skemtilegur og sprækur bíll.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 05.feb 2010, 00:41

Það er einmitt málið, þessir jeppar henta mjög vel til breytinga. Eru léttir, aflmiklir, góð skipting, óvenju lágt lágadrif, hátt undir þá því þeir eru ekki á sjálfstæðri grind o.fl. Hef átt Nokkra jeppa: Óbreyttan Explorer, 2 x 38" XJ cherokee, 33" Xj cherokee, 38" S-10 blazer, 38" patrol og er núna aftur kominn á Cherokee. Þeir hafa komið lang best út hjá mér þegar á heildina er litið.

Freyr

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Ingaling » 10.feb 2010, 23:39

Það virkar ekki linkurinn hjá þér Freyr. Ég var einmitt að fjárfesta mér í 91' XJ sem ég ætla að breyta fyrir 38". Væri gaman að geta kíkt á verkefnið hjá þér.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 11.feb 2010, 00:21

Nú? Virkar þegar ég smelli á slóðina......... Annars geturðu líka bara farið á Facebook og leitað að "Freyr Þórsson", þá finnurðu þetta.

Kveðja Freyr

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Ingaling » 11.feb 2010, 08:18

Það gæti verið að þú sért með það stillt þannig að það geta ekki allir skoðað albúmið.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá gislisveri » 11.feb 2010, 10:48

Minni á að það er hægt að upphala myndum í þráðinn sem viðhengi, þær eru sjálfkrafa minnkaðar í heppilega stærð ef þörf krefur.
Gísli

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 12.feb 2010, 00:08

í "album privacy" er ég með stillt á "everyone", þarf ég að opna fyrir aðganginn á einhvern annann hátt líka?

Ég reyndi að setja inn myndir hérna með "IMG" takkanum (IMG)slóð á mynd.is (IMG) en það gekk ekki. Afsakið tölvufötlunina hjá mér en er einhver til í að útskýra þetta fyrir mér? Ég prófaði að copy-a bæði slóðina sem er í leitarstrengnum efst og líka slóðina sem kemur með því að hægrismella á mynd og fara í properties...........

Freyr

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Ingaling » 12.feb 2010, 11:25

Ég adda þér bara og þá reddast þetta... :)
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Snæland
Innlegg: 66
Skráður: 21.feb 2010, 17:41
Fullt nafn: Þorsteinn Rafn H. Snæland

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Snæland » 05.mar 2010, 22:31

Flottur bíll hjá þér og gaman að skoða myndirnar.
Ég átti einn svona á 37" sem að var einfaldlega frábær. Núna er ég hins vega á Cj5 og sárvantar læsingar. Ég sá hjá þér að þú ætlaðir eða ætlir að setja torsen læsingar í hann og langar endilega að heyra reynslusögur af þeirri læsingu, sérstaklega fyrir stutta bíla eins og Cherokee og Willys.

Ég lenti nú nokkrum sinnum í kröppum dansi á þjóðveginum þegar diskalæsingin í cherokee-inum fór loksins að virka á verstu stöðum og maður horfði út um hliðargluggann til að sjá hvert maður stefndi ;) Vil helst ekki lenda í því á Cj5 sem að er enn þá styttri en Cherokee-inn.


Kv, Þorsteinn Snæland

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Stebbi » 08.mar 2010, 19:51

This content is currently unavailable

Þetta er það sem ég fæ ef ég nota linkinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


ago
Innlegg: 25
Skráður: 31.mar 2010, 22:48
Fullt nafn: Arnar G. Ólason

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá ago » 31.mar 2010, 23:08

Línkurinn virkar ekki. Er hægt að sjá myndir og texta annarstaðar? Væri alveg til í að sjá þessar breytingar.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 04.apr 2010, 18:36

Prófið að fara á Facebook og leitið að "Freyr Þórsson". Í "album privacy" er ég með stillt á "everyone" á öllum albúmum svo þetta á að vera öllum opið. Getur annars einhver bent mér á hvað gæti verið að (er enginn tölvusnillingur)???

Freyr

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Hansi » 04.apr 2010, 19:43

Held menn þurfi að vera vinir þínir á fésinu til að geta skoðað albúmið

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 04.apr 2010, 22:32

Þó ég sé með stillt á "everyone" í "album privacy" ?????????

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Hansi » 05.apr 2010, 11:33

Ég allavega leitaði að Freyr Þórson og það kom upp einn og ekki var í boði að skoða neinar myndir því miður, veit ekki meir, kann ekkert of vel á fésið....


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Eiríkur Örn » 05.apr 2010, 12:21

Það er nú bara nóg fyrir mig að smella á linkinn þá fer ég beint inná myndaalbúmin hans Freys, einnig ef ég fer á Fésið og leita af honum þá er minnsta málið að skoða albúmin hans.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Einar » 05.apr 2010, 12:47

Held að þú fáir ekki neinn aðgang nema að vera skráður inn sjálfur, Facebook er ekki sérlega góð þegar kemur að því að deila myndum.

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Hansi » 05.apr 2010, 13:34

Þetta kemur ef ég smelli beint á linkinn.
Þetta efni er óaðgengilegt núna

Það er ekki hægt að birta síðuna sem þú baðst um eins og er. Það má vera að hún sé tímabundið óaðgengileg, Það má vera að tengillinn sem þú smelltir á sé útrunninn, eða það má vera að þú hafir ekki leyfi til að skoða þessa síðu.

Og svo þetta ef ég leita af honum.
Freyr Þórsson

Fleiri auglýsingar
Freyr deilir aðeins hluta af persónuupplýsingum sínum með öllum. Ef þú þekkir Freyr, sendu honum skilaboð eða bættu honum við sem vini.

Og er ég innskráður í báðum tilvikum.

Svona er það nú bara, Eiríkur eruð þið Freyr ekki bara partur af sömu viðbót eða eitthvað slíkt sem gefur þér aðgang að myndunum hans.

Jæja, ég get allavega ekki skoðað breytingarnar.
Kv, Hans

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá ofursuzuki » 05.apr 2010, 14:28

Facebook er ekki sérlega góð til að deila út myndum, betra að nota síður eins og http://photobucket.com/,
http://imageshack.us/eða http://tinypic.com/ til að nota myndir inn á spjallsíður eins og þessa.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Kiddi » 05.apr 2010, 15:19

Eiríkur er vinur minn á Facebook og ég er vinur Freys á Facebook þannig að það gæti verið skýring á hvers vegna Eiríkur getur séð myndirnar!
Ég nota Picasa til að setja myndir á netið og get alveg mælt með því, einfalt og þægilegt og kostar ekki neitt þar til maður fer upp í 1GB minnir mig!

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Einar » 05.apr 2010, 15:37

Picasa Web Albums http://www.picasaweb.com er mjög góð til að deila myndum. Síðan er í eigu Google, pláss upp á 1GB frítt og án allra kvaða engin takmörkun á stærð mynda eða magni á dag eins og á mörgum svona síðum. Ef 1GB dugar ekki er hægt að kaupa meira pláss fyrir einhverja smáaura. Innskráning með Gmail.


Púkinn1
Innlegg: 18
Skráður: 03.aug 2010, 23:45
Fullt nafn: Ingvar Hermannsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Púkinn1 » 08.sep 2010, 23:04

Á ekkert að sýna neinar myndir af þessum brytingum hérna á vefnum? það virkar ekki linkurinn þegar eg smelli á hann........og enginn freyr þórsson finnanlegur á facebook heldur.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá AgnarBen » 10.sep 2010, 22:14

Linkurinn í fyrsta þræðinum virkar fínt hjá mér og þá fer ég einmitt inn á myndasíðuna hjá Frey Þórssyni á Facebook. Það er eitthvað annað að klikka hjá þér en linkurinn :-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

hringir
Innlegg: 77
Skráður: 14.mar 2010, 22:17
Fullt nafn: Ingi Ragnarsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá hringir » 10.sep 2010, 23:09

Ef þú opnar myndaalbúmið, þá er linkur neðst niðri sem er fínn til að deila myndum, þá þarf fólk ekki að vera með facebook til að skoða þær og albúmið má þá líka vera stillt bara fyrir vini.
__________________________________________________
Musso 2000 árg, 2,9 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá jeepson » 11.sep 2010, 10:32

Ég er í sama vesen með linkinn. og finn ekki Freyr Þórsson heldur á fésinu. En endilega. skeltu inn myndum hingað á spjallið. Félagi minn var að kaupa sér cherokee limited xj bíl. á 35". Djöfull er manni farið að langa í svona bíl aftur :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 12.sep 2010, 00:34

"Share this album with anyone by sending them this public link:" Fann þetta eftir ábendingu frá "hringir"

http://www.facebook.com/album.php?aid=5 ... fb39a7fd05

Endilega prófið þennan link og látið mig vita ef þetta vrkar ekki. Ég Prófaði að skrá mig út á Facebook en samt virkaði þessi linkur svo hann ætti að vera öllum opinn, þarf ekki að vera skráður notandi á Facebook til að sjá myndirnar.

Freyr


villi
Innlegg: 445
Skráður: 01.feb 2010, 00:55
Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
Bíltegund: Ford F250 7.3
Staðsetning: patreksfjörður

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá villi » 12.sep 2010, 01:00

Virkar fínt núna. Flottar myndir og reffilegur bíll hjá þér

Kv Villi

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 12.sep 2010, 01:05

Takk fyrir það

Hér eru svo myndir af honum í snjó síðasta vetur:

http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... mId=271403

Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá jeepson » 12.sep 2010, 13:34

Ef þú skyldi einhverntíman verða leiður á honum og ákveða að selja hann. Væriru þá nokkuð til í að setja mig á bið listann yfir þá sem vilja kaupa hann. Ekki væri verra ef að ég myndi vera fyrstur á listanum :D En svona án djóks þá er þetta svakalega flott hjá þér. Hvert skipti sem að ég sé svona bíl þá langar mig altaf aftur í xj cherokee á 38" :) kanski ég fari og grafi upp gamla minn og athugi hvort að hann sé en lifandi :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 12.sep 2010, 14:30

Þessi verður ekki seldur á næstunni, það er alveg á hreinu ;-)

Í mínum huga eru haustin minnst spennandi árstíminn til ferðalaga svo þá er tími aðgerða. Þessa dagana er ég að breyta stýrisganginum. Lét rennismið öfugkóna liðhúsið hm. og setja lausan stýrisenda á þann enda stangarinnar. Þá kemur endinn ofaní liðhúsið hm. og minnkar það mikið brotið sem er á stýrisendunum. Kostirnir við þetta eru nokkrir: Minna álag og slit á stýrisendum, minni breyting á hjólabili (inn/útskeifni) við fjöðrun og þ.a.l. ætti veggrip að aukast. Einnig er ég að athuga með að setja í hann AC dælu.

Á dagskrá er síðan að athuga með að setja stýfu til að styrkja stýrismaskínuna, betrumbæta blaðfjöðrunina að aftan eða jafnvel smíða gormafjöðrun með A-stýfu, smíða brakket undir 30l. bensíntunnu framaná bílinn o.fl. smálegt.

Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá jeepson » 12.sep 2010, 15:57

Þetta hljómar alt vel hjá þér. Greinilegt að þessi cherokee fær eðal dekur :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 02.okt 2010, 22:50

Var að setja inn myndir af breytingum á stýrisgangi og þverstýfu.

Næst á dagskrá er að setja inn myndir af "uppgerð" á úrbræddri AC dælu ásamt loftkút o.fl.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee breyting - myndir og texti

Postfrá Freyr » 27.jan 2011, 00:22

Nýjar myndir komnar inn:

Nýir framgormar
SYE kit í millikassa
AC dæla + loftkerfi


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir