Síða 1 af 1

Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 06.mar 2011, 16:27
frá danni79
Er með Jeep GJ árg 95, hann er með sídrifs kassanum og hann fer að þvinga sig í beygjum þegar ég er búin að keyra í smá stund. Menn segja að þetta sé sílikon kúpplingin og hún er frekar dýr. Er einhver með góða ódýra lausn á þessu? Á ég að fara í aðra tegund af kassa eða finna eins kassa úr gömlum bíl?
kv. Danni

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 06.mar 2011, 17:13
frá Einar
Úr því að þetta er sídrifs kassi fyrir 1996 þá myndi ég hugleiða annan kassa, fyrir þá árgerð var þessi kassi með þann leiðinda galla að hann læsti ekki milli fram og aftur hjóla í lágadrifinu og gat þess vegna gefið eftir þegar mest á reyndi, það var lagað frá og með árgerð 1996. Og já þetta lýsir sér eins og silikon kúplingin sé biluð, vökvinn er orðin ónýtur og hættur að gefa eftir (sem náttúrulega læknar þetta lágadrifs vandamál ef út í það er farið :) )

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 06.mar 2011, 19:00
frá danni79
Takk fyrir svarið, annað eru kassarnir að passa á milli, hvað þarf ég að hafa í huga, þarf að skipta einhverju öðru út ef ég fer í annan kassa?

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 06.mar 2011, 23:15
frá Stebbi
Hann þarf að vera 23 rillu og með jafn langan inputöxul.

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 07.mar 2011, 03:35
frá jeepcj7
249 og 231 smella á milli jafn gamalla bíla allavega,231 er sá sterkasti sem er í boði,242 er skemmtilegastur er með sídrif extra.

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 22.apr 2011, 23:31
frá Ingaling
finna NP-242 kassa úr '91 eða yngri XJ, ætti að passa beint uppá skiptinguna allavega, man ekki hvort þú lendir í veseni með drifskaftið, en það er aldrei stórt vandamál...

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 24.apr 2011, 01:03
frá Gulli J
242 er skemmtilegasti kassinn en viðkvæmastur, var að henda mínum úr eftir vesen 2x.

Varðandi þessar sílikon kúplingar þá fara þær oft með tímanum en talaðu við Kidda í síma 699 0011 hann kann ráð til að laga þær og gerir það fyrir lítið og brot af því sem ný kostar og notaðu sama kassan áfram.

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 24.apr 2011, 13:22
frá Sævar Örn
Hæhæ, ertu viss um að þetta sé millikassinn sem þvingar? Hef tvisvar fengið bíla í vinnuna með þessa sjúkdómsgreiningu en fundist eitthvað bogið við þetta, tekið framskaftið úr og prufukeyrt en þeir eru áfram jafn þvingaðir, í ljós kemur í báðum skiptum að vökvakúpling fyrir læsingu í afturdrifi er föst og eða ónýt.

Re: Gran Cherokee millikassa vandamál

Posted: 24.apr 2011, 15:13
frá Kiddi
Grand Cherokee '95 er ekki með vökvakúplingu fyrir læsingu í afturdrifi, sá búnaður kemur ekki fyrr en '99.