Er með Jeep GJ árg 95, hann er með sídrifs kassanum og hann fer að þvinga sig í beygjum þegar ég er búin að keyra í smá stund. Menn segja að þetta sé sílikon kúpplingin og hún er frekar dýr. Er einhver með góða ódýra lausn á þessu? Á ég að fara í aðra tegund af kassa eða finna eins kassa úr gömlum bíl?
kv. Danni
Gran Cherokee millikassa vandamál
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
Úr því að þetta er sídrifs kassi fyrir 1996 þá myndi ég hugleiða annan kassa, fyrir þá árgerð var þessi kassi með þann leiðinda galla að hann læsti ekki milli fram og aftur hjóla í lágadrifinu og gat þess vegna gefið eftir þegar mest á reyndi, það var lagað frá og með árgerð 1996. Og já þetta lýsir sér eins og silikon kúplingin sé biluð, vökvinn er orðin ónýtur og hættur að gefa eftir (sem náttúrulega læknar þetta lágadrifs vandamál ef út í það er farið :) )
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 8
- Skráður: 06.mar 2011, 16:09
- Fullt nafn: Daníel Thoroddsen Jónsson
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
Takk fyrir svarið, annað eru kassarnir að passa á milli, hvað þarf ég að hafa í huga, þarf að skipta einhverju öðru út ef ég fer í annan kassa?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
Hann þarf að vera 23 rillu og með jafn langan inputöxul.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
249 og 231 smella á milli jafn gamalla bíla allavega,231 er sá sterkasti sem er í boði,242 er skemmtilegastur er með sídrif extra.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 01.feb 2010, 18:45
- Fullt nafn: Ingi Björnsson
- Bíltegund: Toyota LC90
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
finna NP-242 kassa úr '91 eða yngri XJ, ætti að passa beint uppá skiptinguna allavega, man ekki hvort þú lendir í veseni með drifskaftið, en það er aldrei stórt vandamál...
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
242 er skemmtilegasti kassinn en viðkvæmastur, var að henda mínum úr eftir vesen 2x.
Varðandi þessar sílikon kúplingar þá fara þær oft með tímanum en talaðu við Kidda í síma 699 0011 hann kann ráð til að laga þær og gerir það fyrir lítið og brot af því sem ný kostar og notaðu sama kassan áfram.
Varðandi þessar sílikon kúplingar þá fara þær oft með tímanum en talaðu við Kidda í síma 699 0011 hann kann ráð til að laga þær og gerir það fyrir lítið og brot af því sem ný kostar og notaðu sama kassan áfram.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
Hæhæ, ertu viss um að þetta sé millikassinn sem þvingar? Hef tvisvar fengið bíla í vinnuna með þessa sjúkdómsgreiningu en fundist eitthvað bogið við þetta, tekið framskaftið úr og prufukeyrt en þeir eru áfram jafn þvingaðir, í ljós kemur í báðum skiptum að vökvakúpling fyrir læsingu í afturdrifi er föst og eða ónýt.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Gran Cherokee millikassa vandamál
Grand Cherokee '95 er ekki með vökvakúplingu fyrir læsingu í afturdrifi, sá búnaður kemur ekki fyrr en '99.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir