Síða 1 af 1
Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 06.feb 2011, 20:37
frá pottaplanta
það birtist allt í einu check engine ljós í mælaborðinu. en samt gengur bíllinn eðlilega ( grand cherokee limited 2001 )
ég verð væntanlega að láta plögga hann í tölvu til að sjá hvað er að ég er að spá hvert ég ætti að fara með hann
Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 06.feb 2011, 20:49
frá Hordursa
Talaðu við Guttana í mosó, þeir eru mjög góðir í þessu
Bílaverkstæði Guðvarðar og Kjartans Sími: 566 6257
Flugumýri 16c - 270 Mosfellsbæ
kv Hörður
Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 06.feb 2011, 21:39
frá juddi
Ég get lesið þennan bíl

Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 06.feb 2011, 21:41
frá Ofsi
Þetta ljós var væntanlega gult viðvörunarljós, sem er mjööööög algengt að komi einmitt í Cherokee og margar árgerðir þeirra. Ef þú villt endilega eyða peningum í tölvulestur þá ferð þú og lætur plögga honum inn og færð allavega villumeldingar og skiptir um hitt og þetta. PS hef reynsluna eftir að gula ljósið var að pirra mig. Þessar ráðstafanir dugðu oft aðeins fyrir horn. Þú getur líka tekið plúsinn af rafgeyminum og þá hverfur villumeldingin (og kannski alveg þó hún sé ekki núlluð út í tölvu). Þú getur farið í Bíljöfur í Kópavogi, þeir eru með einskonar drive in þar. Kv Ofsi
Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 07.feb 2011, 19:40
frá Stebbi
Þú getur líka svissað af og á bílinn 4-5 sinnum og þá gefur hann þér villukóðan í mælaborðinu. Þarft að svissa á milli on og acc ekki alla leið aftur á off.
Óþarfi að vera borga fyrir eitthvað sem er ókeypis.
Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 22.apr 2011, 23:27
frá Ingaling
það er líka bara ágætt að kíkja á Kjartan og láta hann lesa út úr villkóðanum, sjá hvað vandamálið sé í staðin fyrir að hunsa það. Bíllin gæti td aukið eyðsluna ofl. og ekki viljum við borga olífélögunum meir en við þurfum...
Re: Hver er með þjónustuverkstæði fyrir jeep
Posted: 22.apr 2011, 23:49
frá jeepcj7
Ég mæli með Kjartani hann segir þér bara hvað er að.