Síða 1 af 1

Chips í cherokee

Posted: 12.mar 2016, 22:56
frá emilth
Sælir herramenn, enn er nýji Cherokee eigandinn að spá og pæla!

Er með 2004 4,7 L Grand eðalvagn sem er með litlum metanbúnaði líka, eeeen ég er að spá hvort að menn hafi prófað að kaupa einhverja kubba í þessa bíla sem eru að laga eyðslu og jafnvel vinna betur úr aflinu sem að mér reyndar dettur ekki í hug að kvarta yfir!

En endilega deilið visku ykkar og reynslu hérna

kv.
Emil Þ.

Re: Chips í cherokee

Posted: 12.mar 2016, 23:27
frá emilth
Eeeeeða hvort að menn hafi prófað að láta endurforrita þessa bíla í gegnum OBD2

Re: Chips í cherokee

Posted: 08.jan 2017, 09:25
frá Laredo
Sælir
Sé að það sé fátt um svör við spurningu þinni .... en ég ætlaði að fara að spyrja sömu spurningar.

Ertu búinn að fá þér kubb?
Ég talaði við mann sem setti kupp í fólksbíl (gamla Toyotu) og tengdi við app í símanum gegnum bluetooth. Fékk þar allar villumedlingar og með rétta appinu (sem kostar meira eftir þvi sem mikið maður getur fiktað meira) gat hann eitthvað átt við kveikjuhraða og bensín blönduna.

Ég ætla mögulega að panta mér kubb í WJ-inn minn (4,7) og skal setja hér inn reynslu mína þega búinn.

Re: Chips í cherokee

Posted: 08.jan 2017, 13:35
frá Atttto
sælir

Ég keypti mér þessa tölvu https://www.summitracing.com/int/parts/ ... /make/jeep

hægt að nota til að bilanagreina og velja forrit (power, tourqe, fuel economy ofl.) mjög ánægður með hana og notað helling.
svo veit ég að menn hafa verið að kaupa diablo tölvur til að hressa vel uppá hestöflin ef það er það sem þið eruð að leita af.

kv. Atli Þ

Re: Chips í cherokee

Posted: 13.jan 2017, 19:54
frá eirikuringi
Kvöldið herramenn.

Ég keypti mér svona aliexpress android Útvarp í minn WJ. Ég tók með því bakkmyndavél og svona obd2 Bluetooth kubb til að lesa af honum. Það allt virkar fínt til að lesa af honum. Svo er ég þ með superchips tölvu forritara með 3 möppum fyrir bílinn, tow, economy og performance. Hef bara prufað performance mappið. Mér fannst bíllinn verða meira responsive, en ekkert sem maður hætti ekki að taka eftir um leið.