Síða 1 af 1

stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 31.jan 2011, 21:53
frá pottaplanta
ég er með grand cherokee limited 2001 og málið er að hann er rosalega laus í stýri. leitar mikið til vinstri en vill stundum
rjúka yfir til hægri semsagt á voðalega erfitt með að halda beinni aksturslínu. ef þið getið komið með uppástungu hvað getur
verið að valda þessu væri það vel þegið

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 31.jan 2011, 22:25
frá juddi
Hjólastilling ekki rétt

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 31.jan 2011, 23:33
frá Kalli
Stýrisdemparinn slappur...

Kalli

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 01.feb 2011, 06:06
frá danfox
Auka spindilhalla kannski ?.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 01.feb 2011, 06:44
frá arntor
ef tetta er óbreyttur bíll hjá honum tá á hann nú ekki ad finna mikid fyrir tví í beinum akstri tótt ad stýrisdempari sé ónýtur, og ef bíllinn hefur byrjad svona allt í einu, tá er sennilega ordid slit í einhverju, t.d stýrisendum. allavega er einn af mínum bílum svona eins og hann talar um, rásar hressilega haegri vinstri. tad er ordid slit í innri stýrisenda haegra megin á honum.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 01.feb 2011, 07:07
frá peturin
Líklega þarftu að láta hjólastilla. Eru dekkinn að framan jafnt slitinn ef ekki þá er einhver skekkja þar.
Þetta er alla vega byrjun, vinna svo út frá því.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 01.feb 2011, 13:24
frá jeepcj7
Vírslitin dekk eða hjólastilling.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 01.feb 2011, 14:11
frá JonHrafn
Hiluxinn hjá okkur lét svona þegar það var farið að losna upp á öðru liðhúsinu.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 03.feb 2011, 07:46
frá Hfsd037
Luxinn hjá mér hagaði sér líka svona, en það var vegna þess að hann var algjörlega vanhjólastilltur og útskeifur eins og gleið belja á slæmu skítasvelli!
ég skipti um allar fóðringar í klöfum og lét nýja stýrisenda í og hjólastillti hann upp á nýtt..
hann varð allur annar eftir það

ég skýt á illa ónýta stýrisenda sem beina dekkjunum út, eða klafafóðringar!
þeas ef það eru klafar undir cherokee, veit ekkert um cherokee

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 03.feb 2011, 08:31
frá snöfli
Farðu með bílinn í hjólastillingu t.d. Hjólastillingar ehf. Hamarshöfða 6 s. 587 4955. Hann segir þér ef eitthvað er slitið þannig að þú getur skipt sjálfur og komið með bílinn síðar (eða látið hann skipta fyrir þig). Kostar ekki handleg og fót ef maður skiptir um hlutina sjálfur.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 03.feb 2011, 08:39
frá Tómas Þröstur
Ég myndi prófa að skifta um dekk ef möguleiki er á því.

Re: stýrið að gera mig brjálaðan

Posted: 03.feb 2011, 13:40
frá Rbon
Ath líka trakkbar stöngina,(bogna stöngin sem liggur frá grind vm niðrí hásingu hm)
ef efri endinn er orðinnn slitinn rásar hann til hægri/vinstri.Þar til hann hrekkur og það er ekki gott.
Gangi þér vel.
kv.SÞL