Dráttarkrókar að framan á ZJ


Höfundur þráðar
gustiflyg
Innlegg: 18
Skráður: 13.des 2011, 19:20
Fullt nafn: Ágúst Ingi Flygenring

Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá gustiflyg » 15.feb 2015, 12:21

Sælir félagar.

Ég þarf að útbúa hjá mér einhverskonar dráttarkróka eða beisli framan á grandinn hjá mér og var að spá hvernig menn hafa verið að gera þetta?

Er best að kaupa bara króka frá ameríkuhreppi eða eru einhverjir hérna heima sem eru með svona?

Hvernig hafa menn verið að gera þetta á 38"+ breyttu bílunum?

Sá þetta video á youtube en er ekki allveg að treysta styrknum á unibodiinu
https://www.youtube.com/watch?v=m5zJ0ehFGvs
er einhvað vit í þessu?

Væri gaman að fá svör frá mönnum sem hafa gert þettað áður
Með fyrirfram þökk



User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá scweppes » 15.feb 2015, 13:31

Ætli það sé nú ekki bara lang algengast að menn séu með prófílbeisli frá Briddebilt/Prófílstál http://ja.is/profilstal-bridde-bilt/ amk. á 35-38" bílum og uppúr.

Þá getur þú notað það fyrir dráttarlykkju, brúsastatíf, spil og flest sem hugurinn girnist.

Sést kannski ekkert geðveikt vel en þetta er bara svo flott mynd, tekin undir Heiðarhorni í norðanverðri Skarðsheiðinni.

grand_heidarhorn.JPG
grand_heidarhorn.JPG (90.36 KiB) Viewed 4723 times


Guðmann Jónasson
Innlegg: 58
Skráður: 10.mar 2012, 11:05
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Bíltegund: Musso

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá Guðmann Jónasson » 15.feb 2015, 13:53

Sæll.
Unibody-ið er furðu sterkt, hinsvegar bognar þetta flatjárn eins og ekkert sé ef það kemur eitthvað hliðar átak á það þ.e. ef boltarnir rífa sig ekki í gegnum unibodyið.
Ég hefði tengt flatjárnin saman með prófíl (t.d. 40x40x3 )rétt innan við plastið til að fá smá styrk í þetta og sett brettaskinnur undir boltana unibodys megin :)

kv.
Guðmann

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá Freyr » 15.feb 2015, 14:30

Sæll

Smíðaði þetta dráttarbeisli framaná XJ cherokee, smíðaði annað sambærilegt seinna framaná ZJ grand cherokee. Þetta dreifir álaginu á stórt svæði í bílnum sem gerir það sterkt. Stíft og sterkt dráttarbeisli sem boltast með fáum boltum á lítinn flöt úr þunnu efni er til þess fallið að valda sprungumyndun með tilheyrandi vandamálum seinna meir.

Image

Image


Höfundur þráðar
gustiflyg
Innlegg: 18
Skráður: 13.des 2011, 19:20
Fullt nafn: Ágúst Ingi Flygenring

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá gustiflyg » 15.feb 2015, 16:32

Takk fyrir góð svör.

Ég var búinn að spá í einhverju svipuðu eins og þú Freyr en það kom smá stopp á mig þegar ég sá að vatnskassa bitinn boltast þarna á. Er ekkert vandamál að síkka hann niður um einhvern sentimeter til að koma flatjárninu á milli?

Hvar er best að fá efni í svona smíði og smíðaðiru sjálfur endastútinn fyrir krókinn neðst á beislinu?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá Freyr » 15.feb 2015, 18:28

Sæll

Á Grandinum tók ég gamla demparafóðringu og sagaði þunnar sneiðar af henni til að bæta við ofaná vatnskassabitann til að mæta síkkuninni. Er með 5 mm flatjárn þarna ef ég man rétt. Stútinn smíða ég sjálfur já.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá Hjörturinn » 15.feb 2015, 22:15

Færð efnið bara í GA eða svipuðum búllum.

En mikið svakalega er þetta hnausþykkt flatjárn þarna í myndbandinu! boltarnir lööööngu farnir í tvennt áður en þetta svo mikið sem fer í þriggjastafa spennutölur.
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
gustiflyg
Innlegg: 18
Skráður: 13.des 2011, 19:20
Fullt nafn: Ágúst Ingi Flygenring

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Postfrá gustiflyg » 15.feb 2015, 22:41

Takk fyrir snillingar.

Núna fer maður að mæla og pæla og svo bara smíða :)

Leist ekkert á hvernig þeir gerðu þetta í videoinu, var eiginlega hræddur um að þetta myndi bara rífa allt í spað að framan, það er ekki nema millimeters járn þar sem hann boltaði þettað í.


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir