Síða 1 af 1

byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 21:30
frá laredo95
Sælir, er með minn fyrsta jeppa, eða grand cherokee jeep laredo 95 árgerð, 4.0 lítra 6 cylendra Línu mótor.
Langar að gera hann að "alvöru jeppa".
Er ný búinn að setja hann á 31".
Eruði með einhverjar hugmyndir um hvaða breytingar ég ætti að gera til að komast almennilegar jeppa slóðir?

Og líka hvort ég þurfi að skipta um hlutföll eða eitthvað eftir að ég setti stærri dekk undir hann?
Heyrði líka að ég þyrfti að breyta stillingum á mælunum eftir að ég setti 31" undir hann, hraða og kílómetra mælinum, er eitthvað til í því?

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 22:37
frá Potlus
Ég er með minn Grand á 33" í jepperíi. Hann er á Ca.1-2tommu klossum. Hann rekst utaní, hér og þar en hlutföllin sleppa...ekkert pæla í hlutföllum fyrr en í 35-38" en þá mæli ég með 4.56. 32 komast léttilega undir með 1-2tommu klossum.
Ertu að pæla í stærri breytingum...35-44" ?

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 22:46
frá laredo95
Er ekki að pæla í stærri dekkjum í bili, kannski að upphækka hann um eitthvað, veit ekki hversu mikið, bara þannig hann verði ekki fáránlegur..
og setja einhverja kastara, ekki klár á því hvernig kastara maður á að fá sér samt..
og græja loftinntakið svo maður geti nú keyrt yfir einhverja polla.
Þurftir þú að breyta mælunum eitthvað hjá þér?

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 23:38
frá Óttar
Sæll minn var á 38" og 4.56 einhverjir hafa verið að nota 4.88 sem ég held að virki betur en mælirinn var alveg réttur á 4.56 ég held að málið sé að hann sé tengdur í millikassan svo hann er réttur ef þú setur lægri hlutföll í samræmi við dekkjastærð. En þetta eru snildar bílar á 38"

Kv Óttar

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 23:42
frá laredo95
Okei, ætla bara að spyrja eins og hálfviti í staðin fyrir að þykjast vita um hvað ég er að tala, hvað eru hlutföll, og hvað gera þau? :s

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 12.feb 2015, 23:58
frá jeepcj7
Fín byrjun að skoða þetta og svo bara að googla meira.
https://www.youtube.com/watch?v=K4JhruinbWc

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 13.feb 2015, 00:13
frá Gulli J
Ég var með fyrsta grandinn minn á 31" og hann var upphækkaður um 1", ég fór út um allt á honum, allar sumarferðir og fullt af haustferðum, norður fyrir Hofs og Langjökul og víðar. Láttu það nægja til að byrja með, passaðu loftinntakið hjá þér.
Það munar svo litlu á hraðamælir að þú skalt bera hann við Gps og það er nóg fyrir þig að vita skekkjuna til að vera ekki tekinn fyrir of hraðan akstur.
Ég rak minn örugglega 100x eða oftar upp undir en það var bara járn og grjót sem skipti ekki neinu, oftast voru það demparafestingarnar sem náðu niður fyrir afturhásinguna sem rákust í grjót.

Það er fínnt að kíkja inn á utivist.is ef þú villt fara í góða jeppaferð í sumar.

Njóttu bílsins og gangi þér vel að jeppast.

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 13.feb 2015, 00:17
frá laredo95
Takk fyrir þessi svör, hvernig mæliru með því að hafa loftinntakið? Og hvað áttu við að bera hann við gps til að vita skekkjuna?

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 13.feb 2015, 23:37
frá Gulli J
Þú ekur bílnum á td. 100km hraða miðað við gps og sérð hvað hraðamælirinn hjá þér sýnir, þá sérðu skekkjuna mjög auðveldlega og getur fært hana í prósentur.

Ég setti oft grisju eða sokk upp á loftinntakið þar sem það var inn á vélina þegar ég fór yfir ár, passa bara að það nái ekki að sogast inn um loftinntakið.

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 14.feb 2015, 02:43
frá laredo95
Takk fyrir þetta, tjekka á þessu.
Var að setja hann á 31" , varð mjög hissa því dekkin rekast slatta í í beygjum :/
Hef alltaf heyrt að 31" eigi að sleppa án þess að upphækka bílinn..

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 14.feb 2015, 13:03
frá jeepson
laredo95 wrote:Takk fyrir þetta, tjekka á þessu.
Var að setja hann á 31" , varð mjög hissa því dekkin rekast slatta í í beygjum :/
Hef alltaf heyrt að 31" eigi að sleppa án þess að upphækka bílinn..


Auðvitað sleppa þau án þess að hækka. En sennilega hefur engin sagt þér að þú gætir þurft að skera pínu úr brettunum.

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 14.feb 2015, 13:30
frá Óttar
laredo95 wrote:Takk fyrir þetta, tjekka á þessu.
Var að setja hann á 31" , varð mjög hissa því dekkin rekast slatta í í beygjum :/
Hef alltaf heyrt að 31" eigi að sleppa án þess að upphækka bílinn..


Minn var á 31" þegar ég fékk hann og 30-50mm klossum sem komu undir gorma. tiltörlega einfalt að breyta honum þannig, kom bara vel út. Það gæti verið að málmsteypan hella ætti svona klossa. mæli með því frekar en að skera úr

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 14.feb 2015, 20:32
frá jeepcj7
Að setja klossa undir gorma lagar eitt og sér ekki að dekkin rekist í við fjöðrun það bara seinkar vandamálinu,nema að samsláttarpúðar séu færðir niður til jafns við hækkunina.

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 14.feb 2015, 21:49
frá Kiddi
Óttar wrote:
laredo95 wrote:Takk fyrir þetta, tjekka á þessu.
Var að setja hann á 31" , varð mjög hissa því dekkin rekast slatta í í beygjum :/
Hef alltaf heyrt að 31" eigi að sleppa án þess að upphækka bílinn..


Minn var á 31" þegar ég fékk hann og 30-50mm klossum sem komu undir gorma. tiltörlega einfalt að breyta honum þannig, kom bara vel út. Það gæti verið að málmsteypan hella ætti svona klossa. mæli með því frekar en að skera úr


Ég er með svona bíl óupphækkaðan á 31" og þau rekast fyrst og fremst í ballansstöngina en hvergi í bretti, kannski rétt sleikja plastið. Í raun finnst mér nartið það ómerkilegt að ég ætla ekki að gera neitt í því nema kannski lengja í stýrisstoppinu á hásingunni.

Re: byrjenda spurning um breytingar á cherokee

Posted: 15.feb 2015, 20:12
frá laredo95
mér sýnist þau ekki rekast í neitt nema plastið hjá mér, og þá bara í beygjum.