Síða 1 af 1
Hlutföll í Cherokee 2,5 bensín
Posted: 14.des 2014, 22:49
frá akandi
Blessaðir, ég er með 1997, 2,5 Bensín Cherokee sem er hækkaður fyrir 38" en er á 35" dekkjum en það hefur aldrei verið skipt um hlutföll (eru semsagt original hlutföllin í honum) og ég var því að velta fyrir mér hvaða hlutföll ég ætti að kaupa til að fá sem bestu afköstin og svo til að lækka örlítið bensín kostnaðinn.
Re: Hlutföll í Cherokee 2,5 bensín
Posted: 14.des 2014, 23:00
frá AgnarBen
Ég er með 4.56 í XJ á 39,5" og er sáttur en er reyndar með 4.0 vélina sem er talsvert aflmeiri. Lægstu hlutföll sem þú færð í D30R framdrifið eru 4.88, þau eru aðeins veikari en gefa að sama skapi örlítið meiri niðurgírun.
Re: Hlutföll í Cherokee 2,5 bensín
Posted: 15.des 2014, 01:06
frá akandi
Hvað er bíllinn hjá þér að eyða sirka ?
Re: Hlutföll í Cherokee 2,5 bensín
Posted: 15.des 2014, 23:36
frá AgnarBen
Cherokee eyðir engu bensíni en notar alveg heilmikið af því ;-) Hef bara mælt hann á 39,5" Irok:
Í bænum er það 20+
Langkeyrsla er það 14+
Á fjöllum er það svipað og hjá 44" díseltrukkunum