Hæhó.
Hvað er fólk að skipta þétt um glussa á sjálfskiptingunni? Ég er með Grand Cherokee 2001 með ítölsku dísilvélinni. Sé í smurbókinni að síðast var skipt eftir 18.500 en núna er ég kominn í 27.000. Ég er sumsé nýbúinn að kaupa bílinn.
Skipti á sjálfskiptingu
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Skipti á sjálfskiptingu
Mèr var ràdlagt ad skipta à 50.000 km fresti à benzanum (àrg 2000 E320 4matic), thad er einhver ràndyr olìa à honum, en thad er lìka bara hægt ad skipta um helminginn skilst mèr thvì thad er ekki tappi à converternum à thessari àrgerd
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Skipti á sjálfskiptingu
Ég hef staðið í þeirri meiningu að 50.000 sé sirka max líftími á sjálfskiptivökva. Ef hann hitnar við álag t.d. í þungu færi, fellihýsadrætti og slíku má að öllum líkindum deila með pí (3.1415) í þá tölu til að vera ekki að skemma skiptinguna með hálf brunnum vökva og fullum af jukki úr kúplingunum.
Ég hef fundið fyrir því að heimilis Yarisinn fer að skipta sér einhvern veginn óheppilega þegar nálgast 50.000 sem lagast um leið og maður skiptir. Þó að það sé rassmottudolla er ekki óliklegt að bílar séu hannaðir í svipaða tíðni, svo skiptir líka máli sá tími sem vökvinn er heitur og í notkun, olíur brotna niður og missa smureiginleikana í hita og álagi.
Ég hef fundið fyrir því að heimilis Yarisinn fer að skipta sér einhvern veginn óheppilega þegar nálgast 50.000 sem lagast um leið og maður skiptir. Þó að það sé rassmottudolla er ekki óliklegt að bílar séu hannaðir í svipaða tíðni, svo skiptir líka máli sá tími sem vökvinn er heitur og í notkun, olíur brotna niður og missa smureiginleikana í hita og álagi.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir