Síða 1 af 1
Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 27.júl 2014, 19:49
frá storlax
Sælir
Er að spá í að kaupa Cherokee árgerð 2000-2003, jafnvel eldri.
Hvaða vél mæla menn með? Er önnur sem bilar meira en hin?
Er þetta rétt skilið hjá mér að 4,0 L býður upp á 2WD en 4,7 L verður alltaf sídrif?
Þakka fyrir fram fyrir allar ráðleggingar
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 27.júl 2014, 22:26
frá Óttar
Ég átti grand 2001 4,7 ekki ho og mjög skemtileg vél en varðandi sídrif þá held ég að það sé laredo sem er með select track kassann, tengist ekki vélini. Ég held að sá kassi sé algert möst í 38" bíl þar sem framdrifið snuðar í háa drifinu í sídrifs kassanum
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 27.júl 2014, 22:43
frá storlax
Takk fyrir það...
Er ekki með breytan bíl í huga svo sem.
Kannski að eyðslan verði minni ef það er möguleiki að hafa hann í 2WD??
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 28.júl 2014, 00:01
frá Óttar
Án þess að vita það þá held ég að það skipti ekki miklu máli þar sem hann snýr framdrifinu hvort sem er í 2wd
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 28.júl 2014, 21:01
frá Stebbi
Taka 4.7 bíl hiklaust, lítill sem engin munur á eyðslu og bilanatíðni er alls ekki í hærri kantinum miðað við það sem gengur og gerist á öðrum bílum þetta gömlum. Passa bara upp á að það hafi verið regluleg olíuskipti og þá ætti allt að vera í lagi.
Sídrifs bílarnir eru flestir með læsingu í fram og afturdrifi ef þeir eru V8.
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 31.júl 2014, 09:50
frá Atttto
Óttar wrote:Án þess að vita það þá held ég að það skipti ekki miklu máli þar sem hann snýr framdrifinu hvort sem er í 2wd
Eg er með 2003 bíl 4,7 með select trac kassa og hann snýr ekki framdrifinu í 2wd en framdrifið var að svíkja í 4wd hvort sem það var í part time eða full time (en bara í miklu átaki )alveg þangað til að ég skifti um framhásingu.
og ég mæli hiklaust með 4,7 bílunum þrælskemmtilegur bíll.
Kv. Atli Þ
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 31.júl 2014, 18:14
frá storlax
Eitthvað sérstakt sem þarf að athuga við kaup á svoleiðis bíl?? Hedd eða slikt? Smurbók væntanlega....
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 31.júl 2014, 18:15
frá storlax
Atttto wrote:Óttar wrote:Án þess að vita það þá held ég að það skipti ekki miklu máli þar sem hann snýr framdrifinu hvort sem er í 2wd
Eg er með 2003 bíl 4,7 með select trac kassa og hann snýr ekki framdrifinu í 2wd en framdrifið var að svíkja í 4wd hvort sem það var í part time eða full time (en bara í miklu átaki )alveg þangað til að ég skifti um framhásingu.
og ég mæli hiklaust með 4,7 bílunum þrælskemmtilegur bíll.
Kv. Atli Þ
Þannig að að þínu mati skiptir engu hvort sé valið LAREDO eða LIMITED??
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 31.júl 2014, 20:31
frá Stebbi
Limited bíll klárlega, tuskusætin eru mun verri sæti að sitja í en rafmagns-leðursætin í Limted bílnum, svo færðu líka Dual miðstöð og betri græjur.
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 31.júl 2014, 23:17
frá Atttto
storlax wrote:Atttto wrote:Óttar wrote:Án þess að vita það þá held ég að það skipti ekki miklu máli þar sem hann snýr framdrifinu hvort sem er í 2wd
Eg er með 2003 bíl 4,7 með select trac kassa og hann snýr ekki framdrifinu í 2wd en framdrifið var að svíkja í 4wd hvort sem það var í part time eða full time (en bara í miklu átaki )alveg þangað til að ég skifti um framhásingu.
og ég mæli hiklaust með 4,7 bílunum þrælskemmtilegur bíll.
Kv. Atli Þ
Þannig að að þínu mati skiptir engu hvort sé valið LAREDO eða LIMITED??
select track kassinn á ekki að snúa framdrifinu í 2wd alveg sama hvort það er í laredo eða limited
en leðrið finnst mér betra en tauið. svo að limited bíllinn er líka flottari að innan.
að öðru leiti get ég ekki séð að það skifti máli hvor bíllinn er tekinn bilanalega séð, nema klárlega væri overland skemmtilegur kostur. og þá með 4,7HO vélinni
Kv. Atli Þ
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 01.aug 2014, 22:27
frá Stebbi
Hann snýr framdrifinu í vegna þess að það eru ekki driflokur á bílnum en það hefur sáralítið að segja í eyðslu þar sem svona eðalvagnar fara sérlega vel með dropann miðað við hvaðan þeir eru ættaðir.
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 02.aug 2014, 13:02
frá Atttto
Er það ekki bara svoleiðis þegar hann er í 4wd, því ég batt upp drifskaftið hja mér í breytingunum og fór út að prufa og ekki sleit það spottann. en nú spyr bara sá sem ekki veit, en það sem ég hef lesið um þetta skildi ég svoleiðis
og eg vona að þrað eigandinn fyrirgefi okkur þessa umræðu
kv.Atli þ
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 02.aug 2014, 18:59
frá storlax
Allt í góðu!
Er búinn að fá meira og minna allar basic upplýsingar sem mig vantaði.... ;-)
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 03.aug 2014, 02:18
frá Atttto
varðandi bilanir á þessum bílum þá er það eina sem ég hef lent í það eru spíssar, en stykkið af þeim kostuðu 32 dollara stykkið á summit.
sem mér finnst vera lítið á bíl sem ég hef átt í 2 ár,
kv. Atli þ.
.
Posted: 04.aug 2014, 10:35
frá Kalli
.
Re: Cherokee 2000-2003. 4,0 eða 4.7 L vél?
Posted: 04.aug 2014, 22:05
frá Lada
Kalli wrote:Hvað er 4,7 bíll að eyða sirka ?
Ég var að spyrja vin minn að þessu sem átti 2000 árgerð af Grand Cherokee með 4.7 í ca. þrjú ár og hélt bókhald yfir alla eyðslu hjá sér. Meðaltals eyðsla yfir árið hjá honum var um 16 lítrar.
að öðru leiti get ég ekki séð að það skifti máli hvor bíllinn er tekinn bilanalega séð, nema klárlega væri overland skemmtilegur kostur. og þá með 4,7HO vélinni
Þegar ég var að velta fyrir mér kaupum á svona bílum talaði ég við mér mikið vitrari menn. Þeir voru allir sammála um að 266 hestafla vélin væru varasöm kaup.
Kv.
Ásgeir