Það hversu vinsælir þessir bílar eru í bandaríkjunum gerir aðallega þrennt að verkum.
1. Allar mögulegar bilanir er hægt að gúggla eða posta í facebook group og menn virkilega leggja sig fram við að finna út með þér hvað er að.
S.s. ógrynni af upplýsingum um algengustu bilanirnar og í flestum tilfellum hafa ótal margir aðrir lent í þessu og geta hjálpað þér gegnum internetið að finna út hvað er að
2. Varahlutir/aukahlutir eru til frá 1001 framleiðanda í mörgum útfærslum og oftar en ekki alveg hræ ódýrir m.v. gæði.
3. Það er til DIY youtube vídjó fyrir hverja skrúfu og hvern bolta í bílnum, t.d. á ég einn sem að sætið brotnaði í (algeng bilun í Grand Cherokee WJ) og ég fann DIY tutorial um hvað væri að og hvernig ætti að laga, tók mig 15 mínútur með þessu tutorial og 0 isk í tilkostnað.
https://www.facebook.com/groups/wjjeeps/?fref=ts - hérna eru aðal nördarnir saman komnir á facebook grúppu um WJ Grand Cherokee
http://www.wjjeeps.com/ - Síða með öllum partanúmerum og mikið af diy tutorials.
http://www.jeepsunlimited.com/forums/content.php mjög gott forum með Jeep
http://www.jeepforum.com/forum/f310/Margir segja að þetta séu eyðsluhákar en það sem mín reynsla er af Diesel jeppum og öðrum jeppum þá virðist eyðslan vera svipuð.
Kringum 12 í utanbæjarakstri en margir diesel jeppar eru líka í kringum 14 innanbæjar og sumir slaga upp í hærri tölur og þar er Jeep í 17 l/100km.
Svo virðist rekstarkostnaður á þessum tækjum vera frekar lítill, s.s. ekki mikið pikkelsi. Þ.a. hver ekinn kílómetri er ekki jafn dýr þótt bensínið sé drukkið.