Síða 1 af 1

Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 29.maí 2014, 22:56
frá emmibe
Sælir, nú finns mér að annar hver breyttur bíll í vetur sé Cherokee og þá hellst með stórum vélum. Væri fróðlegt að vita af hverju menn eru að velja þennan bíl. Eru Jeep að koma vel út rekstrarlega og eru varahlutir á skaplegu verði í þá?
Pláss og þægindi?

Kv. Elmar

Re: Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 29.maí 2014, 23:12
frá jeepcj7
Skýringin er einföld það stendur á þeim JEEP ;O) en annars er erfitt að finna betur búinn bíl til breytinga léttur,gott pláss,vel búinn,góður aðbúnaður,fallegir,hásingar framan og aftan,gott verð og úrval af varahlutum.
Það er alveg hægt að halda lengri tölu um ágætið en alveg þarflaust.

Re: Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 29.maí 2014, 23:26
frá Kiddi
Sterkir miðað við þyngd vegna þess að grindin er sambyggð boddyinu, fáanlegir með aflmiklum vélum m.v. þyngd (vélarskipti eru vesen og enda aldrei eins vel heppnuð og það að hafa vélina í bílnum frá upphafi), og ódýrir. Varahlutir eru líka ekki sérlega dýrir og það er minna viðhald á bensín bíl en dísel (nú verð ég skotinn hressilega í kaf)

Re: Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 30.maí 2014, 00:01
frá Rodeo
Alltaf þótt þeir bæði þröngir og þyrstir, en ef það er eitthvað sem hægt er að lifa við þarf að skipta um mun minna af kraminu en mörgum öðrum til að vera kominn með fjallajeppa.

Re: Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 30.maí 2014, 09:44
frá Hjörturinn
Fyrir mitt leyti þá var það þyngdin, hvað það er mikið til af þessum bílum og mikið aftermarket support frá USA

En þetta aftermarket support skyldi aldrei vanmetið, persónulega vill ég bara bíla sem eru vinsælir í USA því þá er svo lítið mál að fá hlutföll, læsingar osfrv.

Getur til dæmis borið saman jeep og nissan, held þú fáir hlutföll og læsingar í jeep á sama verði og bara hlutföll í patrol.

Re: Af hverju að velja Cherokee?

Posted: 01.jún 2014, 15:15
frá demi
Það hversu vinsælir þessir bílar eru í bandaríkjunum gerir aðallega þrennt að verkum.

1. Allar mögulegar bilanir er hægt að gúggla eða posta í facebook group og menn virkilega leggja sig fram við að finna út með þér hvað er að.
S.s. ógrynni af upplýsingum um algengustu bilanirnar og í flestum tilfellum hafa ótal margir aðrir lent í þessu og geta hjálpað þér gegnum internetið að finna út hvað er að

2. Varahlutir/aukahlutir eru til frá 1001 framleiðanda í mörgum útfærslum og oftar en ekki alveg hræ ódýrir m.v. gæði.

3. Það er til DIY youtube vídjó fyrir hverja skrúfu og hvern bolta í bílnum, t.d. á ég einn sem að sætið brotnaði í (algeng bilun í Grand Cherokee WJ) og ég fann DIY tutorial um hvað væri að og hvernig ætti að laga, tók mig 15 mínútur með þessu tutorial og 0 isk í tilkostnað.

https://www.facebook.com/groups/wjjeeps/?fref=ts - hérna eru aðal nördarnir saman komnir á facebook grúppu um WJ Grand Cherokee

http://www.wjjeeps.com/ - Síða með öllum partanúmerum og mikið af diy tutorials.

http://www.jeepsunlimited.com/forums/content.php mjög gott forum með Jeep

http://www.jeepforum.com/forum/f310/

Margir segja að þetta séu eyðsluhákar en það sem mín reynsla er af Diesel jeppum og öðrum jeppum þá virðist eyðslan vera svipuð.

Kringum 12 í utanbæjarakstri en margir diesel jeppar eru líka í kringum 14 innanbæjar og sumir slaga upp í hærri tölur og þar er Jeep í 17 l/100km.

Svo virðist rekstarkostnaður á þessum tækjum vera frekar lítill, s.s. ekki mikið pikkelsi. Þ.a. hver ekinn kílómetri er ekki jafn dýr þótt bensínið sé drukkið.