Síða 1 af 1

stýristúpur í xj

Posted: 23.mar 2014, 16:18
frá phoenix
Sælir, ég er með tvo xj sem ég er að raða saman í einn, annarsvega 88 limited og hinsvegar 96.

limited bíllinn er með mikið fínni innréttingu sem ég hafði hugsað mér að færa að mestu yfir en þar á meðal er stýristúpan og stýrið því mér finnst bara gamla stýrið og mjóa túpan mikið fallegri en loftpúðahlunkurinn í yngri bílnum.

Ég veit að túpan sjálf sem slík á að boltast beint á milli en er að velta fyrir mér hversu mikið mögulegt vesen það verður að tengja rafmagnið á milli og langaði að vita hvort einhver hérna hefði gert eitthvað svipað og hvernig viðkomandi hefði snúið sér í því