Síða 1 af 1

Part time / Full Time

Posted: 19.feb 2014, 19:29
frá rattatti
Eru menn að nota part time í snjóakstri ?

Re: Part time / Full Time

Posted: 19.feb 2014, 19:41
frá Stebbi
Þú ert væntanlega að tala um Full-time sem er sídrif, Part-time er venjulegt fjórhjóladrif í Jeep. Það er mjög gott að keyra í sídrifinu (Full-time í jeep og 4h í pajero) í snjó og sleipu þar sem það er engin þvingun í drifbúnaðinum. Mér fannst mjög gott að nota þetta í hliðarhalla þegar var sleipt, þá minkuðu líkurnar á því að hann spólaði á afturdekkinu sem allur þunginn hvíldi á. Þetta er líka algjör snilld á malarvegum á sumrin og í léttu skaki.

Re: Part time / Full Time

Posted: 19.feb 2014, 20:46
frá rattatti
Ég er að tala um part time reyndar.. hef ekkert notað það og mig langaði að vita hvort menn væru eitthvað að keyra í því í snjó. Eins langaði mig að fá að vita muninn á part time og full time, hvað væri að gerast i millikassanum.

Re: Part time / Full Time

Posted: 19.feb 2014, 21:38
frá Stebbi
Ef þetta er NP242 úr Jeep þá er Full-time með ca. 40/60 splitt í millikassanum í gegnum vökvakúplingu. Part-time er læstur millikassi, semsagt jafnt áttak bæði fram og aftur.

Re: Part time / Full Time

Posted: 19.feb 2014, 21:49
frá Oskar K
þetta er vissulega frekar asnalega orðað hjá þeim könunum, allavega ruglaði þetta mig aðeins fyrst

Part-time = þýðir s.s. að þú átt bara að vera í þessu hluta tímans, en ekki alltaf, en eins og menn vita sem hafa nokkurntíman átt jeppa að það er nú yfirleitt í lagi að keyra með læstann millikassa nema á þurru malbiki.

Full-time = þýðir að það er í lagi að vera í þessu alltaf, þarna fer frammdrifið í gegnum sílíkonkúplingu og verður þessvegna engin þvingun milli hjóla, mega þæginlegt í bænum á veturna, eða þegar þú ert að draga eitthvað og vilt dreyfa átakinu á bæði drifin

vissulega myndi það meika meria sens fyrir mér ef þetta væri öfugt, þ.e.s. Full-time væri læstur millikassi og part-time væri "part-time four wheel drive"

Re: Part time / Full Time

Posted: 20.feb 2014, 19:27
frá Stebbi
Oskar K wrote:vissulega myndi það meika meria sens fyrir mér ef þetta væri öfugt, þ.e.s. Full-time væri læstur millikassi og part-time væri "part-time four wheel drive"


Sammála, þetta ruglaði mig alveg í hringi fyrst en svo kom það. Reyndi bara að muna að þetta ekki eins og það er orðað.

Re: Part time / Full Time

Posted: 21.feb 2014, 17:10
frá stebbiþ
NP242 (Selec-Trac) er ekki með vökvakúplingu, það eru bara Quadra-Trac kassarnir - NP247 og NP249.

Kv, Stebbi Þ.