Check engine. villuboð P0138

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Check engine. villuboð P0138

Postfrá Skubli » 15.júl 2013, 17:50

Villuboð p0138. Definition: circuit condition (heated oxygen sensor bank 1 sensor 2).

Aftari súrefnis skynjarinn segir tölvan. Það sem ég er ekki sáttur með er það að ég skypti um hann fyrir innan við 12 mán síðan. Er eitthvað sem getur verið að skemma hann eða er hann að fá meldingu að eitthvað annað sé að. Er bruninn í vélinnui rangur, of muikið súrefni eða bensín? Of mikil bensín þrystingur?
Öll ráð vel þegin.


Jeppaspjall.is

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Subbi » 13.des 2013, 02:25

of heit súrefnisblanda

Bank sensor að rugla segir villan

lítið mál að skifta um hann en ef hann er farinn þá stillir vélin sig ekki rétt þar sem þessi sensor hlustar eftir ventlaglamri og kveikujglamri og sendir boð um glamur og þá lagar tölvan blönduna og glamrið hættir

pottþétt bank sensorinn sem er að hrekkja þig þekki þetta af eigin reynslu og er einfalt að skifta um þá í flestum tilfellum fara í vandaðan sensor þó hægt sé að fá universal drasl
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá jongud » 13.des 2013, 08:44

Bank-sensor ?????

Þetta hefur ekkert með bank sensorinn að gera.
http://www.obd-codes.com/p0138

A code P0138 may mean that one or more of the following has happened:
•Faulty O2 sensor
•Short to battery voltage in O2 sensor signal circuit

Það þarf ekki að vera að súrefnisskynjarinn sé farinn, það gæti verið útleiðsla einhversstaðar. Athugaðu vel allar tengingar og leiðslur í skynjarann.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá gislisveri » 13.des 2013, 14:34

Bank 1 segir þér á hvorri hliðinni villan er, oftast er fremsti cylinder á Bank 1 og næstfremsti (hinumegin í vélarsalnum) Bank 2.
Sensor 2 segir þér að þetta er skynjarinn sem er fyrir aftan hvarfakútinn. Sá skynjari hefur mun minna vægi í að stilla bensínblönduna en sá fyrri, jafnvel ekkert vægi, aðeins það hlutverk að fylgjast með hvort hvarfakúturinn sé að vinna vinnuna sína.
Það væri ráð að fara yfir öll öryggi í bílnum, líka athuga hvort að skemmdir eru á vírum að skynjaranum. Svo væri hægt að svissa skynjurum á milli greina og sjá hvort að villan færist yfir á hina greinina.

Ég hef séð þessa villu þegar um var að ræða ónýtan hvarfakút, en ég held að það sé frekar sjaldgæft.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá jongud » 13.des 2013, 15:52

Bara passa ef þú svissar skynjurunum að hafa þann skynjara sem þú skrúfar í að framan, í plögginu fyrir fremri skynjarann.
(ekki svissa skynjurunum fram/aftur og hafa þá í sama plöggi og áður)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Startarinn » 13.des 2013, 16:55

"Bank skynjari" heitir "knock sensor" á ensku
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Svopni » 13.des 2013, 17:05

Circuit condition gæti þýtt að hitaþráður í sensornum sé farinn. Þráður sem hitar sensorinn svo hann fái rétta virkni sem fyrst eftir að bíllinn er ræstur.

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Subbi » 14.des 2013, 03:09

knock sensor bank sensor sounding sensor öll þessi orð til yfir þetta
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Freyr » 14.des 2013, 10:20

Subbi wrote:knock sensor bank sensor sounding sensor öll þessi orð til yfir þetta


Jájá, en það er enginn að tala um þennan sensor hér nema þú. Þessi þráður snýst um súrefnisskynjara en ekki bankskynjara.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá íbbi » 14.des 2013, 22:52

bank1-2 er hvor súerfnisskynjarinn það er, ekki bank sensor, það er knock sensor upp á enskuna
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá Freyr » 14.des 2013, 23:48

Um að gera að skella inn nákvæmlega hvernig bíl er um að ræða til að fá góð svör. Varðandi það að hann sé um 12 mán. gamall, er þetta einhver universal "í mínum huga drasl" skynjari keyptur í N1 eða álíka? Slíkir skynjarar hafa átt það til að endast verulega illa eða jafnvel virka ekki frá degi eitt. Ef um slíkan skynjara er að ræða tel ég afar líklegt að lausnin felist í nýjum skynjara og þá orginal.

Kv. Freyr


pattigamli
Innlegg: 141
Skráður: 19.jún 2011, 11:44
Fullt nafn: Óskar Gunnarsson

Re: Check engine. villuboð P0138

Postfrá pattigamli » 15.des 2013, 00:50

hef lent í svipuðu og það reindist vera hitaskinjari fyrir tölvuna þessi með tvemur þráðum í. Virðis að hann trufli bank 2 sem er aftari pústskinjari.


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir