Síða 1 af 1

Ostaskera styrking

Posted: 10.sep 2010, 20:52
frá villi
Daginn jeep eigendur og aðrir :), er u.þ.b að versla mér Grand cherokee og langaði að forvitnast um þessa svokölluðu ostaskera styrkingu. það væri alveg snilld ef einhver ættir myndir af þessu og gæti sent mér á villis@mi.is

Kv
Vilhelm

Re: Ostaskera styrking

Posted: 11.sep 2010, 19:05
frá Kiddi
Þetta er nú ekki besta myndin en þetta gefur einhverja hugmynd. Þetta var 16mm teinn minnir mig, snittaður í báða enda. Undir kúluna var soðin stýring sem heldur við teininn og á báðum endum á hásingunni voru eyru með götum sem teinninn kom í gegn. Það sem skiptir mestu er að þau eyru séu sterk og það sé vel hert á rónum. Það er miklu erfiðara að toga svona tein í sundur heldur en að beygja hann þannig að þetta er mjög öflug styrking miðað við þyngd. Síðan má bæta við stýringum á rörið, semsagt einhverskonar örmum sem koma niður úr hásingunni og halda við teininn þannig að það sé ekki hægt að beygja hann með því að rekast í grjót til dæmis. Þessi teinn hélt þessari Dana 35 hásingu alveg þráðbeinni þrátt fyrir markvissar tilraunir til þess að beygja hana!

Re: Ostaskera styrking

Posted: 11.sep 2010, 19:59
frá Sævar Örn
Image

þetta er á súkku, aðallega til að skera snjóinn hugsa ég

Re: Ostaskera styrking

Posted: 11.sep 2010, 20:37
frá villi
Glæsilegt, takk fyrir þetta

Kv Villi

Re: Ostaskera styrking

Posted: 16.sep 2010, 09:08
frá Stjáni Blái
Image
Afsaka hvað lokið á hásinguni er ljótt !

Re: Ostaskera styrking

Posted: 16.sep 2010, 19:05
frá Kiddi
Þetta er þó skömminni skárra en hefði komið inn mynd af eigandanum...

Re: Ostaskera styrking

Posted: 25.sep 2010, 21:12
frá Geir-H
Kiddi wrote:Þetta er þó skömminni skárra en hefði komið inn mynd af eigandanum...


Guð forði okkur frá því

Re: Ostaskera styrking

Posted: 28.sep 2010, 12:19
frá Stjáni Blái
Skiptir mig ekki nokkru máli, Ekki á ég þennan bíl ;)

Re: Ostaskera styrking

Posted: 28.sep 2010, 16:20
frá Kiddi
Jæja þar fór það...

Re: Ostaskera styrking

Posted: 28.sep 2010, 17:00
frá JonHrafn
Vorum að lenda í að afturhásingin er farin að springa. Er málið að setja svona styrkingar ofan á og undir til að koma í veg fyrir svona þreytu sprungur? 14 ára gömul hilux hásing með 38" dekkjum, ár síðan það voru soðin bracket á hana fyrir stífur.