Síða 1 af 1

Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 23.jún 2013, 22:14
frá magnum62
Dragliður eða krossar í drifskapti

Meinsemdin hörð högg og smellir, þegar ég skipti úr parki í bakk og/eða drive og svo líka þegar ég skipti til baka, og stundum í keyrslu, mismikil þó. Virðist vera eins og spenna byggist upp og losni síðan með þessum há smelli og þá kemur þetta högg.

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 23.jún 2013, 22:17
frá magnum62
Vantar ráðleggingar, finn ekkert slit eða gjögt á sköftunum. Getur þetta verið eitthvað í millikassanum?

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 24.jún 2013, 12:41
frá Sævar Örn
Gæti líka verið fastur kross í skaftinu, þá finnurðu ekkert slag nema þú sért heljarmenni af styrk

þá er auðveldast að kippa skaftinu úr og prófa að hreyfa alla krossana

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 26.jún 2013, 03:32
frá magnum62
Ok, takk Sævar. Setti hann allann upp á búkka í dag og lét strákinn vera inn í bíl að skipta meðan ég var undir og það kom ekkert svona högg eða spennulosun eins og ég hef orðið óþyrmilega var við, en það er eins og þetta sé í skiptistöngunum eða tvöfalda liðnum við millikassann. Ætla að taka skaptið úr og athuga það betur. Kannski skipti ég bara um millikassa til að prófa það líka. :)

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 28.jún 2013, 23:49
frá Stebbi
Er sídrifs-kassi í honum?

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 01.júl 2013, 00:48
frá magnum62
Sæll Stefán, Já það er sídrifskassi í honum. Þekkirðu eitthvað svona svipað dæmi?

Re: Jeep Grand ´93 spurning

Posted: 01.júl 2013, 20:40
frá Stebbi
Einhverntíman las ég grátsögu úr ameríkuhrepp þar sem seigjukúplingin í millikassanum var í því að binda upp drifrásina og svo losnaði þetta með svona smellum.