Síða 1 af 1
Eftirköst hitamála í Grand. 6cyl lína 4.0 l
Posted: 31.mar 2013, 23:19
frá magnum62
Sælir spjallverjar. Eftir að hafa skipt um vatnskassa, vatnslás, húsið yfir lásnum endurnýjað allan kælivökvann á vélinni, þjöppumælt vélina, ( nokkurn veginn jöfn þjappa, hélt að það væri farin heddpakkning) hef ég fundið frostlögslykt af bílnum eftir að drepið er á honum. Ekki kemur vatn í olíuna, ekki óeðlilegur reykur úr pústinu né hitar bíllinn sig neitt óeðlilega lengur og gegnur bara fínt. Hann er keyrður 225.000 km og brennir smá olíu. Hvað gæti verið meinið?
Kv. MG
Re: Eftirköst hitamála í Grand. 6cyl lína 4.0 l
Posted: 31.mar 2013, 23:29
frá villi58
magnum62 wrote:Sælir spjallverjar. Eftir að hafa skipt um vatnskassa, vatnslás, húsið yfir lásnum endurnýjað allan kælivökvann á vélinni, þjöppumælt vélina, ( nokkurn veginn jöfn þjappa, hélt að það væri farin heddpakkning) hef ég fundið frostlögslykt af bílnum eftir að drepið er á honum. Ekki kemur vatn í olíuna, ekki óeðlilegur reykur úr pústinu né hitar bíllinn sig neitt óeðlilega lengur og gegnur bara fínt. Hann er keyrður 225.000 km og brennir smá olíu. Hvað gæti verið meinið?
Kv. MG
Er ekki bara að þorna frostlögur á elimentunum sem hefur sullast framhjá þegar þú bættir á kassan ?
Kemur nokkuð lykt þegar þú ropar, bannað að drekka hann.
Re: Eftirköst hitamála í Grand. 6cyl lína 4.0 l
Posted: 31.mar 2013, 23:52
frá lecter
hann getur lika blásið i vatnið og þá er hann að missa vatn en þá fyllir hann alveg forðakútinn ,, ef hann gerir það þá er farin heddpakning (þó getur tappinn svikið lika)
Re: Eftirköst hitamála í Grand. 6cyl lína 4.0 l
Posted: 01.apr 2013, 00:03
frá magnum62
Það hefur gutlað í miðstöðvarelimentinu, og það var sem það væri einhver lofttappi í honum fyrst eftir viðgerð, því hann tæmdi forðabúrið og hitaði sig þó að ég væri búinn að fylla allt. Gerir það þó ekki lengur.
Re: Eftirköst hitamála í Grand. 6cyl lína 4.0 l
Posted: 01.apr 2013, 08:13
frá sukkaturbo
Skoðaðu miðstöðvar elimentið á það til að byrja að leka fást hjá H.Jónsson