Síða 1 af 1

Dauður Jeep...

Posted: 30.mar 2013, 20:13
frá lettur
Um er að ræða Grand Cherokee árg. 1994 4L sexa. Hefur gengið eins og engill og allt í fína. Var í bíltúr í dag í góða veðrinu og eftir eitt nestisstoppið átti að setja í gang og keyra meira. Bíllinn fer í gang eins og venjulega, gengur í 3 - 4 sekúndur og deyr síðan eins og drepið hafi verið á. Neitar síðan að fara í gang. Fær bensín en enginn neisti virðist koma á kertin. Öll öryggi (frammi í húddi og inni í bíl) virðast vera í lagi. Þegar svissað er á koma öll ljós sem eiga að koma í mælaborðið.
Getur einhver ausið úr viskubrunnum og komið með hugmyndir hvað gæti verið að svo hægt sé að keyra meira.

Re: Dauður Jeep...

Posted: 30.mar 2013, 21:06
frá kolatogari
mér dettur helst í hug kveikjuhamarinn. lenti í þessu á ram sem ég átti. var bara að keyra og svo dó bílinn, þá hafði snertan á hamrinum losnað af. svo er háspennukeflið náttúrulega möguleiki líka.

svo gæti þetta líka verið sveifarás skynjarinn eða snúran að honum.

Re: Dauður Jeep...

Posted: 30.mar 2013, 22:39
frá ellisnorra
Getur eitthvað hafa klikkað sem gæti hafa triggerað þjófavörnina?
Þetta lyktar alveg agalega af vandamáli með þjófavörn. Googlaðu þig til um cherokee imobiliser bypass. Í fljótheitum fann ég þetta svar hér http://uk.answers.yahoo.com/question/in ... 349AAorBwm

Ég lenti í svipuðu vandamáli þegar ég var að setja svona mótor í willys. Startar eðlilega, gengur í örfáar sec (2-4 minnir mig) og deyr svo eins og svissað sé af. Aftur og aftur.

Re: Dauður Jeep...

Posted: 30.mar 2013, 23:29
frá lettur
Bíllinn tekur ekkert við sér í starti núna. Veit ekki hvað gæti hafa komið þjófavörn í gang.
Datt einmitt í hug eitthvað í kveikjunni eða háspennukefli. Á ekki að koma stöðugur straumur frá háspennukeflinu þegar svissað er á? Við fljótheitaprófanir í dag virtist enginn straumur koma frá keflinu niður í kveikjuna.