Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??


Höfundur þráðar
Bjorn
Innlegg: 7
Skráður: 09.feb 2013, 10:37
Fullt nafn: Björn Ævarr Steinarsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Bjorn » 09.feb 2013, 10:57

Sæl

Ég er með Grand Cherokee overland 2004, 4.7l, ekinn 115 þús. mílur.
Snúningshraðmælirinn sýnir 300 rpm í hægagangi og gengur þýðlega, og er líklega að ganga á meiri hraða en mælirinn sýnir.

Þetta gerist eftir að skipt var um headpakkningar og tímagír, einngi finnt mér hann eyða um 10-20% meira eftir viðgerðina. Sýnir um 22-23 l í innanbæjarsnatti (stuttar ferðir, 6 km, nær rétt að hitna, ekinn af konu) en var í um 20-21. Hjá mér hefur bílinn eytt um 15-16l í innanbæjarakstri og 11-12l í sveitinni. Það litla sem ég fylgst með eyðslunni þegar ég er á honum í bæjarsnatti núna eftir viðgerðina er 18-19 l

Er búinn að prufa að endurstilla mæla með því að halda inn takkanum á míluteljaranum og svissa á hann. Þá fer nálin á mælinum í 6700 rpm en ekki í hæsta gildi 7000 rpm.

Hefur einhver ykkar hugmynd um hvað er í gangi ??

kv.
Björn



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Kiddi » 09.feb 2013, 11:13

Myndi skoða hvort hann sé réttur á tíma. Það er knastás í hvoru heddi fyrir sig þannig að það er alveg séns á að þetta ruglist eitthvað... minnir meir að segja að félagi minn hafi lent í þessu sama.


Höfundur þráðar
Bjorn
Innlegg: 7
Skráður: 09.feb 2013, 10:37
Fullt nafn: Björn Ævarr Steinarsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Bjorn » 09.feb 2013, 12:38

Sæl Kiddi of þakka þér fyrir þetta innleg.

Já, það var það fyrsta sem mér datt í hug minnugur þess þegar ég var að stilla kveikju á VW bjöllum fyrir um 45 árum síðan eftir eyranu (Hef reyndar ekki verið í blílaviðgerðum að neinu viti s.l. 40 ár, er nú 61). Þeir hjá H. Jónsson hlógu að mér og fleir gert síðan og bent mér á bíllinn gæti ekki gengið á 300 rpm, veit ekki hvort það er rétt. Þeir hjá H. Jónsson stungu uppá að það væri slæmt jarðsamband einhversstaðar. Reyndi að skoða það sá einhverja slíka snúru aftan á heddinu en mjög erfitt að komast þar að, hún virðist a.m.k. vera tengd. Prufaði að setja startkapal frá -pól á rafgeymi beint á vél, breytti engu. Hugsanlega gerði ég þetta ekki rétt, setti kapalinn á AC dæluna. Spekingur á jeeporg.org var einnig þeirrar skoðunar að vélin gæti ekki gengið hægagang á 300 rpm. Sennilega er best á að byrja á að láta mæla beint á hvaða snúning vélin er að ganga á.

Annars veit ég ekki hvernig þessi tímagír lítur út nákvæmlega. Er hægt að setja þetta þannig saman að það muni um 1-2 tennur og það leiði til að tíminn verði rangur en vélin gangi samt nokkuð þýðlega ? Ef ég man rétt gékk bjallan léttar þegar kveikjan var aðeins of sein, það er kveikti þegar stimplar voru komnir úr efstu stöðu en aðeins þyngra og á lægri snúning ef hún kveikti of snemma. Hefur einhver reynslu af því hvort svona 8 cyl. rokkur geti gengið á 300 rpm ???

kv,

Björn


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá KÁRIMAGG » 09.feb 2013, 12:47

Það er alveg mögulegt að hann geti gengið á 300 en þú myndir heyra að það væri ekki allt í lagi ef svo væri.
Ég myndi ath tímann á knastásunum það getur verið skekkja um 1 - 2 tennur ef reimin er ekki rétt þegar strekkjarinn er settur á.


Höfundur þráðar
Bjorn
Innlegg: 7
Skráður: 09.feb 2013, 10:37
Fullt nafn: Björn Ævarr Steinarsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Bjorn » 09.feb 2013, 14:11

Er hægt að athuga tímann öðruvísi en að rífa framan af honum og opna að tímakejðunum ??

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Kiddi » 09.feb 2013, 19:53

Ég er búinn að lesa mig til um þetta frekar lauslega (pabbi átti svona bíl og ég er með viðgerðarbók). Snúningsmælirinn fær merki frá tölvunni. Á vélinni eru tveir skynjarar sem hafa með tímann að gera, annarsvegar Crankshaft Position Sensor sem er staðsettur ofan við startarann og hinsvegar... Camshaft Position Sensor sem er á hægra heddinu.
Þessi skynjari hefur m.a. áhrif á tímann á spíssunum og fleira þannig að ef hann er eitthvað skrítinn þá getur það orsakað alla þessa kvilla sem þú nefnir...
Ég myndi skoða þennan skynjara vel. Það hefur alveg komið fyrir að skynjarar skemmast þegar það er hreyft við þeim.

The CMP sensor contains a hall effect device called a sync signal generator to generate a fuel sync signal. This sync signal generator detects notches located on a tonewheel. The tonewheel is located at the front of the camshaft for the right cylinder head. As the tonewheel rotates, the notches pass through the sync signal generator. The pattern of the notches (viewed counter-clockwise from front of engine) is: 1 notch, 2 notches, 3 notches, 3 notches, 2 notches 1 notch, 3 notches and 1 notch. The signal from the CMP sensor is used in conjunction with the crankshaft position sensor to differentiate between fuel injection and spark events. It is also used to synchronize the fuel injectors with their respective cylinders.
Viðhengi
78283516.gif
78283517.gif

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá muggur » 09.feb 2013, 21:50

Er ekki bara málið að fara á verkstæðið sem skipti um headpakkninguna og heimta að þeir klári viðgerðina?

Svo má náttúrulega alltaf fá sér gamlan Pajero ef maður vill losna við svona vesen :-)
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Bjorn
Innlegg: 7
Skráður: 09.feb 2013, 10:37
Fullt nafn: Björn Ævarr Steinarsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Bjorn » 09.feb 2013, 22:18

Sæll Kiddi og þakka þér fyrirhöfnina.

Þetta hljómar mjög sennilega, ætla að skoða þetta í fyrramálið. Gaurinn sem gerði við bílinn gleymdi að tengja leiðsluna í rofann fyrir viftuvökvadæluna (fékk hann með logandi vélarljósið) og klúðraði geymatengingu (startaði ekki á öðrum degi) þannig hann gæti alveg eins hafa klúðrað þessu. Hann hefur lofað að kíkja á þetta á morgun, hefur verið upptekinn, má vera að hann átti sig á þessu. Annars, gæti vélin gengið þó þetta vel ef annar hvor þessara skynjara er ótengdur ?

kv.
Björn

PS. Skil ekki hvað þessi "Muggur" er að blanda sér í umræðuna, virðist aka um á asíatískri jeppaeftirlíkingu og hefur því ekkert vit á alvöru jeppum :-)


Höfundur þráðar
Bjorn
Innlegg: 7
Skráður: 09.feb 2013, 10:37
Fullt nafn: Björn Ævarr Steinarsson
Bíltegund: Grand Cherokee 2004

Re: Snúningshraðamælir sýnir 300 rpm ??

Postfrá Bjorn » 11.feb 2013, 22:42

Sæl

Fór til Greirs hjá Ás (Hef góða reynslu af þeim snilling). Hann hlustaði vélina og taldi hana ganga þýðlega og á meiri snúning en snúningshraðamælirinn sýnir. Hann telur að mótorinn sem snýr nálinni á mælinum sé ekki að virka rétt. Hef full trú að það sé rétt greining. Nokkuð dýr aðgerð að laga það þegar buddann er búinn að jafna sig eftir headpakkninga skiptin.

Annað. Á sama tíma og ég var í þessum pælingum fór miðstöðvarmótorinn að standa á sér. Eftir ráðgjöf á jeepgarage.org (Frango100) var ljóst að þetta er þekkt vandamál, tengi við stýringuna hitnar og bráðnar (geri ráð fyrir að þið þekkið þetta). Hægt að gera við þetta með beintengingu ef ekki mjög illa farið en ég endaði með að kaupa nýtt stýribox og nýjan tengil.

Enn annað. í gegnum þessar þrengingar lærði ég hvað OBDII er og pantaði ODBII bluetooth frá Amazon og get því væntanlega fylgst með á android símanum mínum hvað er að gerast í vélinni á þessu geimskipi :-). Googlaði hér heima en fann ekki svona tengi.

Þakka góð viðbrögð og ábendingar, hefur verið mjög hjálplegt og ég á örugglega eftir að vera fastur gestur á þessari vefsíðu og get þá vonandi eitthvað miðlað líka.


kv.
Björn


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir