Willys framhásing - hallavandamál


Höfundur þráðar
grundin1
Innlegg: 9
Skráður: 29.jan 2013, 17:25
Fullt nafn: Valdimar Erlingsson
Bíltegund: Willys truck

Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá grundin1 » 30.jan 2013, 06:05

Er einhver hér sem hefur breitt halla á gamaldags framhásingu í Willys. Ég er með 25 hásingu undir 63 modelinu af Willys jeep truck , og er að fara að hækka hann upp. Þ.e setja fjaðrir ofan á hásingu. Þessi hásing er með kúluendum. Spurningin er kanski , er hægt að skera upp suðurnar sem halda kúlunum á hásingarendunum og snúa í þá gráðu sem maður óskar? Hversu mikil er efnisþykktin í rörunum? Eru ekki kúlurna settar á rennt sæti áður en þær eru soðnar á í verksmiðju.




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá lecter » 30.jan 2013, 06:57

boraðu frekar suðurnar i drifkúluni og snúðu drifinu upp svo er bara að sjóða aftur i það en hafðu 7-8 gráðu halla á spindlum á fram eða sama og var fyrir

en er þörf á þessu þetta er bara 8-10cm hækkun ég gerði þetta ekki á minum jeppum sem voru svona og með 38" það var ekki neitt vandamál þar


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá sukkaturbo » 30.jan 2013, 08:14

Sæll í gamladaga þá settum við stólinn fyrir fjaðrirnar sem er orginal undir hásingunni upp á rörið og stilltum hallan á pinjóninum eins og okkur fannst réttast og suðum stólinn síðan fastan og klemmdum svo fjöðrina á. Ég veit að þetta gerir spindilhallan vitlausan en hægt er að gera þetta svona kostar lítið. Síðan hef ég losað liðhúsin og snúið þeim og haft spindilhallan um 8 gráður. Það er vandaðasta breitingin að mínu mati kveðja guðni


Höfundur þráðar
grundin1
Innlegg: 9
Skráður: 29.jan 2013, 17:25
Fullt nafn: Valdimar Erlingsson
Bíltegund: Willys truck

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá grundin1 » 30.jan 2013, 17:21

Sæll Guðni.
Getur þú útskýrt nánar þetta með liðhúsið.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá lecter » 30.jan 2013, 17:41

þú getur slipað klossan af og sett hann ofan á, settu svo hásinguna undir og nýar klemmur stilltu hásinguna og mældu 7-8grádur spindil hallan hertu svo klemmurnar og svo er bara að sjóða klossana ,, það verður brattara skaftið en hækkunin er bara 10cm þetta dugar svona ,, en þú getur snúið drifinu up með að bora suðurnar i drif húsinu það er vinna að gera það

á hvaða dekk ferðu á


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá sukkaturbo » 30.jan 2013, 17:47

Sæll þú tekur í sundur á spindlunum og öxulinn úr. Skerð suðurnar hringinn út við nafið sirka 5 mm djúpt kanski 8 mm Nafstúturinn gengur inn í hásingarrörið sirka 5 cm og er úr öðru efni harðara.Ég hef gert þetta svona á dana 44 með opin lið hús og á Toyota sem er með lokuð liðhús. Þetta er ekki mikið mál að losa þetta. Ef þetta hefur verið fast þá stakk ég kúbeini í gegnum spindilgötin og fékk mér keðjutalíu og hífði í endan á kúbeininu passa að skemma ekki götin sem legubakkinn liggur í gott að hafa gamla bakkan í og barði til með sleggju þar til þetta losnaði getur hitað en það á ekki að þurfa ef vel er skorið. Ekki skera og djúpt. Svo verður þú að gráðu mæla þetta þegar þú stillir spindilhallan. Bara skemmtilegt verk og skilar árangri. Ég fór með Ofur Foxinn í 12 gráður og það finnst öllum vera hin mesta vitleysa og allt of mikið. En það virkaði hjá mér og var hann á Toyota hásingum. Menn mæla með 5 til 8 gráður sem þekkja til og kunna til verka.Ég var bara að hrema eftir að ég held Benz spindilhalla. kveðja guðni


Höfundur þráðar
grundin1
Innlegg: 9
Skráður: 29.jan 2013, 17:25
Fullt nafn: Valdimar Erlingsson
Bíltegund: Willys truck

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá grundin1 » 30.jan 2013, 19:07

Ég þakka góð svör.
Núna hef ég eitthvað til að hugsa um næstu daga , eða þangað til að ég byrja á þessu.
Dekkin sem ég fer á eru 33-35" ég hef ekki þörf fyrir meira eins og er. Bíllinn sem ég er með er Willys Jeep Truck árgerð 1963. 'eg var að fá hann frá USA , og þar með gamall draumur að rætast. Það er Corvettu mótor í honum en annars er hann orginal , eins og er.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá sukkaturbo » 30.jan 2013, 19:10

Sæll endilega settu inn myndir kveðja guðni


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá lecter » 30.jan 2013, 21:09

ok er þetta pick up eða vagon ,, ég kalla þessa jeppa willis overland cool bilar til hamingju

settu frekar 44dana undir hann það var einn að auglysa hér sett með 4:10 drif á 40,000 undan scout það er jafn breitt og hjá þer en diskabremsur og sama felgudeiling og 4:10 er flott fyrir 38" dekk og þennan motor

hann heitir hafsteinn sima 8488110


Höfundur þráðar
grundin1
Innlegg: 9
Skráður: 29.jan 2013, 17:25
Fullt nafn: Valdimar Erlingsson
Bíltegund: Willys truck

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá grundin1 » 31.jan 2013, 06:08

Sælir.
Ég þakka ábendinguna varðandi dana 44.
Þessir bílar þ.e Jeep Truck ( sem er Pallbíll) eru svolítið sérstakir. Þeir eru ekki með sömu sporbreidd að framan og á aftan , það munar 15cm. Til að breita því þarf að breikka frambrettin og ég er ekki tilbúin til þess að svo stöddu , kanski seinna. Hann er með skálabremsum en ég er búinn að panta diska á hann allan frá Herm the Overdrivegauy í USA , ásamt Overdrævi. Bíllinn er talsvert ryðgaður , boddypartana fékk ég frá Walks 4wd í USA en allt er til í þessa bíla nema frambrettin. Þeir hjá Walks eru með allt í alla hina jeppana líka.'Eg er búin að taka hann allan í sundur og verið er að sandblása og unirbúa endursmíð.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá lecter » 31.jan 2013, 07:53

ok ég þekki 2 sem eiga svona bil ,,vagon,, þessi hviti 38" og svo rauður hvitur sem Himmi i moso á sá er með 44 og 60 að aftan og 38" ,,

en flott mál gangi þér vel


Lalli
Innlegg: 59
Skráður: 03.sep 2011, 20:35
Fullt nafn: Lárus Helgason
Bíltegund: jeep
Staðsetning: rvk

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá Lalli » 31.jan 2013, 18:01

endilega sýndu okkur myndir af græjunni, alltaf gaman að sjá willys framkvæmdir :D


Höfundur þráðar
grundin1
Innlegg: 9
Skráður: 29.jan 2013, 17:25
Fullt nafn: Valdimar Erlingsson
Bíltegund: Willys truck

Re: Willys framhásing - hallavandamál

Postfrá grundin1 » 31.jan 2013, 18:16

Sælir.
Ég er nú engin tölvumaður. Hvernig setur maður inn myndir hér?


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir