Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá Skubli » 15.jan 2013, 01:02

Sælir jeppa menn.
Það eru tvö atriði sem ég er að vesenanst með varðandi jeepinn minn sem ég væri til í að vita hvað álit þið hafið á þeim og ég væri allveg til í að heyra ykkar álit á.
Það fyrsta er blessuð skiptingin hjá mér, ég er með 42re skiptingu sem ég er nýlega búinn að skipta um hjá mér, skiptingin sem ég er með hafði legið lengi inní skur áður en ég fékk hana, þannig ég var á því að þetta væri bara smá stiðleiki í ventlum sem myndi jafna sig með tímanum, en það sem er að gerast er að þegar ég keyri hægt þá er skiptingin altaf að skipta á milli fyrsta og annars gírs, en þegar ég gef inn og fer uppí 60 km til 80km þá skiptir hún ser eðlilega upp svo gerist þetta aftur þegar ég hægi á mér eins og þegar ég fer inní hringtorg er hún að skipta stöðugt á milli gíra. Það sem ég hef einnig tekið eftir er að þegar ég keyri ákveðið eða fer uppá heiði og stopp þá á það til að koma smá hita likt. Það hefur komið tvisvar fyrir mig fyrst þegar ég var með gömlu skiptinguna að kæli slangan sem fer inní vatnskassan hefur farið úr sambandi og allur vökvin farið af skiptingunni, fyrst hélt ég að þetta hefði bara verið ílla gengið frá þessu af fyrri eiganda en þegar þetta gerðist aftur eftir að ég hafði verið búinn að skipta um skiptingu þá leyst mér ekkert á þetta og hund skammaði sjálfan mig fyrir slæmum frágang, þó svo að ég sé viss um að ég hefði gengið vel frá þessu, svo þetta ætti ekki að geta gerst aftur, núna er þetta þannig að ég myndi þora draga kerru á þessari slöngu :) Kannski ekki allveg en þetta á að vera allveg skothelt. Það sem ég er að hugsa, getur verið að það sé tregða eða stifla inní kælinum sem veldur því að vökvin flæði ekki eðlilega þannig það myndast þristingur og slangan smokkast af og kæling er ekki eðlileg og skiptingin hagar sé ílla? Eða er möguleiki að þristings nemi ( governor pressure sensor and solenoid) sé meinið? Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Annað sem ég væri til í að fá ykkar hjálp með er það að ég er farin að heyra hljóð frá aftur drifinu svona legu hljóð, ég hef grun um að þetta sé leguhljóð frá pinionlegum, það eru tvær legur þarna skilst mér ytri og innri. Er þetta mikið verk að skipta þessar um þessar legur og er annað sem ég þarf að athuga ef ég fer í það að skipta um þær? Er eitthvað sem ég get gert til að fynna þetta út að þetta sé pinionlegurnar sem eru farnar eða eru að fara? Öll aðstoð vel þegin


Jeppaspjall.is


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá lecter » 15.jan 2013, 02:15

teingja framhjá kælinum þú þarft ekki kælinn núna það er svo kalt .. prufaðu að aka um þannig ,,, en finst meiri likur að skiptingin sé biluð,, ertu með lausan kælir eða i vatnskassanum ef hann er laus er nú ekki mal að blása i gegn ekki með lofti samt bara þú sjálfur ef þú blæst sjálfur finnur þú vel hvort það sé motstaða

með drifið ath hvort sé komi´ slag i endan á jókanum upp/ niður þar á ekkert slag að vera .. annað getur þú ekki gert nema að opna drifið svo getur róinn losnað og þetta hljóp undanfari þess að allt sé að losna

User avatar

Stóri
Innlegg: 145
Skráður: 14.jan 2011, 23:54
Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Borgarnes
Hafa samband:

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá Stóri » 15.jan 2013, 08:48

Er þetta WJ ? þeir allaveganna eiga það til að leka á milli sjálfskiptikælingar og vatnskassa, kælirinn innbyggður í vatnskassann. galli í þessum bílum.

Kristófer
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá Skubli » 15.jan 2013, 13:05

Sælir.
Þessi er með innbyggðan kælir í vatnskassanumm. Ég ætla að prufa að tengja framhjá kælinum, það verður spennandi að sjá hvort breyting verði á. Ætla að verða mér út um utaná liggjandi kæli, koma honum fyrir framan vatnslassan. Vitið þið hvar er hagstæðast að versla kæli?
Það var eins og ég óttaðist það er komið smá slag í jókanum. Endilega deilið því með mér við hverju ég má búsat þegar ég byrja að rífa þetta í sundur, hvað þarf að varast. Hver er ykkar reynsla?
Jeppaspjall.is

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá Skubli » 15.jan 2013, 13:43

Hérna er gaur sem sýnir mann frá a til ö hvernig á að talka aftur drifið í gegn hjá sér. Þetta eru nokkur myndbönd.
http://www.youtube.com/watch?v=1jrUVrvforo
Jeppaspjall.is

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Nokkrar spurningar varðandi Jeep Gran Cherokee

Postfrá Skubli » 18.jan 2013, 09:06

Sælir. Ég fékk mér eitt stykki af kæli sem ég kom fyrir fyrir framan vatnskassan og afteingdi þann gamla sem var sambyggður vatnskassanum, einnig skipti ég um rörin. Þegar ég var að rífa gömlu slöngurnar frá vatnskassanum komst ég að vandanum, þarna var nippil einn sem hefur verið notaður með innbyggðum einstefnuloka, einstefnulokinn var farinn, það var varla hægt að blása í gegnum hann.
Ég er nokkuð viss um að þessi nippil sé æstæðan að skiptinginn fór hjá fyrri eiganda. Allta annað að keyra bílinn, einginn hita likt og skiptingin frábær.

Kv að vestan
Jeppaspjall.is


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir