Síða 1 af 1

Miðstöð í Grand Cherokee Laredo 2002

Posted: 05.des 2012, 20:01
frá mobius
Sælir.

Miðstöðin hjá mér blæs bara upp á framrúðu sama hvaða stillingu ég set á. Veit einhver hvað þetta gæti verið.

Re: Miðstöð í Grand Cherokee Laredo 2002

Posted: 05.des 2012, 21:43
frá Aparass
Sæll.
Það er heili fyrir miðstöðina upp við kvalbakinn inn í bíl farþegamegin, mjög neðalega reyndar og það brennur oft tengið sem plöggast í það, þá gerast skrítnustu hlutir......

Re: Miðstöð í Grand Cherokee Laredo 2002

Posted: 06.des 2012, 00:15
frá mobius
Ég las á netinu að þetta gæti eitthvað með Vaccuum slöngur að gera, ef það er leki þá virkar þetta ekki og sama á við um Cruise Control, það virkar ekki heldur.

Það var talað um að ef að Crúsið virkar ekki og blástursstillingarnar virka ekki heldur þá ætti að vera leki einhversstaðar í vacum dæminu.

Re: Miðstöð í Grand Cherokee Laredo 2002

Posted: 06.des 2012, 14:52
frá mobius
Það kom niðurstaða, Vacuum tengi lekur.

Re: Miðstöð í Grand Cherokee Laredo 2002

Posted: 06.des 2012, 20:23
frá jeepson
Ótrúlegt hvað svona lítið vandamál getur oft gert margt.