Síða 1 af 1
Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 22.nóv 2012, 23:12
frá joigeorgs
Sælir félagar!
Ég er að velta fyrir mér hvort einhver viti hvar grindarnúmerið í jeep wrangler 92 árg er stimplað í grindina ?
Kv. Jói
Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 22.nóv 2012, 23:22
frá Kiddi
Ég hef hvergi rekist á það í mínum.
Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 23.nóv 2012, 09:19
frá jongud
Mér skilst að það sé stimplað "ofaná" grindarkjálkann farþegamegin aftarlega og erfitt að sjá það nema taka boddýið af.
Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 23.nóv 2012, 15:36
frá Steini
það er nú ekkert rosalega langt síðan ég var með grindina úr mínum í höndunum og ég man ekki eftir neinu númeri. jeep bókin mín telur bara upp Vin númerið í "mælaborðinu" (á stokknum við frammrúðuna) svo númerið sem er á vatnskassabitanum eða hvalbaknum (undir bílstjórasæti á yngri bílum).
ættir allavega að finna vin númerið ef þú ert með þann part af gluggastykkinu/stokknum sem felur rúðuþurkumótorinn, blikkplata með númeri hnoðuð föst.

Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 23.nóv 2012, 17:43
frá jongud
Þessi þráður segir eitthvað, það er víst á CJ sem er með þetta aftarlega á kjálkanum farþegameginn en á YJ á það að vera skv. þessu nærri stýrisdælunni.
"behind the steering pump on the frame"
http://www.jeepaholics.com/support/Topic391447.aspx
Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 23.nóv 2012, 22:08
frá joigeorgs
Takk fyrir svörin strákar. Þá er ekkert annað en að fara leita að númerinu. :)
kv. Jói
Re: Grindarnúmer á Jeep Wrangler 1992
Posted: 27.apr 2013, 01:16
frá Sigurbjorng
Númerið er staðset farþega megin. Þú finnur þetta ekki nema ef þú pússar upp grindina þannig að allt lakk fari af. En þetta er staðsett á hliðinni á grindinni að utanverðu