Miðstöð í Grand ´93
Posted: 04.nóv 2012, 21:49
Sælir. Ég þarf að fara að tækla miðstöðina hjá mér í Grandinum. Meinið lýsir sér þannig að hún slekkur ekki á sér þó að ég svissi af bílnum og því hef ég bara afplöggað hana undir mælaborðinu. Þegar hún er tengd þá hafa takkarnir í mælaborðinu lítið að segja, hún fer á fullann snúning en ég get breytt virkninni þ.e.a.s hvert hún blæs en ekki öðru. Er það ekki líkleg greining hjá mér að mótstaðan er farin? ....... eða er þetta unitið sem fyrir aftan takkaborðið og er eitthvað hægt að gera við það? Mótstaðan kostar nefnilega slatta og væri gott að vita hvernig ég geri við þetta.
Kv. MG
Kv. MG