Síða 1 af 1

Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 29.júl 2012, 12:46
frá rikisutvarpid
Sælir.

Er með Wrangler 95 módelið. Langar á endanum að setja V8 í hann, og svo er hann helvíti hastur, maður skoppar upp í þak ef maður fer yfir smá ójafnan kafla.

1. Hvaða vél er auðveldast/ódýrast að setja í hann, og hvaða vél soundar flottast?

2. Hvernig get ég leyst fjöðrunarvandann?

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 22.sep 2012, 04:57
frá Eli
Gorma hringinn bara þá ertu góður, þessir stuttu bílar verða alltaf frekar hastir en réttir gormar ættu að gera mikið fyrir hann.

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 22.sep 2012, 14:54
frá íbbi
varðandi mótor þá myndi ég reyna finna 5.2l/5.9l magnum (318/360) með skiptingu og millikassa og öllu tilheyrandi úr grand cherokee,

fínir og áræðanlegir mótorar með innspýtingu, nóg til af þessu og hægt að kaupa bíl með þessu ofan í ásamt öllu sem manni vantar til að færa hann yfir fyrir slikk, þá færðu öll loom, sensora og flr

einnig þrælauðveldir í breytingum, og magnum mótorarnir koma með sérstaklega góðum kælikerfum, enda flestir ættaðir úr pallbílum sem eiga að geta dregið,


ef ég minnka skynsemiprósentuna, þá myndi ég falast eftir HEMI eða 4.7l, þeir orka mun betur en 5.2l/5.9l með betri innspýtingakerfum og flr
en þeir kosta hönd og fót. og 4.7l vélin hefur reynst illa.

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 22.sep 2012, 17:56
frá Kiddi
1. Mæli með því að skoða þetta á spjallborðum út í heimi, t.d. Pirate4x4.com. Menn eru búnir að prófa að setja allan fjárann ofan í þessa bíla. Það er engin ástæða til þess að eltast við það í Jeep að vera með vél frá einhverjum ákveðnum framleiðanda, menn nota bara það sem fæst á skikkanlegu verði og hentar vel ofaní. Þá skipta hlutir eins og skipting / gírkassi, millikassi og fleira máli.
Einfaldast er að skipta út allri lengjunni komplett í stað þess að vera að mixa saman kassa og vél sem er yfirleitt dýrt.
Það hjálpar aðeins í valinu að Wranglerinn er með framdrifið bílstjóramegin, eins og allir nýlegir amerískir jeppar. Góðir kostir eru eins og Ívar nefnir Mopar 5.2/5.9, nú svo er sjálfsagt hægt að finna Ford 302 eða 351. Síðast en ekki síst þá fór GM í framdrifið bílstjóramegin á milli '87 og '90 þannig að 350 mótor með 700 skiptingu væri alls ekki slæmur kostur.

2. Í þessu mæli ég EKKI með því að skoða spjallborð út í heimi :-). Það eru allt aðrar áherslur þar, menn eru mikið meir að pæla í því að bílarnir misfjaðri endalaust og síðan hafa þeir miklar áhyggjur af því að reka fjöðrunarbúnaðinn niður og svo framvegis. Þeir taka semsagt "clearance" fram yfir aksturseiginleika. Ef þú hefur þokkalega smíðakunnáttu, þá skaltu skoða hvernig bílum er breytt á Íslandi. Flotta uppsetningu getur þú síðan séð undir original Patrol eða 80 Cruiser. Ef þú leitar á spjallinu þá finnur þú sjálfsagt einhverjar hugleiðingar varðandi hvernig stífur eiga að halla og svo framvegis. Ágætis byrjun er hér: http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htm
Nú, ef þú hefur ekki ágæta smíðakunnáttu, þá er bara spurning hvort einhver sé til í að taka það að sér að græja gorma undir hann fyrir þig, en það verður aldrei ódýrt svosem frekar en neitt annað í þessum bransa.

Nú síðan ef ætlunin er ekki að sigra heiminn og planið er kannski að vera bara á lítið breyttum bíl, þá er ef til vill hægt að fara langt á því að endurnýja fjaðrirnar fyrir nýjar t.d. OME og setja betri dempara t.d. Bilstein.

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 22.sep 2012, 18:52
frá nobrks
rikisutvarpid wrote:Sælir.

1. Hvaða vél er auðveldast/ódýrast að setja í hann, og hvaða vél soundar flottast?

2. Hvernig get ég leyst fjöðrunarvandann?


Auðveldast og ódýrast (þegar upp er staðið) er að kaupa bíl sem uppfyllir bæði skilyrði.
Bara efniskostnaður hleypur á hundruðum þúsunda við þessar aðgerðir, raunsætt séð.

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 02.des 2012, 03:04
frá lecter
sælir eg var ad skra mig her kann ekki ad nota siduna enþa

en eg er med 91 wrangler ,, sem eg er buinn ad gera allt sem þu ert ad dreyma um ...

eg a original hasingarnar ur þeim bil ,, þu skalt ekki dreyma um ad nota þessar hasingar sem eru undir og skipta um vel og 38" dekk,, eg setti spicer 44 eg nota toyota 4runner gorma ad aftan en 6cl bronco ad framan ur 74,, stifur ad framan en 4 link ad aftan fram hasing er 7cm fram 5 ad aftan ,,, breyta verdur millikassanum og setha fastan joka og dryfskaft med draglid i

en eg mun nota 4L velina og stroka hana i 5L og halda inspitingu og allt original ,, strok kitt kostar 1500 usd ,og tek eg 10,5 þjöppu ,og stærri spissa ,, hun skilar 278hp og togar 360nm þu færd ekkert meira ur gamalli 350 cc v8 þetta er ekkert mix
en bara þetta sem eg er buinn ad gera kostar 1,5 miljon þer er velkomid ad skoda i skurinn hja mer ef þu vilt simi 8237791 hannibal
eg er med nokra jeppa usa a 38"0g 44"
eg sa ad einn radlagdi ad fa kram ur grand jeep med 318 eda 360 og sjalfsk og millikasa en þetta kram er svo langt ad afturskaftid verdur ansi stutt þad er vandamal sem þu þarfta ad mæla adur en þu kaupir heilan bil svo verdur ad breyta millikassanum lika i fastan joka eg a 2 afrur sköft ur minum ef eithver vantar takk gangi þer vel

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 02.des 2012, 03:27
frá Hfsd037
lecter wrote:sælir eg var ad skra mig her kann ekki ad nota siduna enþa

en eg er med 91 wrangler ,, sem eg er buinn ad gera allt sem þu ert ad dreyma um ...

eg a original hasingarnar ur þeim bil ,, þu skalt ekki dreyma um ad nota þessar hasingar sem eru undir og skipta um vel og 38" dekk,, eg setti spicer 44 eg nota toyota 4runner gorma ad aftan en 6cl bronco ad framan ur 74,, stifur ad framan en 4 link ad aftan fram hasing er 7cm fram 5 ad aftan ,,, breyta verdur millikassanum og setha fastan joka og dryfskaft med draglid i

en eg mun nota 4L velina og stroka hana i 5L og halda inspitingu og allt original ,, strok kitt kostar 1500 usd ,og tek eg 10,5 þjöppu ,og stærri spissa ,, hun skilar 278hp og togar 360nm þu færd ekkert meira ur gamalli 350 cc v8 þetta er ekkert mix
en bara þetta sem eg er buinn ad gera kostar 1,5 miljon þer er velkomid ad skoda i skurinn hja mer ef þu vilt simi 8237791 hannibal
eg er med nokra jeppa usa a 38"0g 44"
eg sa ad einn radlagdi ad fa kram ur grand jeep med 318 eda 360 og sjalfsk og millikasa en þetta kram er svo langt ad afturskaftid verdur ansi stutt þad er vandamal sem þu þarfta ad mæla adur en þu kaupir heilan bil svo verdur ad breyta millikassanum lika i fastan joka eg a 2 afrur sköft ur minum ef eithver vantar takk gangi þer vel



Þessi Wrangler sem þú ert á hljómar vel, endilega gerðu "jeppinn minn" þráð um hann hér viewforum.php?f=9

Re: Nýr í þessu, vantar ráðlegginu með V8 breytingu og fjöðrun

Posted: 02.des 2012, 15:47
frá lecter
sælir allir eg held eg skodi þessa nyu gorma dempara ef eg smidadi jeppa i dag sama og baja rall edurmerkur fjödrun en hun er bara svo laung ,,, hun er kominn i nokra jeppa her og super i stutta jeppa allt sem eitir ad aftur endinn fjadri upp heyrir sÖguni til

ef eithver a 360 amc motor vantar mig einn