Nú þarf ég að fara að huga að viðhaldi á fjöðrunarkerfinu.
Er að hugsa um að kaupa mér Moog gorma að framan, sambærilega og Freyr og Agnar hér á spjallinu eru með, ef mig misminnir ekki. Mæliði eitthvað á móti því annars? Er með nýlega stillanlega Koni dempara að framan.
Hvaða gorma eru menn að nota að aftan? Þeir sem eru komnir með 4-link þ.e
Gormapælingar í Cherokee XJ
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Sæll
Að framan er ég með Moog cc782, spring rate = 146 lbs/in. Þeir fóru í fyrir 2 árum og koma mjög vel út, bæði með afturhásinguna á orginal stað og eins með hana mun aftar sem eykur þyngd á frammgormana. Að auki er ég í snjóferðum með 60 l tunnu framaná bílnum. Þeir eru nógu stífir til að þola hraðakstur í snjó án þess að bíllinn vaggi endalaust og sé í stöðugum samslætti án þess að vera leiðinlega stífir alla jafna. Ef þú vilt hinsvegar lungamjúka fjöðrun ættir þú e.t.v. frekar að velja gorma frá Moog sem heita cc 780, þeir eru með spring rate 126 lbs/in og eru því um 16% mýkri. Með þessum gormum hef ég notað Koni 30-13-48 sem eru ætlaðir sem orginal "replacement" í þessa bíla að framan, passa beint í festingar og slagið er 19 cm. Nm saman eru 700 og sundur 2.250-4.500. Þá hef ég haft í stífara lagi, sennilega um 3.500 Nm í sundur. Þrátt fyrir einingis 19 cm slag (sem er þó jafn mikið og org. patrol að framan) hafa þeir komið mjög vel út með þessum gormum. En þar sem gormarnir og stýrisgangurinn (með öfugkónað liðhús hm.) bjóða upp á meiri slaglengd er ég að skipta þeim út, byrjaði áðan. Ætla að nota í staðinn Koni 84-11-30 sem hafa sama samslag (700 Nm) og sundurslagið á svipuðu sviði, mun því hafa dempara með sömu eiginleika en slagið í þeim er 26 cm. hækka bílinn um leið um 3 cm að framan og fæ því +3cm svið bæði sundur og saman.
Að aftan hef ég verið með orginal gormana sem komu úr mínum að framan. Þeir eru of stífir að aftan, a.m.k. hjá mér með hásinguna svona aftarlega og þ.a.l. minni þyngd og minna álag en væri hásingin á org. stað. Þeir voru svosem ágætir í snjóferðum með lint í dekkjum en full stífir annars. Nýlega skipti ég þeim út og setti í staðinn Moog cc778 sem eru með 127 lbs/in spring rate og eru progressive. Hef ekki enn prófað þá í ferð en prófanir innanbæjar á hraðahindrunum og á holóttum svæðum lofa góðu. Eftir að gormarnir fóru í að aftan setti ég í hann Koni 84-11-30 (eins og ég er að setja að framan núna). Þeir voru of stífir saman með sína 700 Nm en ég lét skipta um botnventla í þeim til að ná þeim niður í 450 Nm, gerði það í sumar og það munaði um það, hlakka til að prófa í snjó. Ef þú vilt fara ódýrari leið er hægt að setja að aftan gorma sem koma að framan í 4 cyl cherokee, þeir eru mýkri.
Kv. Freyr
Að framan er ég með Moog cc782, spring rate = 146 lbs/in. Þeir fóru í fyrir 2 árum og koma mjög vel út, bæði með afturhásinguna á orginal stað og eins með hana mun aftar sem eykur þyngd á frammgormana. Að auki er ég í snjóferðum með 60 l tunnu framaná bílnum. Þeir eru nógu stífir til að þola hraðakstur í snjó án þess að bíllinn vaggi endalaust og sé í stöðugum samslætti án þess að vera leiðinlega stífir alla jafna. Ef þú vilt hinsvegar lungamjúka fjöðrun ættir þú e.t.v. frekar að velja gorma frá Moog sem heita cc 780, þeir eru með spring rate 126 lbs/in og eru því um 16% mýkri. Með þessum gormum hef ég notað Koni 30-13-48 sem eru ætlaðir sem orginal "replacement" í þessa bíla að framan, passa beint í festingar og slagið er 19 cm. Nm saman eru 700 og sundur 2.250-4.500. Þá hef ég haft í stífara lagi, sennilega um 3.500 Nm í sundur. Þrátt fyrir einingis 19 cm slag (sem er þó jafn mikið og org. patrol að framan) hafa þeir komið mjög vel út með þessum gormum. En þar sem gormarnir og stýrisgangurinn (með öfugkónað liðhús hm.) bjóða upp á meiri slaglengd er ég að skipta þeim út, byrjaði áðan. Ætla að nota í staðinn Koni 84-11-30 sem hafa sama samslag (700 Nm) og sundurslagið á svipuðu sviði, mun því hafa dempara með sömu eiginleika en slagið í þeim er 26 cm. hækka bílinn um leið um 3 cm að framan og fæ því +3cm svið bæði sundur og saman.
Að aftan hef ég verið með orginal gormana sem komu úr mínum að framan. Þeir eru of stífir að aftan, a.m.k. hjá mér með hásinguna svona aftarlega og þ.a.l. minni þyngd og minna álag en væri hásingin á org. stað. Þeir voru svosem ágætir í snjóferðum með lint í dekkjum en full stífir annars. Nýlega skipti ég þeim út og setti í staðinn Moog cc778 sem eru með 127 lbs/in spring rate og eru progressive. Hef ekki enn prófað þá í ferð en prófanir innanbæjar á hraðahindrunum og á holóttum svæðum lofa góðu. Eftir að gormarnir fóru í að aftan setti ég í hann Koni 84-11-30 (eins og ég er að setja að framan núna). Þeir voru of stífir saman með sína 700 Nm en ég lét skipta um botnventla í þeim til að ná þeim niður í 450 Nm, gerði það í sumar og það munaði um það, hlakka til að prófa í snjó. Ef þú vilt fara ódýrari leið er hægt að setja að aftan gorma sem koma að framan í 4 cyl cherokee, þeir eru mýkri.
Kv. Freyr
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Hvaða Koni ertu með að framan?
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Ég er með sömu Moog gorma að framan og Freyr, CC782 progressívir og er mjög sáttur við þá, mun betri en orginal gormarnir og svo gat ég líka fjarlægt hækkunina ofan á orginal gormunum. Svo er ég bara með orginal dempara bæði að framan og aftan en ég ætla að leyfa þeim að lifa eitthvað áfram (er með fjaðrir að aftan).
p.s Ég á ennþá orginal gormana sem ég tók úr að framan ef þú hefur áhuga.
p.s Ég á ennþá orginal gormana sem ég tók úr að framan ef þú hefur áhuga.
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
hvar kaupið þið þessa gorma og hvernig veljiði þá?
sejgjum ef mig vantaði gorma undir Grand cherokeeinn minn með V8
fann bara þessa síðu.. frekar vonlaust að velja...
http://www.moog-suspension-parts.com/Universal_Coil_Springs.asp
sejgjum ef mig vantaði gorma undir Grand cherokeeinn minn með V8
fann bara þessa síðu.. frekar vonlaust að velja...
http://www.moog-suspension-parts.com/Universal_Coil_Springs.asp
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Línan sem passar hjá þér að framan er cc778 til cc786. Grandinn hjá þér er þyngri en minn xj en reyndar er ég með hlutfallslega meiri þyngd að framan en þú. Bæði cc782 og cc784 munu koma vel út hjá þér en mæli frekar með cc784, þeir hafa spring rate 158 lbs/in meðan cc782 hafa 146 lbs/in. Þeir eru því um 8% stífari og það veitir ábyggilega ekki af því fyrst cc782 koma vel út í xj sem eru slatta léttari. Þessir gormar eru umtalsvert stífari en orginal og bíllinn mun hækka eitthvað við að setja þá í. Mundu samt að þeir síga örlítið fyrstu dagana, kanski 1-2 cm svo að er ekki alveg að marka hæðina um leið og þeir fara í.
Í fljótu bragði sé ég ekki hentuga gorma að aftan hjá þér. Eina sem ég fann er cc721 en spring rate er 182 lbs/in svo þeir eru greinilega ætlaðir í bíla sem á að hengja þunga aftanívagna í eða fulla af þungu drasli. Þeir eru allt of stífir til að hann fjaðri skemmtilega hjá þér tel ég. Ef ekkert sniðugt finnst væri alltaf hægt að pannta nýja orginal gorma í hann að aftan, þeir munu standa sig betur en þeir gömlu þó munurinn verði sennilega ekki afgerandi. Myndir þá panta þá í svona bíl m.v. v8 og allan hugsanlegan aukabúnað til að fá þá stífustu sem boðið er upp á í orginal línunni.
Í fljótu bragði sé ég ekki hentuga gorma að aftan hjá þér. Eina sem ég fann er cc721 en spring rate er 182 lbs/in svo þeir eru greinilega ætlaðir í bíla sem á að hengja þunga aftanívagna í eða fulla af þungu drasli. Þeir eru allt of stífir til að hann fjaðri skemmtilega hjá þér tel ég. Ef ekkert sniðugt finnst væri alltaf hægt að pannta nýja orginal gorma í hann að aftan, þeir munu standa sig betur en þeir gömlu þó munurinn verði sennilega ekki afgerandi. Myndir þá panta þá í svona bíl m.v. v8 og allan hugsanlegan aukabúnað til að fá þá stífustu sem boðið er upp á í orginal línunni.
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Eru sömu gormasæti í öllum árgerðum af XJ? Get ég notað þessa CC782 gorma í 1997 bíl?
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Takk Freyr.. líst vel á þessa CC784 held að þeir eru séu málið. samhvæmt summit eru þeir notaðir í gamla Wagoneer gæti hentað mjög vel.. afturhásinginn hjá mér er líka kominn ethvað aftar og reyndar bensíntankurinn líka..
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Re: Gormapælingar í Cherokee XJ
Freyr wrote:Hvaða Koni ertu með að framan?
Helmingurinn af miðanum er hérumbil horfin, sýnist standa 82, en það sem eftir fylgir er 2385.
Þessir demparar voru nýir í bílnum þegar ég keypti hann.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur