vélarval i willys


Höfundur þráðar
monster
Innlegg: 154
Skráður: 13.des 2011, 00:14
Fullt nafn: victor bjarmi þorsteinsson

vélarval i willys

Postfrá monster » 01.feb 2012, 13:06

það var svona þraður herna um daginn en eg fann hann ekki.

vil benda mönnum a að taka inn i reikningin þegar þeir koma með hugmyndir að eg er ekki að fara kaupa motor fyrir margar millur.

en ja er með 304 amc orginal fyrir utan flækjur. ætlaði i 350 buick en motorinn var urbræddur með skemmdan sveifaras og skemmdan cylender.

einhverjar hugmyndir hvað maður ætti að reyna að nalgast i staðin?



User avatar

Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: vélarval i willys

Postfrá Skúri » 01.feb 2012, 13:41

Sæll ef þú ætlar að nota Willysinn sem ferðajeppa sem ég geri ráð fyrir af myndunum þína að dæma, þá mynd ég bara reyna verða mér út um 360 Amc.
Amc er að mínu mati einna bestu mótorarnir fyrir fjallajeppa sérstaklega Willys, mjög gott tork í þeim, getur verið þokkalegt afl í þeim með smá föndri og áreiðanlegir mótorar fyrir lítinn pening, svo getur þú boltað hann beint við draslið sem þú ert með fyrir ;-)

Nýmóðins V8 mótorar eru snilld, en þeir kost fullt af peningum sérstaklega ef þeir eiga að notast í fjallajeppa en ekki bara leiktæki :-)
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com


Höfundur þráðar
monster
Innlegg: 154
Skráður: 13.des 2011, 00:14
Fullt nafn: victor bjarmi þorsteinsson

Re: vélarval i willys

Postfrá monster » 01.feb 2012, 14:08

ja malið var bara með bjukan að eg a allt til alls i svoleiðis utgerð nog af varahlutum hef aðgang að 2 girkössum og alsskonar en 360 amc a svo sem að virka semi en held bara að það se of litil aukning til að standa i brasinu að skipta um motor. en þetta nymoðinsdot þetta er snild bara eins og þú segir kostar slatta


tommi3520
Innlegg: 210
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Re: vélarval i willys

Postfrá tommi3520 » 01.feb 2012, 17:46

Ef ég væri þú og ætlaði í 8 cyl á annað borð myndi ég setja 360 amc / 360 mopar eða 350 chevy og hressa þær aðeins uppí 300hp þá allavega geturu brosað aðeins þegar þú ert að leika þér og eyða bensíni sem er allt of dýrt.

mér hefur alltaf fundist diesel og willys ekki ganga saman.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: vélarval i willys

Postfrá jeepcj7 » 01.feb 2012, 18:39

304 er fínn mótor ég myndi nota hann og ef þú vilt meira afl er einfaldast að laga til 360 í það,bara rúmtaksmunurinn er slatti af hrossum en 304 með flækjum,volgum ás og sæmilegum 4ra hólfa tor er fínn jeppamótor og 360 bara betri.
Ef þú ert með 304 amc þá er ekkert mix að smella 360 amc í staðinn en alltaf smá föndur að setja aðra tegund í ss.tengingar,kassamix,vélafestingar púst ofl.
Létt yfirferð á mótor legur,hringir,knastur er lítið sem ekkert dýrari á amc en öðrum tegundum.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
monster
Innlegg: 154
Skráður: 13.des 2011, 00:14
Fullt nafn: victor bjarmi þorsteinsson

Re: vélarval i willys

Postfrá monster » 01.feb 2012, 22:05

tommi3520 wrote:mér hefur alltaf fundist diesel og willys ekki ganga saman.


350 buick er ekki disel:) en ja það er kannski spurning að reyna að hressa þennan 304 eitthvað

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: vélarval i willys

Postfrá Stebbi » 01.feb 2012, 22:57

monster wrote:350 buick er ekki disel:) en ja það er kannski spurning að reyna að hressa þennan 304 eitthvað


Ég held að það sé engin spurning, 304 AMC getur virkað fínt ef þú finnur eitthvað góðgæti á hana, tala nú ekki um ef þú hefur hann persónuskiptan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Lalli
Innlegg: 59
Skráður: 03.sep 2011, 20:35
Fullt nafn: Lárus Helgason
Bíltegund: jeep
Staðsetning: rvk

Re: vélarval i willys

Postfrá Lalli » 07.feb 2012, 18:41

væri 350 sbc ekki málið, kostar mann ekki annann handlegginn að fá þetta til að virka þokkalega og nóg til af hlutum í þetta hérna á landinu


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: vélarval i willys

Postfrá Stjáni » 24.feb 2012, 20:49

#60 ekki spurning ef það á að nota standard motor! torkar mátulega fyrir fjallajeppa og er léttur ca 240 hp algengustu mótorarnir man ekki alveg hvað togið var en lítið mál að fletta því upp

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: vélarval i willys

Postfrá jeepson » 24.feb 2012, 21:48

Djöfull lýst mér á ykkur strákar. 304 eða 360 all the way segi ég :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


þorgeir
Innlegg: 30
Skráður: 15.jan 2012, 23:05
Fullt nafn: Þorgeir Þórðarson

Re: vélarval i willys

Postfrá þorgeir » 12.mar 2012, 22:10

ánægður með hvað það eru margir amc kallar hérna hélt að þetta væri dáið út hjá flestum


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: vélarval i willys

Postfrá Dodge » 13.mar 2012, 12:38

Held þetta sé aðallega spurningin um að nota það sem maður á.
Ford/Chevy/Mopar/AMC er að mestu bara trúarbrögð, þetta er nánast allt sama stöffið
ef um er að ræða gamaldags amerískar áttur

En Moparinn er að sjálfsögðu samt pínu betri en hitt :)


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur