Bantam, þú sem ert á himnum,
Heilagt sé nafn þitt, þitt fjórhjóladrif
Gef oss voran snjó og fyrirgef oss vorri strumparútu
Svosem vér og fyrirgefum þinni tvídrifsframleiðslu
Leið þú oss frá malbiki og beint útaf veginum,
því að þitt er drifið, aflið og gírinn
Í nafni willys, kaiser og Jeep, Amc
Ég trúi á Jeep,
Föður jeppa,
Skapara jeppamenningar.
Ég trúi á Cherokee,
hans einkason.
Drif vort,
Sem getin er af línuvél,
Fæddur í Toledo Ohio,
Píndur í heiðardrullu,
Festur og skilin eftir,
Reis aftur um næstu helgi,
Keyrði aftur til bæjar,
Situr þar við hlið Willys vorn almáttugan,
Og mun þaðan koma yfir jökul,
Að dæma strumparútur og fólksbíla.
Ég trúi á almáttuga Línusexu,
Heilagan millikassa,
Samfélag jeppafólks,
Fyrirgefningu vegna fólksbílsins,
Upprisu ökumanns og eilíft afl
Í nafni Bantam, Willys og Kaiser, AMC
Var að spá í að prenta þetta út og festa á mælaborðið í Willysinum. Hvernig líst ykkur á?
Faðir vor
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Faðir vor
þetta er töff, svo bara þaula þetta fyrir hverja gangsetningu ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Faðir vor
Ekki spurning, ættir að splæsa í húðflúr líka.
Kv.
Gísli.
Kv.
Gísli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir