Er með Grand Cherokee árg. 94, 4L. Hann er búinn að steikja tvö háspennukefli á tveimur árum. Fór eitt fyrir réttu ári og svo annað núna um helgina. Skrúfaði svo bara það þriðja í og nú keyrir tækið óaðfinnanlega. Hin tvö fóru án nokkurar viðvörunar, bíllinn dó eins og drepið væri á.
Hleðslan á bílnum virðist vera í lagi, original mælirinn og annar sem er líka tengdur eru sammála um að hleðslan sé um 14 volt.
En spurningin er... er einhver líkleg ástæða fyrir svona hegðun? Er eitthvað sem ætti að athuga, mér var t.d. bent á að þéttir í kveikju gæti verið vandamálið.
Grand Cherokee... háspennukefli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir