Sælir .
Eg hef orðið var við olíuleka á milli hedds og ventlaloks aftan á velinni þetta er greinilega búið að vera til staðar lengi
skiptingahúsið er allt löðrandi í olíu. hvað er herslan á boltum á ventlalokinu er þetta einhver meiriháttar viðgerð ef eg herði lokið aftur ?
Annar leki er lítill en eg hef áhyggjur hann er hægrameginn ( séð framan á vél ) þetta er állok eins og bolli með 17 mm bolta haus áföstum á hvolfi framarlega á vélinni við heddið .það smitar aðeins kælivökvi út á þessu ca nokkrir dropar á viku.
svo fékk eg upplýsingar um slag í túrbínu það er eðlilegt uppað 0,014mm held eg að eg lesi rétt.
það verður að vera aðeins slag til að það sé rúm fyrir olíuna
annars finnst mér olían hjá mér verða dökk mjög fljótt búinn að keyra um 1500 km
innanbæjar.
kveðja
S.L
Olíulekar ofl á Trooper
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Olíulekar ofl á Trooper
Það er nú eðlilegt að olía verði dökk á diesel bíl. Tala nú ekki um ef að þetta er ekið einhvern helling. olían á benzanum sem að ég átti varð bara liggur við svört um leið og maður setti gang. Og eftir að vera búinn að aka nokkra km á nýrri olíu var hún orðinn alveg kolsvört. En bíllinn virtist ekki brenna miklu né leka. Hinsvegar var hann keyrður 613þús þegar ég seldi hann í seinna skiptið.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Olíulekar ofl á Trooper
Ef ég man þetta rétt þá kemur víralúmmið í vélartölvuna þarna afturúr heddinu og það hefur víst skeð að olian rennur eftir kaplinum og í tölvuna og hún brennur yfir.
Ég þétti þetta í mínum á sínum tíma tekur ca.2-3 tíma að rífa ofan af þétta með kítti og loka aftur.
Ég þétti þetta í mínum á sínum tíma tekur ca.2-3 tíma að rífa ofan af þétta með kítti og loka aftur.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir