Síða 1 af 1
túrbína í trooper
Posted: 08.nóv 2011, 18:58
frá TWIN 2
hvar er hægt að fá túrbínu í trooper og vitið þið eitthvað verð á svoleiðis græju.
er með 3L trooper ´00
eru menn eitthvað að setja uppgerðar túrbínu í staðinn eða er ný bara málið?
Re: túrbína í trooper
Posted: 08.nóv 2011, 19:54
frá Startarinn
Hversu illa er hún farin?
Er ekki hægt að bjarga henni?
Það er ótrúlega auðvelt að gera þetta sjálfur ef maður hefur tíma og þolinmæði ásamt smá véla/verk kunnáttu
Ég tók upp eina sjálfur um daginn, ég hef ekki prófað hana ennþá þar sem vélin er ekki klár, en ég slapp með varahlutakostnað uppá 20 þús. Í vélalandi skutu þeir á að þetta myndi kosta 70 þús ef ég kæmi með bínuna, ég var með Mitsubishi TD05 bínu úr volvo
Re: túrbína í trooper
Posted: 08.nóv 2011, 21:47
frá TWIN 2
mér var sagt að hjólið í henni skrallaði, veit ekki meir. hef ekki mikið vit á þessari túrbínu en hún var dæmt ónýdd á verkstæði þannig ég ætlaði að bara að kanna hvort það væri hægt að fá eitthvað ódýrt í þetta en samt þannig að það virki almennilega.
Re: túrbína í trooper
Posted: 08.nóv 2011, 22:24
frá Startarinn
Það er oft hægt að fá hræbillegar túrbínur á Ebay, en gæðin veit ég ekkert um, þær líta allavega út fyrir að það sé ekki lagt nálægt því jafn mikið í smíðina á þeim. En má örugglega bjarga sér á þeim, bara leita eftir númerunum sem er á bínunni hjá þér.
Re: túrbína í trooper
Posted: 08.nóv 2011, 22:36
frá Kiddi
Ég veit ekki hvort þú hafir vitað þetta en finnst rétt að skjóta þessu inn hérna.
Mig minnir að í Trooper eigi það til að gerast að smurkerfið fyrir túrbínuna hætti að virka. Það er semsagt annað pikköpp fyrir smurolíuna sem fer að túrbínunni og þess vegna fara þær. Alveg vert að kanna hvort þetta sé málið því ef þú skiptir um túrbínu þá er ekkert víst að hún endist neitt mjög lengi ef hún fær ekki smurningu
Re: túrbína í trooper
Posted: 09.nóv 2011, 06:34
frá TWIN 2
takk fyrir þetta.
ætla að skoða málið í dag og á morgun