Turbo vandræði


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 07.mar 2010, 19:15

Sælir, kannski er einhver hérna sem getur hjálpað mér.
Þannig er málið með Izusu Crew Cabinn minn að túrbóið kemur ekki inn.
Þetta er sem áður segir Izusu Crew Cab 3,1 dísel.
Ég er búinn að tengja inná hann þrýstingsmæli og þegar sett er í gang kemur smá vacum svo þegar gefið er inn fer mælisinn á núll. Ég er búinn að taka hosuna af fyrir framan intakeið og snúa turbínunni og virðist ekkert slag vera í legu eða föst.

Hvað er næsta skref hjá mér í þessari lækningu?



Kv. Birgir Þór


Kveðja, Birgir

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Turbo vandræði

Postfrá hobo » 07.mar 2010, 20:52

Það er orðið langt síðan ég vann með túrbínur og eflaust einhverju gleymt, en er ekki ventill á öllum túrbínum sem hleypir lofti framhjá við ákveðinn þrýsting.
Getur verið að hann sé fastur opinn?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Turbo vandræði

Postfrá Sævar Örn » 07.mar 2010, 21:49

Jú hann getur verið fastur orðinn, það ætti að vera armur á membru við túrbínuna sem opnar hann og lokar, athugaðu hvort hann er stirður.

Einnig skaltu yfirfara allar hosur og klemmur sem eru, t.d. ef þú ert með intercooler. gera smá lekatest á kerfinu.

sprungin soggrein? sprungin pústgrein getur líka haft smá áhrif, ekki svona mikil kannski
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá Jens Líndal » 08.mar 2010, 00:31

Svo ættirðu líka að athuga hvort túrbínan sé orðin stíf eða föst. Nágranni minn lenti í því nýlega að Isuzu pikkinn hans var orðinn eitthvað daufur og svo einn daginn fór allt á yfirsnúning, Þá var bínan biluð eða búin og fór að leka smurolíu inná sogrein sem endaði með að vélin fór að ganga á henni og allt fór í háaloft fram í húddi, en það slapp allt nema bínan. Samkvæmt því sem nágranna mínum var tjáð á verkstæum þá er þetta víst ekkert óalgengt í Isuzu. Annars veit ég ekkert um Isuzu :)


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 04.apr 2010, 17:37

Já, nú er ég búinn að vera garfa aðeins í þessu.
Ég aftengdi soggreinina frá bínu og setti í gang og fann þá að bínan blæs vel, þó svo að yfirþrýstings membran væri tengd. Hinsvegar þegar ég tendi þetta samann þá kemur enginn þrýstingur á soggreinina. Nú er ég búinn að aftengja intercoolerinn og ætla þrýfa hann, svo sé ég að þetta er allt í gamalli smurolíu. Svo það er spurning hvort ég eigi bara að taka bínuna af og skoða hana sjálfa.

Við hvaða verkstæði er best að tala í sambandi við þetta.


Kv. Biggi
Kveðja, Birgir


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 05.apr 2010, 20:53

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:12, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Turbo vandræði

Postfrá Járni » 05.apr 2010, 21:15

Prufaðu að heyra í Bifreiðaverkstæði Friðriks Ó eða Toppi.
Land Rover Defender 130 38"


púkinn
Innlegg: 13
Skráður: 01.feb 2010, 19:08
Fullt nafn: Guðmundur sigurjón Guðlaugsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá púkinn » 06.apr 2010, 23:31

prufaðu að blinda egr ventilin sem er á sogreininn
eða setja þrýstin á sogreinina með þrýsstilofti passa kanski að setja ekki allt of mikið 2 3 bör þá ætir þú að geta séð eða heyrt loftlekan


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Turbo vandræði

Postfrá Grétar » 08.apr 2010, 21:45

Ég myndi rannsaka ventilinn sem opnar framhjá. Hvort hann standi opinn, loki ekki alveg, eða hvort spjaldið sem lokar fyrir hafi dottið af. Kannski er gormurinn í membrukútnum brotinn þannig að ventillinn helst ekki lokaður.


Image

Image
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 08.apr 2010, 22:05

Ég var að skoða þetta áðan. Í ljós kom að intercoolerinn er með fullt af olíu inní sér, það verður hreinsað en ekki er það vandamálið. Svo þegar ég kippi slöngunni sem liggur frá soggrein að membruni þá lekur olía þar út eins og frá membru. Getur það ekki bara þítt að ég þurfi að taka túrbínuna af og skipta um pakkdós eða eitthvað?


Kv. Biggi
Kveðja, Birgir


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Turbo vandræði

Postfrá Grétar » 09.apr 2010, 21:05

Það eru ekki venjulegar pakkdósir í túrbínum, heldur stálhringir, enda hitna túrbínur í um og yfir 600 gráður. En ef túrbínan nær ekki upp neinum þrýstingi getur olían lekið framhjá þessum stálhringjum. Þrýstingurinn í túrbínunni þrýstir á þéttingarnar.
Þannig að opinn þrýstiventill getur valdið því að olía kemst í intercoolerinn.

Image

Image

Það er ýmis fróðleikur á þessari síðu http://caboturbo.com/webpages/uk/HOW%20A%20TURBOCHARGER%20WORKS.htm
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 19.apr 2010, 21:45

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:09, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá HaffiTopp » 19.apr 2010, 22:16

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:41, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 20.apr 2010, 19:59

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:10, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá HaffiTopp » 20.apr 2010, 20:50

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:42, breytt 1 sinni samtals.


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá Jens Líndal » 21.apr 2010, 00:39

Sæll Birgir. Munurinn á þegar þú ert að þenja bílinn í Parkinu og D inu eða gír er þónokkur þegar þú ert að reina framkalla túrbínuþrýsting. Til að fá túrbínu til að blása þarf bæði loft og hita. Þegar bíllinn er stopp og í hlutlausum eða parki þá er vélin "frjáls" það er að ekkert álag er á henni og þar af leiðandi of lítill hiti til að fá túrbínuna til að blása, en þegar vélin er undir álagi eins og í akstri upp aflíðandi brekku til dæmis þá þarf vélin meiri olíu miðað við vélarsnúning og þá kemur meiri hiti og þá virkjast túrbínan að fullu. Þetta er svona svipað og þegar þú ert í kannski í 4 gír á leiðinni niður göngin á 2-3000 sn/min þá er túrbínan ekki að pumpa neitt þó vélin dæli lofti í gegnum hana en þegar þú ferð að fara upp þá er pinninn oftast settur i gólfið og vélin fær eins mikla olíu og hún má fá og þá fer allt í gang, og þá ætti túrbínuþrýstingsmælirinn að fara uppí 10-14 pund ca ef allt er eðlilegt.
Og Wastegate ventillinn er einfaldlega yfirþrýstingventill sem á að varna því að túrbínan setji of mikinn þrýsting á vélina, of mikill þrýstingur getur skemmt vélina. En menn hafa oft einmitt sett skinnur undir punginn sem stýrir ventlinum svo hann opnist minna og gefi þar af leiðandi meiri þrýsting.
En þú ert að tala um að inntercoolerinn hafi verið fullur af olíu og rörin og allt dótið, Ég held að þú ættir að fara í Framtak/Blossa í Hafnarfyrði ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu og láta þá bæði prufa bílinn og athuga túrbínuna, þeir þekkja þetta út í gegn. Eða talað við eitthvert verkstæði eða jafnvel jeppakarls sem þú þekkir eða kannast við.
Því ef túrbínan er farin að leka smurolíu þá gæti bíllinn tekið uppá því að ganga á henni og þá fer allt á yfirsnúning og þú getur hvorki kæft á vélinni né drepið á á annann hátt og átt á hættu að allt innvols í vélinni fari í mask.

Og ef þú vilt næla þér í einhver fróðleik um túrbínur og vélar og hvaðeina þá er oft gaman að lesa vefsíðuna hjá Leó M. Hann er búinn að skrifa ssgoti mikið um þetta allt saman og svarar spurningum um bíla og bilanir.
http://www.leoemm.com/um_bila.htm Hér er eitthvað um vélar og túrbínur :)


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 21.apr 2010, 06:04

Sælir og takk fyrir þetta.
Ég held að túrbínan sé ekki að leka heldur að olía komi upp með öndun úr pönnu, þetta var nú eitthvað minna en ég hélt í fyrstu. Ábyggilega bara uppsafnað í gegnum tíðina, bíll sem er ekinn 260000km andar nú smá.

Þrýstingsmælirinn er tengdur inná nippilinn sem fer í olíuverkið.
Túrbínan er orginal.
Ég hugsa að ég fá mér nálarloka á þetta, en svo getur vel verið að ég þurfi að skoða aðeins betur hvenær hún kemur inn gæti verið að það sé fyrr en í 2000rpm.

Takk aftur fyrir afskiptina, kveðja
Kveðja, Birgir

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Turbo vandræði

Postfrá Tómas Þröstur » 21.apr 2010, 11:06

Eins og hefur verið bent á í þræðinum þá þjappar túrbína ekki nema að bíllinn sé á ferð og undir álagi. Dálítið skrýtið en bína gerir ekkert inni á verkstæðisgólfi.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbo vandræði

Postfrá Stebbi » 21.apr 2010, 12:08

Þrýstingsmælirinn er tengdur inná nippilinn sem fer í olíuverkið.
Túrbínan er orginal.


Ég myndi breyta þessu yfir á lögnina fyrir wastegate-ventilinn, þetta er lögnin sem stýrir olíu aukninguni miðað við boost og án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því þá myndi ég telja að mælir gæti stolið aðeins af þrýsting eða viðbragði og breytt því hvernig membran í olíuverkinu vinnur miðað við raunverulegt boost og stöðu olíugjafar. Best er að tengja mælinn beint inná soggrein eða sem næst henni til að fá eins góða mælingu og hægt er á þeim þrýsting sem er að fara inná vélina. Það tapast þrýstingur á öllum þessum lögnum og einum intercooler.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 22.apr 2010, 02:45

.
Síðast breytt af birgthor þann 15.jan 2022, 21:11, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Turbo vandræði

Postfrá Stebbi » 22.apr 2010, 14:12

birgthor wrote:Það held ég að sé ekki rétt hjá þér. Því ef engar lagnir eru lekar þá á enginn þrýstingur að tapast, svo fer þrýstingurinn að mæli en ekki út úr honum svo mælirinn á ekki að tapa þrýsting.

Kv. Biggi


Það er nú samt oftast þannig að það mælist meiri þrýstingur við túrbínu en á hinum endanum sérstaklega ef um langar lagnir úr slöngum og stóran intercooler er að ræða. En ef þetta er bara yfir ventlalok og í gegnum einhvern smotterís kæli þá er það minna. Það er alltaf mótstaða í kælinum og þensla í lögnum sem túrbínan þarf að yfirvinna og það kostar þrýsting, þetta er kanski ekki mikið á blaði en það munar um hvert pund í svona litlum túrbínum sem blása ekki meira en kanski 13-15psi.
En með mælinn þá er eðlilegast að hann sé sem næst inntaki til að sjá hvað er að fara inn og hvernig, lögnina fyrir olíuverkið myndi ég láta eiga sig bara til að vera 'on the safe side'.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Turbo vandræði

Postfrá birgthor » 25.apr 2010, 18:26

.
Kveðja, Birgir


Til baka á “Isuzu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir