Síða 1 af 1

EGR Blocking

Posted: 21.feb 2020, 19:59
frá Cobro
Ég er í þann mund að fara fara loka fyrir þetta egr drasl, búinn að vera hreinsa allt heila klabbið,
Hvernig er það þarf ég að taka einhverjar vacuum slöngur úr sambandi, er einhver sem getur sérað upplýsingum ?

Re: EGR Blocking

Posted: 22.feb 2020, 05:52
frá grimur
Það er nú alveg hugmynd að láta fylgja með svona sirka hverslags ökutæki um er að ræða. Það er ekki gengið frá þessu eins í öllum bílum, og svo fer svona breyting misjafnlega í eldsneytiskerfið, getur alveg ruglað hlutum til eða verið til stórbóta.
Ég átti 3.0 V6 Toyota og boraði þetta system út til að auka virknina á cruisinu. Virkaði mjög vel þannig og fórnaði engu afli þar sem þetta lokaðist sjálfkrafa ef gefið var sæmilega.

Kv
G

Re: EGR Blocking

Posted: 22.feb 2020, 13:02
frá Sævar Örn
Í sumum eldri bílum er nóg að aftengja og blinda vacum slöngu í EGR lokann, þá er hann bara lokaður og gerir það sama og ef þú fjarlægir búnaðinn og smíðar 'block off plate' til að loka. Sem er því óþarfi.

Re: EGR Blocking

Posted: 22.feb 2020, 19:12
frá elli rmr
Ef þetta er D Max þá er þetta ein lausnin var með svona í mínum og líkaði vel við

http://mitsi-egr.co.uk/

Re: EGR Blocking

Posted: 25.feb 2020, 15:03
frá tikkat3
Hvað er maður að græða á því að loka fyrir erg

Re: EGR Blocking

Posted: 29.feb 2020, 03:14
frá grimur
Sumir bílar hlaða upp sóti í inntakinu öllusaman með þessu. Eiginlega allir að einhverju leyti.
Svona system sem er bilað, skítugt og þannig hálflamað er oftast feekar til bölvunar....eins og annað bilað dót.
EN
0Vélatölvurnar eru oftast að slökkva á þessu yfir vissu álagi, þannig að aflaukning með að blinda svona sem er í lagi er í besta falli...huglæg.
Kerfi sem er í lagi minnkar afturámóti eyðslu, kælir bruna undir vissum skilyrðum og minnkar líkurnar á að tölvan stilli sig út í horn

Kv
G

Re: EGR Blocking

Posted: 29.feb 2020, 07:38
frá tikkat3
Takk fyrir

Re: EGR Blocking

Posted: 29.feb 2020, 08:51
frá elli rmr
grimur wrote:Sumir bílar hlaða upp sóti í inntakinu öllusaman með þessu. Eiginlega allir að einhverju leyti.
Svona system sem er bilað, skítugt og þannig hálflamað er oftast feekar til bölvunar....eins og annað bilað dót.
EN
0Vélatölvurnar eru oftast að slökkva á þessu yfir vissu álagi, þannig að aflaukning með að blinda svona sem er í lagi er í besta falli...huglæg.
Kerfi sem er í lagi minnkar afturámóti eyðslu, kælir bruna undir vissum skilyrðum og minnkar líkurnar á að tölvan stilli sig út í horn

Kv
G



Ég fann og heyrði greinilega á mínum D Max þegar ég setti rafmagnsskottið til að plata tölvuna og halda egr ventlinum lokuðum að turbínan kom fyrr inn. Ég var með opið púst og heyrðist greinilegt turbo flaut er rafmagnsskottið var í, en á ferðini vann han ekkert betur en hann var sprækari á lágsnúning

Re: EGR Blocking

Posted: 01.mar 2020, 02:23
frá grimur
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki almennilega kynnt mér hvernig EGR er notaður í dieselvélum, en ímynda mér að það hafi eitthvað með það að gera að kæla brunann við tiltekin skilyrði, þynna aðeins út súrefnisríkt loftið. Það gæti alveg passað við lýsinguna við að blinda þetta, það hjálpar bínunni uppá snúning að fá svolítinn extra hita og læti á lágsnúning, en er kannski ekkert alltof gott fyrir ventla og stimpla þanniglagað. Mengun er svo annar kapítuli, en hvaða bílaframleiðandi hefur svosem ekki verið staðinn að svindli á því...?

Það væri fróðlegt að fá innlegg um þetta frá einhverjum sem kann á svona í diesel alveg frá a-ö. Þetta er svo einfalt í bensínvélunum en allt varðandi hitamyndun í diesel snýst hálfpartinn við í samanburði.

Kv
Grímur