Síða 1 af 1

Spurning

Posted: 20.jan 2017, 11:56
frá rammur
Spurning til ykkar trooper sérfræðinga, þannig er nú málið að ég var að skipta um spíss og er búinn að láta coda hann inn en málið er að ég set í gang og keyri af stað og eftir svona 600m þá drepst á bílnum og starta ég þá aftur og hann fer í gang, hvað getur verið að orsaka þetta, er það railsensorinn, pickup rörið eða pressure valve sem er að orsaka þetta, nú gerðist þetta ekki þegar spíssinn var farinn en tók upp á þessu þegar ég var búinn að skopta um spíss??

Re: Spurning

Posted: 21.jan 2017, 08:39
frá Navigatoramadeus
Ja hverjar eru líkurnar á að rail sensorinn, pickup rörið eða pressure sensor hafi bilað akkurat meðan það var verið að skipta um og laga spíss ?

Original spíss og örugglega kóðaður rétt inn ?

Kannski þarf að ath sk. Pilot quantity á honum ?

Út að aka með live data á skanna og ath hvort það sést af hverju þetta gerist.

Re: Spurning

Posted: 21.jan 2017, 15:45
frá rammur
Jamm spíssarnir voru kóðaðir af manni sem vinnur á verkstæðinu í b&l og er aðalega í trooper, þurfti að kóða tvo innn, hann hélt að þetta gæti verið þrýstingsventill sem er við olíurörið sem fer í railið, hann sagði að þeir gætu gefið sig eða stíflast, er bara ekki alveg viss um staðsetninguna á þessum ventli, samt skrítið að hann deyji á keyrslu eins og það sé klippt á olíu og rafmagn og svo sé nóg að starta aftur í nokkrar sek og hann fari í gang

Re: Spurning

Posted: 21.jan 2017, 16:43
frá hobo
Af því sem ég hef lesið er það akkurat svona sem þessir olíþrýstingsnemi klikkar, að bíllinn drepur á sér fyrirvaralaust en fer oftast í gang aftur.
Hef samt aldrei lent í þessu.
http://www.itocuk.co.uk/forums/viewtopic.php?t=31709

Re: Spurning

Posted: 22.jan 2017, 19:14
frá rammur
Jamm og nú vill kvikindið ekki fara í gang, þá er spurning hvort það sé railsensorinn eða þessi olíuþrystings ventill