Góðan daginn Trooper menn og konur.
Við erum tveir félagar sem höfum verið að ræða kosti og galla á ýmsum vélum.
Við erum mjög forvitnir að heyra frá einhverjum sem hefur komist upp á lag með að eiga og reka 3.0 lítra Isuzu Troopervélina án mikilla vandræða.
Maður hefur heyrt svo margt slæmt um þessar vélar en þær eru léttar og kraftmiklar með ágætis tog og svo er nóg til af þeim.
Allar vélar geta bilað, en ef maður sinnir reglulegu og fyrirbyggjandi viðhaldi, er mögulega hægt að vonast til að þær gangi vandræðalítið?
Hvaða verkstæði eru best í viðgerðum á þessum vélum og hverjir hafa góða reynslu í að bilanagreina og gera við þessar vélar? Og ekki síst, hverjir vita hvað þarf að gera til að halda þeim í stuði.
Með von um upplýsandi umræðu.
Kveðja
Haukur
3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Re: 3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Þessi vél gengur hjá sumum en gengur ekki hjá öðrum, Veikindin í þeim eru farin að þekkjast betur svo það ætti að vera hægt að halda þeim gangandi með réttu viðhaldi.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Vonlaus eða góð? Bæði verð ég að segja.
Góð varðandi kraft og eyðslu en vonlaus að því leyti hvað hún er óáreiðanleg.
Ég er búinn að eiga minn í þrjú og hálft ár áfallalaust en er samt alltaf með það í maganum að hún getur tekið upp á því að drepa á sér á versta stað, t.d á miðjum gatnamótum á háannatíma eða það sem verra er, á fjöllum.
Það sem þessar vélar þurfa er stöðugt eftirlit með smurolíu og kælivatni, jú og endurnýja þetta tvennt líka á réttum tíma.
Svo væri fyrirbyggjandi viðhald eitthvað sem þær mættu lifa við í fullkomnum heimi, eins og að skipta út skynjurum á x ára fresti, spíssalúmi, þéttingum við spíssa og spíssaslífar og örugglega mörgu öðru.
Ekki hægt að mæla með þessarri vél nema menn hafi gaman og getu til að stússast í þeim.
Góð varðandi kraft og eyðslu en vonlaus að því leyti hvað hún er óáreiðanleg.
Ég er búinn að eiga minn í þrjú og hálft ár áfallalaust en er samt alltaf með það í maganum að hún getur tekið upp á því að drepa á sér á versta stað, t.d á miðjum gatnamótum á háannatíma eða það sem verra er, á fjöllum.
Það sem þessar vélar þurfa er stöðugt eftirlit með smurolíu og kælivatni, jú og endurnýja þetta tvennt líka á réttum tíma.
Svo væri fyrirbyggjandi viðhald eitthvað sem þær mættu lifa við í fullkomnum heimi, eins og að skipta út skynjurum á x ára fresti, spíssalúmi, þéttingum við spíssa og spíssaslífar og örugglega mörgu öðru.
Ekki hægt að mæla með þessarri vél nema menn hafi gaman og getu til að stússast í þeim.
Re: 3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Takk fyrir þetta innlegg. Þannig að það er líklega vafasamt að setja þessa vél í jeppa sem er fyrst og fremst ætlaður í fjallaferðir.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2492
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: 3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Einfaldleikinn er alltaf bestur í fjallajeppa, en vel þjónustuð 3.0ltr vél er ekki það versta sem manni dettur í hug í fjallajeppa.
Re: 3.0 lítra Isuzu vélin í Trooper: vonlaus eða góð?
Þekki harðsnúinn vélvirkja sem fékk nóg af streði við að þétta spíssaslífar og eitthvað fleira vesen kringum hedd í svona maskínu. Hann
skrúfaði þetta upp úr Troopernum sínum og setti eldri 3.1 úr pickup í staðinn. Alsæll með þá breytingu.
Segir kannski ekki margt annað en að þessar vélar geta boðið upp á veisluborð af vandræðum. Auðvitað er þetta misjafnt samt.
skrúfaði þetta upp úr Troopernum sínum og setti eldri 3.1 úr pickup í staðinn. Alsæll með þá breytingu.
Segir kannski ekki margt annað en að þessar vélar geta boðið upp á veisluborð af vandræðum. Auðvitað er þetta misjafnt samt.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur