Síða 1 af 1

Varðandi hækkun á body

Posted: 05.jan 2016, 22:58
frá takecover
Ég er að fara að hækka Trooperinn minn um helgina á body.

Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga varðandi það?
Þarf ég að lengja í stýrinu?
Er nóg að setja bara upphækkunar klossa undir body eða þarf að hækka einhverjar festingar?

Planið er að hækka hann um 5 cm þannig að klossarnir verða 8 cm á hæð í staðinn fyrir 3 cm sem er undir honum

Re: Varðandi hækkun á body

Posted: 05.jan 2016, 23:08
frá Brjotur
Veit ekki með trooper , en ef vatnskassinn fylgir boddyinu þá þarftu að spá í það og já þarft örugglega að lengja í stýrinu svo er spurning með stuðarana hvar þeir eru festir ,þetta ætti að vera það helsta

Re: Varðandi hækkun á body

Posted: 05.jan 2016, 23:29
frá biturk
Lengja i stýri
Færa vatnskassa
Færir bodyfestingar fyrir svona mikla hækkun ( það á aldrei að hækka svona mikið með púðum, alltof mikið álag á body)
Færa stuðara
Kannski lengja í lögnum
Hækka gírstöng og millikassastöng

Þetta er svona það helsta sem þarf

Re: Varðandi hækkun á body

Posted: 06.jan 2016, 02:15
frá Sævar Örn
þú þarft að lengja áfyllingar rörið fyrir olíutankinn, eða amk. að losa það meðan þú hækkar, það liggur nærri lóðrétt niður að tankinum, stýrisstöngin er nokkurnvegin lárétt, c.a. 15° kannski svo þú ættir að gera hækkað bílinn eitthverja 5cm án þess að breyta henni nokkuð, svo bara þetta sem strákarnir nefna hér fyrir ofan