Síða 1 af 1

Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 11.maí 2015, 22:07
frá Sira
Eg skipti um smurolíu um daginn notaði 5W30 olíu .
keyrði svo suður s.l þriðjudag þá tók ég eftir því að olíuþrýstingsmælirinn sem er yfirleitt á 5-6 kpa fell í 0 þetta gerist þegar bíllinn er ekki að erfiða t.d niður langa aflíðandi brekku . Var einu sinni var við þetta áður þegar ég var að keyra Reykjanesbrautina suður en þá var olían orðinn gömul þá var bíllin á malli á 80 km hraða mælirinn fór í 1-2 kpa. Svo gerðist þetta í dag í hádeiginu í bæjarsnatti að mælirinjn féll ó 0-1 kpa í keyrslu . Svo eftir vinnu keyrði ég heim þá var hann á 5-6 kpa . hvað skildi vera að ?. Gaumljósið fyrir olíuþrýsting kveiknar ekki við þetta. Ef eitthvað er þá logar það ca 1/2 sekundubroti lengur í starti en venjulegt er.
kv
S.L

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 11.maí 2015, 22:12
frá hobo
Ertu nýlega búinn að skoða olíu-pickuprörin?
Gæti verið sprunga í röri eða óþéttir gúmmíhringir.

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 12.maí 2015, 16:00
frá Bílakall
Pickup rör.

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 31.maí 2015, 16:47
frá Sira
Skipti um smurolíu það var áberandi mikill drulla í sub síunni ( litlu síunni ) . Stóra sían var betri setti 5w30 olíu á en það er ekki nema ca 2000 km komnir á olíunna síðan síðustu skipti . sé að loftsían er orðinn óhrein sett í í september s.l.
Trúi ekki að það sé pickup rörinn var búinn að sjóða þau, Eina sem eg er aðp spá er að hvort gúmmíhringurinn á rörunum sé farinn að gefa eftir notaði sömu hringi.aftur en setti pakkningalím á þá. Getur verið að vélinn sé orðinn óhrein að innan sé nú ekkert skúmm .
kv S.L

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 31.maí 2015, 16:51
frá Sira
"Hobo" hefur þú notað 10w30 smurolíu. ég nota alltaf 5w30 skipti á 5000 km fresti skipti um báðar síunnar líka .Það er miði í bílnum sem seigir "use only 5w30 or 10w30 oil"

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 31.maí 2015, 23:37
frá TDK
nú ætla eg að spurja eins og kjáni. eru tvær smursíur i trooper?

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 01.jún 2015, 09:15
frá hobo
Nota alltaf 5w30 olíu, hef reyndar aldrei lent í lélegum olíuþrýsting á þessum tveimur árum sem ég hef átt bílinn.

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 01.jún 2015, 14:22
frá Ormundur
Ég nota 10w40 olíu og skipti um á 7000km fresti. Losnaði við hikið á olíu gjöfinni þegar hann er kaldur við þetta.

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 06.jún 2015, 17:50
frá Sira
" Hobo" hvaða olíu notaru . Mér var beint á að nota bara Mobil 1 en hún er svo asskoti dýr 11 þús kall 5L ég nota einhverja olíu frá Kuwaitpetrolium sem heitir Q8 T 630 5W30 með API flokkunina SL/CF .TDK það eru 2 stk síur í Trooper með 4JX1 vélinni.

kv
S.L

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 06.jún 2015, 18:17
frá hobo
Ég hef keypt olíuna af AB varahlutum, minnir að 5l brúsinn sé nálægt 6000-6500kr þar. Og svo fær maður 10 eða 15% afslátt með 4x4 kortinu.

Re: Trooper missir olíuþrýsting

Posted: 08.jún 2015, 07:35
frá Sira
Jæja tók olíupönnuna undan um helgina og ath pikkupprörinn þau voru bæði í lagi setti þau í og pakkningalím á með gúmmíhringnum það er það eina sem ég fann athugavert að annar gúmmí hringurinn var aðeins rúmur í . Kíkti uppi blokkina við þetta og ath það var allt fínt þar . lokaði öllu og setti í gang og hann gekk fínt með olíuþrýsting á 5-6 kpa.

Eyddi svo smá tíma að reyna að ná úr ónýtu glóðar kerti úr notaði WD40 , Teflonspray , og frystispray en ekkert gekk lýsi hér með eftir hugmyndum og ábendingum hvernig er best að ná glóðakerti úr Trooper

k.v
S.L