Síða 1 af 1
Trooper 4wd Vesen
Posted: 26.apr 2015, 23:21
frá takecover
Bíllinn hjá mér er Trooper 99'' með 3.0 vélinni
Fjórhjóladrifið hjá mér virkar ekki er búinn að vera að grúska í að fá þetta til að virka en ekkert hefur gengið hingað til.
þegar ég ýti á takkan inn í bíl þá blikkar ljósið í mælaborðinu en verður svo stöðugt en frammdrifið kemur ekki inn. hvað mynduð þið skjóta á að þetta væri.
allt systemið í frammhásingunni virðist vera að virka og það er sog á slöngunm þar og það skiftir yfir á hina slönguna þegar það er ýtt á takkan.
Re: Trooper 4wd Vesen
Posted: 27.apr 2015, 10:35
frá hobo
Er mótorinn á millikassanum að tengja framskaftið þegar 4wd er á?
Annað sem mér dettur í hug er að annar framöxullinn hafi misst splittið út við hjól og öxullinn farið inn fyrir. Hef lent í því.
Re: Trooper 4wd Vesen
Posted: 27.apr 2015, 11:20
frá tregge123
gæti verið brotinn öxull eða segulrofinn bilaður að framan
Re: Trooper 4wd Vesen
Posted: 27.apr 2015, 21:56
frá takecover
ég ætla að tékka á þessu með splittið, þú ert að tala um spliti í hjólanafinu er það ekki? á bakvið lokunna?
prufaði að reyna að setja hann í lágadrifið í dag stönginn er föst þegar maður er með hann í afturdrifinu en þegar ég set í framhjóladrifið þá get ég fært hana hálfa leið en ekki það mikið að hann fari úr háadrifinu
Re: Trooper 4wd Vesen
Posted: 27.apr 2015, 22:15
frá hobo
Þú sérð þetta með splittið ef þú ferð undir bílinn og togar í öxulinn.
En ef hann fer ekki í lága drifið þá er vandamálið við millikassann. Myndi skoða vírana fyrir rafmagnsmótorinn sem er boltaður aftaná millikassann. Þessi mótor læsir drifrásina við framskaftið.
Getur líka losað hann frá og séð hvort hann hreyfir stöngina sem kemur út úr honum þegar þú ýtir á 4wd takkann.
Þá er einnig er hægt að læsa framskaftinu handvirkt þegar mótorinn er ekki á, til að sjá hvort innviði millikassans séu ekki í lagi.
Re: Trooper 4wd Vesen
Posted: 28.apr 2015, 22:51
frá takecover
Takk fyrir þetta ætla að reyna að kíkja á þetta um helgina