Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá ArniI » 02.feb 2015, 18:10

Er með Trooper '99, nýlega varð ég var við það, að ég verð að starta honum mun lengur en áður til þess að koma honum í gang á morgnanna. En síðan er hann fljótur í gang ef ég drep á honum og ræsi síðan aftur yfir daginn, það er ef hann stendur ekki allt of lengi. Gefur tölvan upplýsingar um hvort glóðarkerti sé bilað?
Kannast einhver við þetta vandamál?
Kúplingin er farin að taka ansi neðarlega og á tímabili átti ég í vandræðum með að koma honum í gír, nú er það ekki vandamál lengur en ég verð að troða pedalann allveg í botn. Stilling er með kúplingssett á ca 70.000 er hægt að fá þetta eitthvað ódýrara?
kveðja Árni



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá hobo » 02.feb 2015, 21:33

Þetta er sennilegast glóðarkerti, eitt eða fleiri. Held örugglega að tölvan sé ekki að skipta sér af ónýtum kertum.
Algjörar vangaveltur hér á ferð.


Bílakall
Innlegg: 92
Skráður: 18.feb 2011, 15:35
Fullt nafn: Björn Hansson

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá Bílakall » 03.feb 2015, 11:39

Ég á til sett handa þér. Varđandi gangsetningu þá er þetta 99% líkur à glóđakertum sem ég á líka til. Kv. Bjössi 6630710


Bílakall
Innlegg: 92
Skráður: 18.feb 2011, 15:35
Fullt nafn: Björn Hansson

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá Bílakall » 03.feb 2015, 11:39

Ég á til sett handa þér. Varđandi gangsetningu þá er þetta 99% líkur à glóđakertum sem ég á líka til. Kv. Bjössi 6630710


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá birgiring » 03.feb 2015, 14:28

Athugaðu kúplingsdælu og þrælinn og lofttæmdu örugglega áður en þú ferð að skipta um kúplingu. Mikið slitin kúpling slítur og tekur ofarlega.


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Postfrá ArniI » 04.feb 2015, 19:35

Takk fyrir þessar upplýsingar
Ég ætla að byrja á því að mæla kertin og kíkja á vökvan og hvort það sé loft á dælunni


Til baka á “Isuzu”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir