Síða 1 af 1

Isuzu D-Max

Posted: 31.jan 2015, 12:24
frá skuggi19
eruði með einhverjar upplýsingar um þessa bíla enginn frumskógur af umræðum um þá hérna á klakanum. Eins og t.d. Eyðslu, bilanatíðni og hvort það sé hægt að fá svona sérhluti annarstaðar en í umboðinu ?
mbk Ingi R.

Re: Isuzu D-Max

Posted: 02.feb 2015, 21:40
frá elli rmr
minn fer niðrí 8 á hundraði í langkeyrslu og með því að vanda sig mikið :-) en meðaltalið í langkeyrslu hjá mér er um 10 svo er hann með svona 12-13 innanbæjar á Selfossi hef séð hann fara mest uppí 15,5 en þá var ég með yfirbygða 2 sleða kerru á leiðini frá selfossi og uppí sigöldu í þungu færi og svo til baka. það sem fer helst í þessum bílum er EGR ventill, comonrail þrístingsventill, og þéttiskinnurnar undir spíssunum ég er á sjálfskiptum 2007 bíl sem er með stærri vélini sem sagt comon rail og 164 hp og er bíllinn óbreyttur

Re: Isuzu D-Max

Posted: 03.feb 2015, 01:31
frá Freyr
Hafa staðið sig mjög vel, sáralítið um bilanir annað en hefðbundið viðhald og eru eyðslugrannir.

Re: Isuzu D-Max

Posted: 04.feb 2015, 15:44
frá skuggi19
Ok takk fyrir svörin. En með þessa þrýstiventla Elli veistu cirka með verð á þessu og er þetta bara fáanlegt í umboðinu og hvernig er að skipta um þetta ? Er D maxinn mýkri en hilux ?

Re: Isuzu D-Max

Posted: 04.feb 2015, 17:50
frá Freyr
Minnir að ventillinn kosti nokkra tugi þúsunda. Það er ágætt að komast að honum, gert gegnum hjólaskálina vm. fr.

Re: Isuzu D-Max

Posted: 07.feb 2015, 11:15
frá elli rmr
ekki fanst mér hann svo dýr þegar ég þurfti að kaupa hann sennilega eithvað um 15 Þ. en ég man ekki nákvæmlega hvað hann kostaði en eins of Freyr bendir á er lítið mál að skipta um hann í gagnum vinstri hjólskálina eftir að dekkið er farið :-)

Re: Isuzu D-Max

Posted: 12.feb 2015, 17:58
frá skuggi19
ok takk fyrir svörin.