Síða 1 af 1

spíssar Trooper

Posted: 25.jún 2014, 13:38
frá KÁRIMAGG
Er nokkur her sem getur mælt fyrir mig spíssa í trooper 3,0 `00 ??

Re: spíssar Trooper

Posted: 25.jún 2014, 18:39
frá hobo
Hvað áttu við með að mæla þá, ertu að tala um að ohm-mæla?

Re: spíssar Trooper

Posted: 25.jún 2014, 19:49
frá KÁRIMAGG
umboðið talar um að mæla bakflæði og þrýstiprófa þá

Re: spíssar Trooper

Posted: 25.jún 2014, 20:59
frá hobo
Veit ekki með bakflæði, en ég hef þrýstiprófað hráolíuportið í heddinu og þar með spíssana.
Ég setti inn góða lýsingu á þessu í tækniþráðinn, en sá sem hýsti myndirnar mínar er hættur því og því sjást ekki myndirnar.
Annars er það einfalt, blinda lögnina sem kemur aftan úr heddinu og tengja þrýstiloft inn á innportið, ca. 40psi.

Re: spíssar Trooper

Posted: 26.jún 2014, 08:44
frá jongud
Þar sem um er að ræða útgáfu Isuzu af "common rail" vél, þá held ég að það sé vissara að láta umboðið um þetta. Spíssarnir á þessar vélar eru mældir nákvæmlega þegar þeir eru smíðaðir og tölvan látin vita hvað þeir gefa mikla olíu pr. millisekúndu sem þeir eru opnir við mismunandi þrýsting. Spurning hvort það sé ný svoleiðis mæling sem umboðið á við?

Re: spíssar Trooper

Posted: 26.jún 2014, 22:00
frá svarti sambo
Ef að þetta er eitthvað í líkingu við common rail systemið í t.d. volvo pentu, þá erum við að tala um vinnuþrýsting uppá 1200-1700 bara þrýsting og það er bara verið að athuga hvort að þeir leki. og ef þeir leka, þá þarf að fá skiftispíss. Myndi láta viðurkennt þjónustuverkstæði skoða þetta. Ef þeir leka, þá er vélin yfirleitt erfið í gang og gangurinn verður mjög harður. Þar sem að viðkomandi cylender fer að sprengja á vitlausum tíma og með allt of mikla olíu inná sér.