Síða 1 af 1

Bilanaljós í Trooper.

Posted: 22.feb 2014, 23:45
frá Geiri Long
Sæl.Minn ágæti Trooper kveikir Check Engine ljósið þegar hann er undir álagi upp brekkur í venjulegri keyrslu.Búið að skipta um Rail rofann og lúmmið.Enginn breyting.Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að hrella hann?

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 07:20
frá biturk
Ja, lesa hann og vita þannig hvað a að skipta um

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 14:59
frá Geiri Long
Ég veit það.Ættlaði bara að spara mér 8-10.000þ.kall ef einhver hefði lent í svipuðu.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 15:31
frá Bílakall
Tps sensor á hann til

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 15:48
frá jongud
Geiri Long wrote:Ég veit það.Ættlaði bara að spara mér 8-10.000þ.kall ef einhver hefði lent í svipuðu.


Kostar 8-10.000 kall að láta lesa af?

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 15:50
frá biturk
Geiri Long wrote:Ég veit það.Ættlaði bara að spara mér 8-10.000þ.kall ef einhver hefði lent í svipuðu.


Það et bara svo mikið af skynjurum að það er ekkert vit í öðru en að lesa fyrst
Svo a eg sennilega það sem þig vantar :)
Og ef þu ert a ak skal eg lesa hann fyrir þig

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 18:03
frá bjornod
Þú getur lesið sjálfur af bílnum með því að nota bréfaklemmu. Googlið og þér munið finna.

Ég er með nýlegan TPS sensor en samt kemur vélarljósið undir álagi.

Svo eru ekki allar villumeldingar vistaðar í tölvukerfinu og stundum þarf að nota tech II tölvu til þess að lesa gildin frá skynjurunum með bílinn í gangi.

Gangi þér vel

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 19:55
frá Geiri Long
Ég verð víst að láta lesa kvekendið.TPS rofinn er nýlegur.Ca.3-4.ára.Enn bíllinn er samt í góðu lagi.Virðist ekki hafa nein áhrif..

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 20:19
frá Bílakall
slangan í mapsource sensorinn er oft stífluð.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 21:38
frá Geiri Long
Hvar er hún??

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.feb 2014, 22:19
frá Bílakall
Hún er rétt hjá vatnslásnum. fer í mapsensorinn sem er svartur og slongur fara í. Kv. Bjössi 6630710

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 24.feb 2014, 08:21
frá jongud
bjornod wrote:Þú getur lesið sjálfur af bílnum með því að nota bréfaklemmu....


Er það hægt með ODB2 ?

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 24.feb 2014, 10:02
frá bjornod
jongud wrote:
bjornod wrote:Þú getur lesið sjálfur af bílnum með því að nota bréfaklemmu....


Er það hægt með ODB2 ?


Almennur texti um þetta:
http://www.topbuzz.co.uk/info/fault_cod ... _codes.htm

http://www.obd-codes.com/trouble_codes/

Allt um Trooper hér:
http://www.itocuk.co.uk/forums/viewtopi ... 660467b40f
http://www.itocuk.co.uk/forums/index.php og meira til.

Ef þú vilt fá nákvæma lesningu út úr Trooper, þá er Friðrik Ólafsson besta leiðin. Þeir eru með TechII tölvu og kunna að lesa út úr þessu með þónokkurri vissu.

BO

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 24.feb 2014, 10:20
frá hobo
Ég ætlaði um daginn með minn bíl í Friðrik Ólafsson, svona til að gá hvort þeir spíssar sem væru í bílnum væru ekki örugglega þeir sömu og vélatölvan væri að vinna úr.
Svo þegar ég mæti með ákveðnar tölur á blaði um spíssana, (grade) númer, þá er viðgerðarmaðurinn ekki sammála mér hvaða tölur á spíssunum gefa upp þetta númer.
Samt stendur það skýrum stöfum í viðgerðarmanualinum og líka samkvæmt Trooper nördum á bresku Isuzu síðunni.
Hætti því við þessa heimsókn.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 24.feb 2014, 10:47
frá jongud
Geiri Long wrote:Sæl.Minn ágæti Trooper kveikir Check Engine ljósið þegar hann er undir álagi upp brekkur í venjulegri keyrslu.Búið að skipta um Rail rofann og lúmmið.Enginn breyting.Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að hrella hann?


Það sem þú þarft í þessu tilfelli er að geta lesið svokallaðar "freeze frame" upplýsingar.
En það eru tölur yfir það hvað var að gerast í vélinni þegar ljósið kviknaði.
Það getur oft gefið vísbendingar um það af hverju tölvan er að kvarta.
Allir betri lesarar geta sótt þessar upplýsingar, m.a. flest tölvuforrit sem lesa gegnum USB eða bluetooth tengi.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 05.apr 2014, 20:01
frá Geiri Long
Takk fyrir svörin.En bilunina fann ég endanlega í morgun.Bíllinn var orðinn frekar leiðinlegur.Sjálfskiptingin virkaði ekki sem skyldi og snúningurinn á vélinni rokkaði fram og til baka.Ég lét lesa bílinn hjá Friðriki(kostaði 6.800).Útkoman var bremsupetalarofinn.Hann var pantaður og settur í.Enginn breyting.Þá fór ég að spekúlera og datt í hug að athuga með afturljósin og bremsuljósin.Og BINGÓ.Jarðsamböndin voru MJÖG léleg.Lagaði þau og bíllinn er eins og hugur manns.Gæti samt þurft að skipta um afturljósin.Eru þau til Bjössi?

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 05.apr 2014, 21:02
frá Bílakall
Á til lúm í ljósin.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 06.apr 2014, 08:42
frá Navigatoramadeus
Geiri Long wrote:Takk fyrir svörin.En bilunina fann ég endanlega í morgun.Bíllinn var orðinn frekar leiðinlegur.Sjálfskiptingin virkaði ekki sem skyldi og snúningurinn á vélinni rokkaði fram og til baka.Ég lét lesa bílinn hjá Friðriki(kostaði 6.800).Útkoman var bremsupetalarofinn.Hann var pantaður og settur í.Enginn breyting.Þá fór ég að spekúlera og datt í hug að athuga með afturljósin og bremsuljósin.Og BINGÓ.Jarðsamböndin voru MJÖG léleg.Lagaði þau og bíllinn er eins og hugur manns.Gæti samt þurft að skipta um afturljósin.


magnað,

léleg jörð í afturljós = kveikir vélarljós í brekkum og skipting skrýtin og gangur á vél rokkar !

getur einhver útskýrt hvernig þetta virkar ?

þó tölvan haldi að þú stígir á bremsuna ætti ekki að kvikna vélarljós í brekkum ?

gæti skilið seinni hlutann með að tölvan skipti niður um gír og minnki inngjöf ef stigið er á bremsuna en þá er ég stopp :)

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 06.apr 2014, 11:21
frá Stebbi
Hef heyrt þetta áður að Trooper fari ekki í gang ef að afturljósin eru biluð en ekki svona rugl í skiptingu. Annars virðist þetta vera veikur blettur í fleiri bílum, sjálfskiptur '05 Avensis losar læsinguna af skiptistöngini ef það eru sprungnar afturljósaperur.

Re: Bilanaljós í Trooper.

Posted: 23.jún 2014, 00:01
frá oskargj
straumurinn fyrir vélatölvuna er tekinn út af afturljósagreininni þess vegna hafa þau áhrif.