Síða 1 af 1

Isuzu Crew Cab

Posted: 17.feb 2014, 22:33
frá tomas
Góðan dag.
Mig langaði að forvitnast. Ég er að pæla í Isuzu Crew Cab, ég athugaði á Stilling.is / partanet síðunni og þar virðist ekkert vera til í bílinn af varahlutum.
- Er erfitt að fá varahluti í þessa bíla? Hver er allra helst með varahluti í þessa bíla fyrir utan umboðið? (þá er ég helst að meina slithluti, bremsur, spindla, fóðringar og svoleiðis)

Re: Isuzu Crew Cab

Posted: 17.feb 2014, 22:42
frá Offari
Það er efitt að fá í þessa bíla. Bremsuklossar skór og spindilkúlur hef ég getað fengið en Diska og skálar þurfti ég að finna notað. Kosturinn er hinsvegar að þessir bílar bila lítið og því sjaldan verið að leita að varahlutum

Re: Isuzu Crew Cab

Posted: 18.feb 2014, 11:58
frá rabbimj
Mæli með því að prófa umboðið þeir eru ekki svo dýrir þar sem hægt er að fá aftermarket hluti þar. Er með Trooper 1999.

mbk
Rabbi

Re: Isuzu Crew Cab

Posted: 20.feb 2014, 18:05
frá tomas
Geri það,.
Takk fyrir svörin :)
bkv. Tómas