Síða 1 af 1

Trooper rafall

Posted: 14.feb 2014, 09:42
frá bjornod
Isuzu Trooper 3.0 TD, 1999.

Bíllinn étur rafala eins og weetabix. Er e-ð í rafkerfinu sem getur skemmt þá út frá sér?

Auk þess hef ég fengið 3 stk af rafölum notuðum til að setja í hann og þeir eru allir mismunandi hvað varðar, strekkjara, trissuhjól og langa boltann sem festir þá. Hef alltaf þurft að breyta setuppinu, strekkjurum og/eða reymum til að koma þeim fyrir.

BO

P.s vantar nýjan rafal.

Re: Trooper rafall

Posted: 14.feb 2014, 11:12
frá villi58
Möguleiki að spennustillirinn sé bilaður og hlaði of mikið, mældu á rafgeymi á breytilegum hraða hvað hann hleður.

Re: Trooper rafall

Posted: 14.feb 2014, 19:30
frá Izan
Daginn

Ég skil ekki spurninguna, bila gamlir notaðir alternatorar hjá þér? Hvernig bila þeir, kolin, spennustillirinn, díóðubrettið, vöfin, hvað bilar? Það er líka eitthvað apparat á trissuhjólinu, er það að klikka?

Ef þú færð notaða alternatora veistu sjálfsagt minnst um hvernig ástandið er á þeim, hvort þeir séu á endasprettinum eða hvað.

Getur kannski verið að eitthvað annað sé að trufla þig, ertu búinn að láta prófa þessa sem þú segir ónýta, það er ekkert mál að setja þá í prufubekk.

Kv Jón Garðar

Re: Trooper rafall

Posted: 14.feb 2014, 21:18
frá bjornod
Takk fyrir svörin. Ég kíki á spennustillinn.

BO

Re: Trooper rafall

Posted: 14.feb 2014, 22:32
frá Aparass
Þeir grilla rafala eins og kokteilpylsur ef geymarnir eru farnir að slappast.